29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÍS-205:072 varða óþekkt 6557.770N 2230.332V<br />

Há varða er um 390 m norðaustur af vörðu 071 og um 2,5 km norður ar<br />

bæjarhól 001.<br />

Varðan er á holti rétt ofan (norðvestan) við klettabelti sem nær niður á<br />

láglendi. Holtið er mjög grýtt en gróið lyngi og mosa inn á milli.<br />

Varðan er um 1x1 að stærð en er um 1,4 m há. Hún er mjög stæðileg og lítið<br />

hefur hrunið úr henni. Í um 1,1 m hæð er lítið gat í vörðunni miðri sem vísar<br />

norðnorðvestur-suðsuðaustur og sé kíkt í gegnum það til norðurs sést önnur<br />

stæðileg varða, 073, skammt frá. Ekki sést varða til suðurs og varðan virðist<br />

ekki tengjast vörðum 071 og 071 þar sem hún er allt öðruvísi að stærð og<br />

gerð. Varðan er hlaðin úr meðalstóru grjóti og er gróin fléttum. Hlutverk<br />

hennar er óljóst.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:072 – Varðan, horft í<br />

norðnorðvestur.<br />

ÍS-205:073 varða óþekkt 6557.823N 2230.445V<br />

Stæðileg varða er um 500 m norðnorðvestur af vörðu 072, og um 2,6<br />

km norður af bæjarhól 001.<br />

Varðan er á enda klettaholts sem gróið er lyngi og fléttum. Í kringum<br />

vörðuna grónara en í næsta nágrenni. Austan við vörðuna er bratt<br />

niður en aflíðandi á aðrar hliðar.<br />

Varðan er um 1,5x1 m stærð og um 1,3 m há. Hún snýr<br />

nokkurnvegin norðvestur-suðaustur. Varðan er mjög stæðileg en<br />

óvenjuleg í laginu, löng og mjó með flatar langhliðar. Hún er gróin<br />

fléttum og virðist eldri en varða 072. Undir henni er grasi gróið<br />

svæði þar sem nokkuð er um steina í grassverðinum. Möguleiki er<br />

því að varðan standi á eldri grunni en hlutverk hennar er óljóst.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

mynd, horft til norðausturs.<br />

ÍS-205:074 varða óþekkt 6557.911N 2230.476V<br />

Lítil varða er um 170 m norður af vörðu 073, um 2,8 km norður af<br />

bæjarhól 001.<br />

Varðan er yst (norðaustast) á klettaholti sem er lítt gróið, aðeins eru<br />

fléttur og mosi á stöku stað.<br />

Varðan er um 1x0,5 m stór og um 0,6 m á hæð. Hún er hlaðin úr<br />

litlum steinum. Við fyrstu sýn virðist varðan mjög nýleg en þegar<br />

betur er að gáð þá eru neðstu steinarnir í henni yfirgrónir af<br />

fléttum. Mögulegt er að hlaðið hafi verið ofan á neðstu steinana í<br />

seinni tíð og því sé varðan ung að hluta. Hlutverk vörðunnar er<br />

óljóst, sérstaklega í ljósi þess að hún gæti verið nokkuð ung,<br />

ÍS-205:074 – Varðan, horft til norðurs.<br />

ÍS-205:073 – Varðan, vegurinn fyrir<br />

Vatnsfjarðarnes í bakgrunni fyrir miðri<br />

allavega að hluta, og því að gerð hennar er svo ólík vörðum 073 og<br />

072 að líklegt er að hún tengist þeim ekki.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:075 varða óþekkt 6557.396N 2229.826V<br />

Hrunin varða er um 45 m suðsuðaustur af vörðu 067, um 1,8 km<br />

norður af bæjarhól 001, um 70 m vestan vegarins sem liggur yfir<br />

Vatnsfjarðarnes.<br />

Varðan er á klettaholti grónu mosa, grasi og lyngi.<br />

Varðan er hlaðin upp á stóran stein en er nú hrunin að mestu. Hún<br />

er um 1x1 m stór með stóra steininum að hluta. Varðan og steinninn<br />

erum samtals um 70 cm há og þar af nær hleðslan um 40 cm upp af<br />

steininum. Í vörðunni eru fjögur illa farin umför af hleðslu og er<br />

mikið hrun til suðsuðausturs frá henni. Hlutverk vörðunnar er óljóst.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:075 – Varðan, horft til suðurs.<br />

270

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!