25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

mállýskumun myndast á þremur árum milli stigahúsa í dönsku fjölbýlishúsi en urðu<br />

hér á þúsund árum. Tilgreinið helstu þjóðfélagshætti sem hömluðu myndun<br />

mállýskna hér á landi.<br />

7.–11. Hvernig löguðu Vestur­Íslendingar íslenskuna að umhverfi sínu og hvers vegna laut<br />

hún í lægra haldi fyrir enskunni?<br />

12.–17. Þrír ungir drengir hafa tekið sér frí frá því að lesa undir stúdentspróf og slaka á í<br />

heita pottinum. Þeir ræða saman um það merkilegasta úr námi vetrarins og fyrr en<br />

varir berst talið að málsögu. Þeir telja sig miklar mannvitsbrekkur og tala fjálglega<br />

um eitt og annað. Þeir láta gamminn geisa, grunlausir um að nemandi úr Verzló situr<br />

einnig í pottinum og heyrir hvað þeim fer á milli. Verzlingurinn er fljótur að átta sig<br />

á að þekking þessara drengja ristir ekki djúpt. Grípum niður í samtal þeirra:<br />

Fyrsti: „Þegar ég flyt að heiman ætla ég að fá mér hamstra og nefna þá norrænum nöfnum<br />

eins og Björn, Stein, Brján eða Arnljót.“<br />

Annar: „Ha, er það virkilegt? Mér finnast dýrlinganöfnin miklu flottari, t.d. Georg, Barbara<br />

og Anna. Annars var ég að lesa mjög áhugaverða grein um Star–trek í morgun og þá<br />

sá ég ansi mörg orð sem þýdd eru beint úr ensku, t.d. kalda stríðið, tölva,<br />

snjóstormur og geimskip. Það er alveg meiriháttar gaman að pæla í þessu.“<br />

Þriðji: „Síðan eru önnur sem maður heldur að séu ný en eru í reynd ævaforn en merktu þá<br />

bara eitthvað annað, t.d. sími og þulur. Einhverra hluta vegna finnst mér<br />

bægslagangur alltaf skemmtilegt orð. Þið eruð nokkuð snjallir en samt ekkert á við<br />

fyrsta málfræðinginn. Ef hans hefði ekki notið við er alls óvíst að málið hefði þróast<br />

eins og það gerði því hann lagaði stafrófið okkar eftir gríska stafrófinu. Það var<br />

mikið lán.“<br />

Nú er Verzlingnum nóg boðið og hann yfirgefur pottinn. Hann hefur fundið eina<br />

meinlega villu hjá hverjum drengjanna. Finnið þessar villur og takið fram í hverju<br />

þær eru fólgnar.<br />

18. – 21. Skýrið skyldleika eftirtalinna orða með því að nefna hljóðbreytingarnar:<br />

börur – berjast – óbærilegur<br />

22. – 25. Hverjar eru helstu heimildir um íslensku á árunum 1050 – 1550?<br />

Eddukvæði og Snorra Edda (50%)<br />

26. – 33. Ritið stutta kynningu á eftirfarandi atriðum úr Snorra­Eddu:<br />

Gleipnir<br />

Gangleri<br />

Gimlé<br />

Draupnir<br />

Sæhrímnir<br />

Skaði<br />

Þökk<br />

Vartari<br />

Völuspá<br />

34. – 49. Geyr nú Garmur mjög<br />

fyr Gnipahelli,<br />

festur mun slitna,<br />

en freki renna.<br />

Fjöld veit hún fræða,<br />

fram sé eg lengra,<br />

162

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!