25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

einnig var leitað upplýsinga á Netinu. Í rituðu máli voru nemendur látnir skrifa verkefni úr<br />

léttum skáldsögum, blaðagreinum, bíómyndum og svo framvegis. Nemendur voru látnir<br />

semja og flytja stuttan fyrirlestur á spænsku, þar sem efnistakan var úr námsefni annarinnar.<br />

Kenndar voru fjórar kennslustundir í viku og stúdentspróf var munnlegt og skriflegt.<br />

Kennslugögn: Español sin fronteras 1I, lesbók og vinnubók, geisladiskar, myndbönd og<br />

tölvudiskar.<br />

Stjórnmálafræði<br />

VI. bekkur, val:<br />

Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og viðfangsefni stjórnmálafræðinnar og efla<br />

þekkingu þeirra á stjórnmálum, innlendum sem erlendum. Að gera nemendur hæfari til að<br />

leggja sjálfstætt mat á stefnur og stjórnmálaathafnir og til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.<br />

Inngangur:<br />

o kynning á stjórnmálafræði<br />

o mikilvæg hugtök<br />

o saga stjórnmálafræðinnar<br />

o átakakenningar<br />

o kenningar um lýðræði og vald<br />

Alþjóðastjórnmál I: Bandaríkin:<br />

o stjórnskipan og kosningar<br />

o forsetar Bandaríkjanna frá síðari heimsstyrjöld<br />

o endalok kalda stríðsins og átök á síðustu árum og áratugum<br />

Stjórnmálahugmyndir:<br />

o kynning á stjórnmálaheimspeki<br />

o helstu stjórnmálastefnur<br />

Íslensk stjórnmál:<br />

o stjórnarskráin og stjórnkerfið<br />

o Alþingi<br />

o flokkar og hagsmunasamtök<br />

Alþjóðastjórnmál II: Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindi<br />

o stofnun og hugmyndafræði Sameinuðu þjóðanna<br />

o mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna<br />

o mannréttindabarátta á síðustu árum og áratugum<br />

o Amnesty International og staða mannréttinda í dag<br />

Námslýsing: Farið var yfir ofangreint efni með fyrirlestrum kennara, umræðum og<br />

verkefnavinnu nemenda. Myndbandaefni var töluvert notað, bæði í tengslum við<br />

alþjóðastjórnmál og stjórnmál á Íslandi. Þá var Alþingi heimsótt þegar kom að umfjöllun<br />

um það. Loks kynntu fulltrúar stjórnmálaflokka og áhugahópa um stjórnmál stefnumið<br />

sín eins og venja hefur verið í þessari grein; í ár voru nýir, ungir þingmenn áberandi í því<br />

hlutverki.<br />

Kennslugögn: Magnús Gíslason: Stjórnmálafræði fyrir framhaldsskóla. Rvík. 1994.<br />

Lesefni um Alþingi og störf þess. Saga stjórnmálafræðinnar og önnur gögn frá kennara.<br />

Stjórnun<br />

VI. bekkur, viðskiptadeild:<br />

Markmið: Að nemendur kunni grunnhugtök og kenningar í stjórnun og að beita hugtökunum<br />

í mæltu og rituðu máli.<br />

Námslýsing: Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Útskýrt er hvernig þjóðfélagsbreytingar<br />

hafa gert það að verkum að menn leggja nú meiri áherslu á stjórnun en áður.<br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!