25.11.2014 Views

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

Skólaskýrsla 2004 - Verzlunarskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

skólalóðinni. Það er ábyrgðarhluti að teppa aðkomu sjúkrabíla með því að leggja þvert fyrir<br />

dyr og gangbrautir og sú lagaskylda hvílir á stjórnendum skólans að sjá til þess að það sé ekki<br />

gert. Við skulum leggja áherslu á að sýna nágrönnum okkar kurteisi og tillitssemi. Ekki<br />

leggja í þeirra stæði og alls ekki dreifa rusli á lóðir þeirra og þá að sjálfsögðu ekki heldur<br />

okkar eigin lóð. Reykingar eru bannaðar á skólalóðinni. Ég vil benda nemendum á að þægilegast<br />

er fyrir þá að hætta alveg að reykja. Það er ekki erfiðara fyrir ykkur en það var á sínum<br />

tíma fyrir kennara ykkar og skólastjóra. Sú breyting er nú gerð að skólinn hefst kl. 8:10 á<br />

morgnana. Það er gert til þess að ljúka megi kennslu fyrir kl. 4 á daginn. Þá hefur nú verið<br />

tekinn upp matartími fyrir nemendur enda hafa þeir lagt vaxandi áherslu á að fá heitan mat í<br />

hádeginu og nú verður boðið upp á slíkt í fyrsta sinn. Þegar fyrsta kennslustund hefst eiga<br />

nemendur að vera sestir við borð sitt. Ég hvet 3. bekkinga til þess að taka virkan þátt í félagslífi<br />

skólans. Það er mikilvægt að ungt fólk taki þátt í skapandi starfi, og ég minni eldri nemendur,<br />

sem félagslífinu stjórna, jafnframt á þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeim ber að sýna<br />

gott fordæmi í námi og stjórna félagslífinu með hagsmuni annarra nemenda í huga. Bókasafn,<br />

tölvustofur og aðra námsaðstöðu í skólanum er reynt að hafa opna eftir þörfum. Til þess<br />

að það sé hægt þurfa nemendur að leggja sitt af mörkum við eftirlit með umferð og umgengni<br />

svo sem verið hefur.<br />

Skólagjöld hafa verið ákveðin kr. 63.000­ fyrir veturinn og eiga þau að vera greidd. Ég vek<br />

athygli á því að til er Nemendasjóður sem greiðir skólagjöld þeirra nemenda sem geta ekki<br />

kostað nám sitt sjálfir. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast skriflega á sérstökum<br />

eyðublöðum, sem fást hjá Klöru Hjálmtýsdóttur, námsráðgjafa. Mikilvægt er að nemendur<br />

kynni sér allar skólareglur vel. Auðvelt er að finna þær á Netinu og umsjónarkennarar veita<br />

upplýsingar eftir því sem þörf er á. Til þess að komast inn á skólanetið þurfa nemendur<br />

aðgangsheimild og lykilorð sem verða afhent í fyrsta tölvutíma eða á skrifstofu skólans. Eldri<br />

nemendur geta notað sama lykilorð og þeir höfðu í fyrravetur. Umsjónarkennarar munu leysa<br />

úr vandamálum þessu tengdu ef upp koma. Við sem störfum hjá Verzlunarskóla Íslands lítum<br />

á það sem hlutverk okkar að láta ykkur nemendum í té alla þá aðstoð og aðstöðu til náms sem<br />

í okkar valdi stendur. Við gerum hins vegar ekki hið ómögulega frekar en aðrir og það er<br />

ómögulegt að kenna þeim sem ekki læra sjálfir .<br />

Kennsla hefst á morgun samkvæmt stundaskrá.<br />

Ágætu nemendur!<br />

Að stunda nám við Verzlunarskóla Íslands er eins og að keppa í stangarstökki á Ólympíuleikunum.<br />

Það eiga allir að komast yfir byrjunarhæðina en keppendur þurfa samt að gæta sín.<br />

Mikilvægt er að þið kynnið ykkur vel allar aðstæður fyrirfram því þið þurfið strax að finna<br />

hinn rétta takt, annars er hætta á að þið fellið rána. Og ef hún fellur of oft þá fallið þið úr<br />

keppni.<br />

Ekki komast allir í úrslitakeppnina en þó er hægt að lofa því að þau ykkar sem stundið<br />

æfingarnar vel og fylgið ráðum þjálfara ykkar munu öll taka þátt í úrslitakeppni stúdentsprófsins.<br />

Þegar þið fljúgið yfir rána í þeirri keppni þá munu kveða við fagnaðaróp og<br />

klöpp áhorfenda og þjálfara ykkar og mótshaldarinn mun finna til stolts yfir að hafa skipulagt<br />

svo glæsilegt mót.<br />

Þið skuluð nú læra tökin á stönginni, æfa tilhlaupið og finna hið rétta jafnvægi meðan þið<br />

svífið yfir slána með snöggu lokaátaki þar sem ítrustu krafta er neytt. Gætið þess að meiða<br />

ykkur ekki þegar þið fallið niður í gryfjuna. Þið þurfið á því að halda að vera heil og óbrotin.<br />

Munið vel að ef þið fellið þá fáið þið aðeins fá önnur tækifæri til að komast yfir. Þannig eru<br />

leikreglur hér og á Ólympíuleikunum.<br />

Góðir áheyrendur!<br />

Nú er þessari setningu að verða lokið aðeins er eftir að segja ykkur hvað tekur við.<br />

22

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!