29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ÍS-204:032 Kálgarðsflöt gerði kálgarður 6552.355N 2232.984V<br />

Um 80 m vestur af bæjarhól 001 er hlaðinn kálgarður. Hans er getið í<br />

örnefnaskrá frá 1989: „Hólhúsflöt [011] þar voru gamlar húsatóttir en<br />

búið að slétta þar. Kálgarðsflöt og garður, ofan við flötina er lítill<br />

blettur Mjallhvít...“.<br />

Kálgarðurinn er á litlum hól norðan við Hólhúsflöt 011. Í kringum<br />

garðinn er smáþýft tún, blautt að norðan og vestan.<br />

Garðurinn er hlaðinn úr grjóti og virðast leifar eldri garðs vera<br />

norðan við hann. Sameiginleg lengd og breidd garðanna tveggja er<br />

um 23x13 m. Yngri og greinilegri kálgarðurinn er 15x13 m stór og<br />

snýr norðnorðaustur-suðsuðvestur. Op er á honum til austsuðausturs.<br />

Grjóthleðslan í garðinum er um 1 m breið til norðurs, austurs og<br />

suðurs. Til vesturs er landslagið lægra en garðurinn og er yfirborð<br />

garðsins þar um 1,2 m hærra en túnið vestan við. Þar hefur því verið<br />

hlaðinn veggur úr grjóti (1,2 m hár), frá túni og upp að kálgarðsbrún,<br />

sem garðurinn endar ofan á. Kálgarðurinn sjálfur er mest um 1m hár<br />

yfir jafnsléttu séð austan frá, en yfirleitt mun lægri. Eldri garðurinn er<br />

norðan<br />

við<br />

þann<br />

yngri,<br />

áfastur<br />

honum<br />

á<br />

ÍS-204:032<br />

norðurhleðslu.<br />

Hann er um 10 m breiður, norðan við<br />

sameiginlega hleðslu garðanna, og hann liggur um<br />

8 m frá henni. Ekki sést greinleg grjóthleðsla í<br />

kringum þennan garð en líklega hefur þó verið<br />

hlaðið í kringum hann, svipað og vesturhleðslur í<br />

hinum garðinum. Kantar gamla garðsins, sem að<br />

hluta eru hlaðnir úr grjóti, eru mest um 1 m á hæð.<br />

Báðir eru garðarnir í miklum halla, sá yngri til<br />

vestur og sá eldri sérstaklega til norðvesturs.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar); Ö- Vatnsfjarðarsel (1989), 3.<br />

ÍS-204:032 – Yngri kálgarðurinn, sá eldri hinum megin á<br />

hólnum, horft í norður.<br />

ÍS-204:033 heimild um kálgarð 6552.358N 2232.856V<br />

Fast aftan (austan) við bæjarhúsin á bæjarhól 001 var kálgarður samkvæmt túnakorti.<br />

Svæðið er smáþýft og gróið grænu grasi, í halla.<br />

Ekkert sést móta fyrir garðinum lengur. Túnakort var nær örugglega teiknað fyrir uppbyggingu bæjarins (1929)<br />

og getur því verið að hann hafi verið aflagður við þær framkvæmdir.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-204:034 heimild um kálgarð<br />

Á túnakorti er merktur kálgarður utan túns, um 80 m suðsuðaustan bæjarhóls. Ekki er öruggt að kálgarðar sem<br />

merktir eru inn á túnakort á þessu landsvæði (sbr. villu í Sveinhúsum, 206-021 og 032) séu rétt staðsettir og því<br />

var ekki hægt að staðsetja kálgarðinn nákvæmlega fyrst engin merki eru um hann í dag<br />

Svæðið einkennist af holtum, grónum lyngi og öðrum holtagróðri, utan túns, og er það mjög óslétt.<br />

Kálgarðurinn fannst ekki. Ef marka má fjarlægðir á túnakorti þá er hann horfinn. Kálgarðurinn gæti jafnvel hafa<br />

verið innan túns eins og það er nú. Hann hefur líklegast gróið upp eftir notkun eða sléttað verið úr honum.<br />

Gengið var um svæðið ofan túns þar sem garðurinn á að hafa verið samkvæmt túnakortinu en engar leifar<br />

kálgarðsins fundust.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

231

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!