29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Grösugur en þýfðir tangi. Rústin er svo til ferhyrnd og er inngangur austan megin. Veggir vestan megin eru<br />

nokkurn veginn horfnir“. Umrædd tóft er um 315 m norðaustur af bæjarhól 001 og um 55 m norðvestur af<br />

fjárhústóft 043. Tóftin er á Barðaeyri (Barðasjó), á<br />

henni miðri, vestarlega (þ.e. nálægt veginum).<br />

Tóftin er á Barðaeyri, eyri sem er norðnorðvestan við<br />

Bæjarvík. Tóftin er ofarlega (vestarlega) á eyrinni og<br />

er þar slétt, en smáþýft, og grasigróið. Rétt vestan við<br />

tóftina er rof sem komið hefur þegar vegurinn yfir<br />

Vatnsfjarðarnes var lagður, en hann er skammt undan.<br />

Rofið virðist ekki hafa blásið mikið upp á síðkastið en<br />

gæti stofnað tóftinni í hættu ef það tæki sig upp.<br />

Tóftin snýr austur-vestur og er utanmál hennar um<br />

7x4,5 m.<br />

Tóftin virðist<br />

opin í báða<br />

enda, austur<br />

að sjó annars<br />

ÍS-205:008 – Uppsáturstóft á Barðaeyri, horft í vestur.<br />

vegar og<br />

vestur að landi hins vegar. Lítill veggur er inni í tóftinni, um 2 m<br />

vestan við vesturenda og liggur hann frá suðurvegg. Tóftin er vel gróin<br />

grasi og sjást einungis tveir steinar innan í henni, ekki í veggjum,<br />

þannig að líkegt er að hún sé hlaðin úr torfi eða torfi og grjóti sem<br />

gróið er þá yfir. Veggir tóftarinnar eru mest um 1 m háir mælt utanfrá<br />

og veggjabreidd er mest um 1,5 m en yfirleitt um 1m. Tekinn var<br />

ÍS-205:008<br />

prufuskurður í tóftina sumarið <strong>2010</strong>.<br />

Hættumat: hætta, vegna rofs<br />

Heimildir:RE, 10; Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 3.<br />

ÍS-205:009 Björnsnaust heimild um naust<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Efst og innst á eyrinni [Barðaeyri] heita Björnsnaust. Þar eru tvær<br />

tóttir mjög lágkúrulegar og samanfallnar, en þó líkar því sem þar hafi skipahróf verið, enda segja munnmæli að<br />

þetta séu naust Björns Einarssonar, Jórsalafara. Hin meiri tóttin er um 21 m á lengd og 5 m á breidd en hin<br />

minni, sem er við hlið hinnar, er um 13 m á lengd og jafn breið hinni stærri“. Í Á æskuslóðum við Djúp segir:<br />

„...naustir Björns Jórsalafara [...] voru eiðilagðar þegar þjóðvegur var lagður neðan við túngarðinn [032], út<br />

sjávargrundirnar og yfir Vatnfsjarðarnesið innn í Mjóafjörð“. Barðaeyri er um 290 m norðaustur af bæjarhól<br />

001. Ekki er hægt að staðsetja naustin með nokkurri nákvæmni þar sem landslagið á svæðinu hefur að öllum<br />

breyst mikið við lagningu vegarins og því erfitt að nota lýsingu eins og „efst og innst á eyrinni“ sem viðmiðun.<br />

Barðaeyrin er slétt og grasi vaxin. Innst á henni hefur verið lagður vegur, á milli fjöru og túns.<br />

Ekki sést til fornleifa enda eru þær horfnar eins og sést á einni heimildinni hér að ofan. Þrjár fornleifar voru<br />

skráðar á eyrinni, uppsátur 008, fjárhús 043 og garðlag 042, og engar aðrar minjar voru sýnilegar.<br />

Hættumat: stórhætta, vegna framkvæmda<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 3; Tryggvi Þorsteinsson, 2006, bls. 35.<br />

ÍS-205:010 heimild um kálgarð 6556.337N 2229.854V<br />

Kálgarður er merktur inn á túnakort frá því um 1920, við túngarð 032, um 130 m suðsuðvestur af bæjarhól 001,<br />

um 40 m suðaustan við fjárhús 031 (Geithús).<br />

Þar sem kálgarðurinn var er nú sléttað tún.<br />

Kálgarðurinn er algerlega horfinn vegna sléttunar og engin ummerki sjást eftir hann.<br />

Hættumat: hætta, vegna ábúðar<br />

Heimildir:Túnakort (án ártals).<br />

242

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!