25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Slit verslunardeildar V.Í. 2005<br />

Kennarar, nemendur og aðrir góðir gestir!<br />

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðarstundar þegar verslunardeild<br />

Verzlunarskóla Íslands verður slitið að loknu 100. starfsári sínu.<br />

4. bekkur.<br />

Alls gengu 272 nemendur undir verslunarpróf og hafa nú 209 lokið prófum með fullnægjandi<br />

árangri og verða færðir upp í 5. bekk. Það er 19 nemendum fleira en á sama tíma í fyrra. 33<br />

nemendur eiga eftir að ljúka prófum eða þurfa að endurtaka próf og 30 hafa nú þegar fallið<br />

endanlega.<br />

Þegar núverandi fjórðu bekkingar hófu skólagöngu sína hér fyrir tveimur árum, voru fleiri<br />

nemendur innritaðir í 3. bekk en nokkurn tíma áður. Það blasir nú við að þessi aukni fjöldi<br />

innritaðra nemenda færir okkur ekki fleiri nemendur með verslunarpróf. Aukningin virðist öll<br />

hafa fallið. Til þess að<br />

5. bekkur næsta vetrar geti orðið álíka stór og verið hefur síðustu ár þurfa allir þeir 29 nemendur<br />

sem eiga endurtökurétt að mæta hér í próf og sýna meiri kunnáttu en þeir hafa gert fram til<br />

þessa.<br />

Árangur ykkar sem náðuð prófum er þó góður sem sést vel á því að átta ykkar fá yfir 9,0 í<br />

aðaleinkunn eða I. ágætiseinkunn eins og það heitir. Skólastjóri verður þó að vekja athygli<br />

nokkurs hóps nemenda þessa árgangs á því, að ef metnaður þeirra eykst ekki, þá munu þeir<br />

eyðileggja stúdentsprófið sitt. Árangur í skóla er fyrst og fremst spurning um metnað og vilja<br />

nemenda. Þið sem kastið metnaðinum frá ykkur eruð að skemma framtíð ykkar sjálfra.<br />

Ágætu fjórðubekkingar!<br />

Tveggja vetra námsefni er nú að baki og að minnsta kosti jafn langur námstími. Hingað komuð<br />

þið ung og kappsfull með lífsfjör og sjálfstraust þess sem sigraði grunnskólann með glæsibrag.<br />

Hér hafið þið dvalið við nám, leik og vinnu, en nú sláum við striki undir þann feril og gerum<br />

hann upp. Hvað hefur unnist og hvað hefur tapast? Allt skal dregið fram og til haga haldið. Það<br />

er með lífshlaup ykkar líkt og rekstur fyrirtækja. Þar verður að byggja framtíð á fortíð og af<br />

þekkingu. Þið eruð að byggja ykkur sjálf upp og þess vegna er sjálfsþekking það sem þið, öðru<br />

fremur, þurfið á að halda. Þess vegna knýr skólinn ykkur áfram og leggur fyrir erfið próf. Ekki<br />

til þess að koma ykkur undir mælistiku einkunna, heldur til þess að kenna ykkur að þekkja eigin<br />

afl og takmörk. Öll stjórnun byggist á því að greina á milli styrkleika og veikleika. Allt bæði<br />

menn og málefni og það sem mennirnir aðhafast á sér sterka og veika þætti sem greina þarf í<br />

millum.<br />

Þið, kæru nemendur, eruð nú á þeim aldri þegar ábyrgðin á eigin málum á að færast af öðrum<br />

yfir á ykkur sjálf. Þið verðið í vaxandi mæli að taka ákvarðanir sjálf og bera ábyrgð á<br />

afleiðingum. Foreldrar og skóli munu á næstu árum draga sig í hlé. Það þýðir þó ekki að þið<br />

getið ekki lengi enn fengið aðstoð og leiðbeiningar og því síður þýðir það að hætt verði að gera<br />

kröfur til ykkar, þvert á móti er líklegt að þær aukist. Ákvarðanir eru lykilatriði í lífi sérhvers<br />

manns. Ég bið ykkur því að hugleiða með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar og hverjar<br />

afleiðingar þeirra eru. En hvað viljið þið verða og hvernig getur Verzlunarskóli Íslands hjálpað<br />

ykkur?<br />

Skólinn getur hjálpað ykkur að öðlast það sem þið stefnið að og hefur leitast við að gera svo á<br />

liðnum árum. Hér hafa hæfileikar ykkar verið hvattir og slípaðir. Hér hefur þekking ykkar á<br />

umhverfi og eðli aukist dag frá degi. Hér hafið þið orðið fyrir margvíslegu áreiti bæði<br />

ánægjulegu og óþægilegu. Hér hafa verið lögð fyrir ykkur próf og þrautir sem þið hafið öll<br />

glímt við og stundum leyst en stundum ekki. Þannig hafið þið lært að þekkja takmörk ykkar,<br />

veikleika og styrkleika. Þannig öðlist þið þá sjálfsþekkingu sem ykkur er nauðsynleg til þess að<br />

97

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!