25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

V. bekkur, máladeild:<br />

Markmið: Nemendur eiga að geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þeir eiga<br />

að geta beitt öllum fjórum færniþáttum tungumálsins svo að loknu námi í þessum áfanga eiga<br />

þeir að vera hlutgengir á dönsku/skandinavísku málsvæði bæði sem starfsmenn í ýmsum<br />

atvinnugreinum sem og að stunda frekara nám á Norðurlöndum.<br />

Nemendur eiga að þekkja allvel til dansks samfélags, kvikmynda­ og nútímabókmennta og<br />

hafa fengið innsýn í texta fræðilegs eðlis. Nemendur eiga að geta aflað sér upplýsinga á<br />

Netinu, á bókasafni skólans sem og í dagblöðum, tímaritum og fræðiritum.<br />

Námslýsing: Kennt var í þrjár stundir á viku og fór kennsla og samskipti í bekk fram á<br />

dönsku. Engin kennslubók var til grundvallar en einungis unnið út frá þemum. Nemendur<br />

unnu margs konar verkefni sem þeir stýrðu sjálfir í samráði við kennara. Um var að ræða<br />

bæði einstaklings­, para­ og hópverkefni. Nemendur kynntu verkefni sín munnlega í<br />

bekknum og skiluðu skriflegum verkefnum. Lesin var ein skáldsaga og sex smásögur og<br />

skrifleg verkefni unnin. Einnig horfðu nemendur á tvær kvikmyndir, þar af var önnur að eigin<br />

vali sem og danska fréttaþætti og unnu skrifleg verkefni þeim tengdum. Nemendur bekkjarins<br />

tóku þátt í stóru samnorrænu verkefni sem fjallaði um orkumál á Norðurlöndum og lauk því<br />

með ráðstefnu átta skóla frá öllum Norðurlöndunum í Verzlunarskóla Íslands.<br />

Kennslugögn: 30 bls. úr Litteratur Håndbogen–Gyldendal um nútímabókmenntir,<br />

Kønsroller–ljósritaður hluti BA ritgerðar eftir Ágústu Ásgeirsdóttur, ýmis konar ljósritað<br />

ítarefni, Netið, tvær kvikmyndir, o.fl.<br />

Eðlisfræði<br />

V. bekkur, stærðfræðideild:<br />

Hreyfilýsing í einni vídd, lögmál Newtons, vinna, orka og afl.<br />

Þrýstingur, vökvar og flæði.<br />

Varmi, hiti, fasaskipti, varmaflutningur.<br />

Rafmagn. Rafhleðsla, lögmál Coulombs, rafsvið og spenna, straumur, viðnám, lögmál<br />

Ohms, einfaldar straumrásir, lögmál Kirchhoffs og fjölmöskvarásir. Eðlisviðnám,<br />

orkuflutningur og orkutap.<br />

Bylgjufræði, endurkast og brot, samliðun, staðbylgjur, hljóð og hljóðfæri, skystyrkur,<br />

Dopplerhrif. Linsur og ljósgeislafræði, samsett linsukerfi. Gerð var útitilraun með samliðun<br />

hljóðbylgna á Geirsnefi með góðum árangri.<br />

Kennslugögn: University Physics eftir Harris Benson, ásamt samtíning kennara.<br />

VI. bekkur, stærðfræðideild:<br />

Skriðþungi og varðveisla hans, árekstrar í tveimur víddum, fjaðrandi og ófjaðrandi<br />

árekstrar.<br />

Hringhreyfing, miðsóknarkraftur, hornhraði.<br />

Þyngdarlögmál Newtons, stöðuorka í þyngdarsviði, lausnarhraði, brautarhreyfing og<br />

Hohmann­brautir.<br />

Vægi og hverfitregða, snúningur stjarfhluta, snúningsorka, regla Steiners, hverfitregða,<br />

hverfiþungi og varðveisla hans.<br />

Segulsvið, Lorentzkraftur, segulsvið um vír og lögmál Biot–Savart, span.<br />

Takmarkaða afstæðiskenningin. Lorentzummyndanir; tími, lengd og massi hluta á<br />

afstæðilegum hraða, orka og skriðþungi í afstæðiskenningunni.<br />

Geislavirkni, helmingunartími, kjarnaummyndanir.<br />

Frumatriði skammtafræði, Bohr­líkanið, ljósraflos, regla de Broglie, óvissulögmálið.<br />

Bylgjujöfnur og smug.<br />

Kennslugögn: University Physics eftir Harris Benson, ásamt samtíning kennara.<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!