25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Slit lærdómsdeildar VÍ 2005<br />

Formaður Verslunarráðs Íslands, formaður skólanefndar, kennarar, stúdentsefni og aðrir góðir<br />

gestir !<br />

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðarstundar þegar Verzlunarskóla Íslands<br />

verður slitið að loknu 100. starfsári sínu við brautskráningu stúdenta. Að þessu sinni ber svo við<br />

að við erum að slíta skólanum í eitt hundraðasta sinn sem er merkur áfangi í sögu skóla og<br />

tilefni út af fyrir sig til mikils fagnaðar. Þar til viðbótar kemur að þessi skólaslit eru væntanlega<br />

síðasta embættisverk núverandi skólastjóra sem lætur senn af störfum og er þar komið tilefni til<br />

enn meiri fagnaðar. Það verða því ekki aðeins stúdentar sem fagna í dag. Á þessum miklu tímamótum<br />

fer vel á því að leggja áherslu á þá staðreynd, að Verzlunarskólinn er síung stofnun, með<br />

því að endurnýja á hundrað ára afmælisári bæði stúdentahópinn og skólastjóra sinn. Í janúar árið<br />

1972 var ég ráðinn framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Eitt af því fyrsta sem formaður<br />

ráðsins sagði við mig, var, að embættinu fylgdi það starf að vera ritari skólanefndar Verzlunarskólans.<br />

Forveri minn í starfi hefði haft þann sið að rölta þangað, helst vikulega, og drekka kaffi<br />

með skólastjóranum og það skyldi ég líka gera. Ég hefði betur fylgt því ráði.<br />

Þegar að því kom að ráða nýjan skólastjóra, sjö árum síðar, stóð svo á að ég hafði tilkynnt<br />

þáverandi formanni Verslunarráðs, að ég hygðist láta af störfum, og væri að líta í kringum mig.<br />

Þá hafði ég ekki einu sinni hugleitt að líta í átt til Verzlunarskólans. Mér voru aðstæður skólans<br />

hins vegar vel kunnar vegna starfa minna fyrir skólanefnd. Ef til vill hefur það átt einhvern þátt í<br />

að ég sótti um starfið að ég var með hálfgert samviskubit yfir að hafa ekki gefið skólanum þann<br />

tíma sem nauðsynlegt hefði verði ef tryggja átti framtíð hans.<br />

Ég var ráðinn skólastjóri Verzlunarskólans þann 1. júní 1979 og var í fyrstu aðeins ráðinn til<br />

fimm ára. Þegar fram liðu stundir var ráðningatíminn framlengdur og nú eru liðin 26 ár.<br />

Staða Verzlunarskólans fyrir 26 árum var afar misjöfn eftir því á hvað var litið. Markaðslega,<br />

eins og sagt er, stóð hann sterkt. Hann var eftirsóttur og verslunarprófið naut mikils álits meðal<br />

vinnuveitenda og stúdentahópurinn, sem var að vísu lítill hluti nemendahópsins, stóð sig vel í<br />

Háskóla Íslands.<br />

Vinnuaðstaða nemenda og kennara var engin en taflan og krítin dugðu vel. Kennslustofur voru<br />

margar lélegar og það sem gert var utan kennslustunda var unnið heima. Húsnæðið var að hálfu<br />

ónýtt og allt tvísetið. Fjárhagur afar veikburða og raunar var ein ferð mín á fund fjármálaráðherra,<br />

í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs, farin til þess að óska eftir fjárhagsaðstoð<br />

svo hægt yrði að greiða kennurum laun.<br />

Ég man enn hve sterk staða verslunarprófsins kom mér á óvart þegar ég tók við skólastjórn.<br />

Forstjórar voru stöðugt að hringja og biðja um að þeim yrði sendur góður starfsmaður eftir<br />

næstu útskrift. Auglýsingar eftir starfsfólki héngu þá á öllum tilkynningartöflum skólans við<br />

hver skólaslit. Það fór ekki á milli mála að skólinn hafði á liðnum árum raunverulega verið að<br />

þjóna atvinnulífinu.<br />

Á sama tíma blasti einnig við sú staðreynd að nemendur vildu í raun fæstir hætta námi og fara<br />

að vinna. Við bak nemenda studdi það almenna þjóðfélagsviðhorf að nemendur ættu að fá<br />

tækifæri til að taka stúdentspróf og halda áfram námi í háskóla ef þeir hefðu til þess hæfileika.<br />

Með því væri ekki einungis verið að koma til móts við óskir nemendanna heldur einnig þarfir<br />

þjóðfélagsins sem hefði þörf fyrir aukna menntun ungs fólks.<br />

Fyrir 26 árum blasti því sú staðreynd við, að ef Verzlunarskólinn ætti að starfa áfram, þá gæti<br />

það ekki orðið á þeim stað þar sem hann var, og ekki heldur á grundvelli verslunarprófs skólans.<br />

Verzlunarskóli Íslands var stofnaður af kaupsýslumönnum árið 1905 sem einkaskóli. Verslunarmannafélag<br />

Reykjavíkur og Kaupmannafélag Reykjavíkur stóðu að stofnun hans og settu hon­<br />

265

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!