25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

arnarétti og farið yfir helstu reglur um erfðir, s.s. um skyldu­ og bréferfðir, rétt til setu í<br />

óskiptu búi o.s.frv.<br />

Kennslugögn: Lögfræði og lífsleikni fyrir framhaldsskóla eftir Þuríði Jónsdóttur. Fyrir þá<br />

sem eru í alþjóðalögfræði er lesheftið Alþjóðalögfræði eftir Sveinbjörgu Birnu<br />

Sveinbjörnsdóttur og Þuríði Jónsdóttur.<br />

Málefni líðandi stundar<br />

VI. bekkur, val:<br />

Markmið: Að nemendur fái tækifæri til að taka þátt í að móta viðfangsefni námsins/námskeiðsins.<br />

Að nemendur tengi saman ólíkar námsgreinar og (þekkingarsvið), geti<br />

unnið sjálfstætt og saman í hóp. Að nemendur beri ábyrgð á sinni vinnu og nýti sér<br />

upplýsingatækni meðal annars.<br />

Kennslugögn: Engin eiginleg kennslugögn eru notuð en kennarar aðstoða nemendur við<br />

efnis­ og gagnaöflun í tengslum við einstök verkefni.<br />

Margmiðlun<br />

V. bekkur, tölvu­ og upplýsingatæknideild:<br />

Námslýsing: Kennd er hönnun og uppbygging vefsíðna. Farið er yfir grunnatriði vefsíðukóða,<br />

innsetningu tengla, mynda og notkun taflna. Kennd er notkun ýmissa hjálparforrita í<br />

vefsíðugerð. Farið er í mikilvægi góðrar hönnunar og verkskipulags. Kennd er myndvinnsla í<br />

tölvum. Lögð er áhersla á að nemendur geti unnið myndir á viðeigandi gagnasnið miðað við<br />

notkun, kunni að meðhöndla myndir, breyta þeim og setja saman, ásamt því að þeir þekki<br />

helstu myndastaðla sem notaðir eru í dag.<br />

Einnig verða önnur vefmál kynnt og reynd, s.s. PHP3 og ASP. Kennt verður að búa til<br />

einfaldar Flash myndir til að setja á vefinn.<br />

Kennslugögn: Námsefni eftir kennara.<br />

Markaðsfræði<br />

V. bekkur, alþjóða­ og viðskiptadeild:<br />

Markmið: Að nemendur læri undirstöðuatriði við stjórnun og skipulagningu markaðsaðgerða.<br />

Námslýsing: Í kennslunni er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og<br />

fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega<br />

er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi, afstöðu fyrirtækja til markaðarins,<br />

rekstrar­ og samkeppnisumhverfi, markaðshlutun, val markhópa, staðfærslu, vöruþróun,<br />

líftíma vöru, vöruhugtakið, verðlagningu, kynningarmál, Netið og markaðsmál, ímynd<br />

fyrirtækja og markaðsáætlanir. Farið er yfir grundvallaratriði markaðsrannsókna og gerð<br />

skoðanakannana kynnt.<br />

Lokaverkefni á Viðskiptabraut er gerð skoðanakönnunar. Nemendur þurfa sjálfir að finna<br />

samstarfsfyrirtæki og gera við það sérstakan samstarfssamning sem kveður nánar á um<br />

framkvæmd könnunarinnar.<br />

Lokaverkefni á Alþjóðabraut er markaðsgreining á erlendum markaði og gerð markaðsáætlunar.<br />

Nemendur þurfa sjálfir að finna samstarfsfyrirtæki og ákveða í samstarfi við það þá<br />

vöru sem kanna á markað fyrir.<br />

Nemendur vinna verkefnin undir handleiðslu kennara en bera að öðru leyti ábyrgð á<br />

framvindu þeirra gagnvart samstarfsfyrirtækjum. Verkefnum er skilað til kennara og<br />

samstarfsfyrirtækja í skýrsluformi í lok annarinnar auk þess skulu þau flutt í formi<br />

fyrirlestrar.<br />

37

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!