29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

gæti verið eldra byggingarstig en aðrar tóftir á svæðinu. Ekkert er vitað um hlutverk tóftanna en mögulega gæti<br />

verið um stekk, kvíar eða einvherskonar mannvirki af því tagi að ræða.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:065 gata leið 6556.448N 2229.529V<br />

Leið liggur innan Vatnsfjarðarlands á milli Hóps (rétt norðan við núverandi<br />

brú yfir það) og að veginum fyrir neðan núverandi íbúðarhús í Vatnsfirði.<br />

Leiðin (frá suðaustri til norðvesturs) liggur yfir lyngivaxin holt og sléttar<br />

flatir niðri við sjó. Hún liggur framhjá nausti 052 og Gömlu réttinni 044,<br />

ofarlega á Hjallatanga, yfir malarkamb fyrir ofan fjöru og að veginum.<br />

Leiðin er líklegast hluti af leiðinni á milli Vatnsfjarðar og Reykjafjarðar.<br />

Leiðin er yfirleitt einföld og sæmilega djúp, líkt og vel greinileg kindagata.<br />

Hún greinist sumsstaðar, sérstaklega á og við Hjallatangann en er víðast<br />

aðeins einn slóði. Leiðin er um 950 m löng og er gatan mest um 30 cm<br />

breið og um 20 cm djúp.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:065 – Gatan,<br />

Vatnsfjarðarbærinn efst fyrir<br />

miðri mynd og Bólvík ofarlega<br />

til hægri, horft til norðvesturs.<br />

ÍS-205:066 varða óþekkt 6556.362N 2230.507V<br />

Hrunin varða er um 500 m vestur af bæjarhól 001 og um 280 m<br />

suðvestur af Grettsvörðu 012.<br />

Varðan er fremst á Leynihjalla (næsta ofan við Grettishjalla).<br />

Austan við hana er þverhnípt klettabelti og ofan (vestan) við<br />

hana er Leynihjalli. Hjallinn er grýttur en gróinn lyngi. Hann er<br />

grýttastur fremst, en á þess háttar svæði stendur varðan.<br />

Varðan er illa farin af hruni en hefur verið nokkuð stór. Hún er<br />

nú um 3 m á lengdina auk 1 m af grjóti (til norðurs) sem gæti<br />

verið hrun. Varðan nær yfir svæðið sem er um 2 m á breidd en<br />

við það bætist við um 1 m (að vestan) sem er líklega hrun úr<br />

henni. Hleðslurnar í vörðunni eru heillegastar að austan en það<br />

sjást um níu umför af hleðslu. Þeim megin er varðan um 1,7 m<br />

há. Varðan er gróin fléttum og virðist gömul. Hún minnir eilítið<br />

ÍS-205:066 – Varðan, horft til norðausturs.<br />

á Grettisvörðu 012 og er í línu við hana (suðvestur af Grettisvörðunni) og mögulegt að þær hafi verið hlaðnar á<br />

svipuðum tíma/í svipuðum tilgangi. Í vörðunni eru meðalstórir og stórir steinar, en einnig er eitthvað af smærri<br />

steinum.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:067 varða óþekkt 6557.393N 2229.885V<br />

Varða er um 1,8 km norður af bæjarhól 001, um 300 m suðsuðvestur<br />

af þúst 049, um 120 m vestan vegarins sem liggur yfir<br />

Vatnsfjarðarnes.<br />

Varðan er á klettaholti við mýri í línu við Sjóarhjalla, norðan við<br />

hann. Holtið er grýtt en gróið mosa, fléttum og lyngi.<br />

Varðan er um 1x0,8 m stór og um 1,2 m á hæð. Hún er gróin fléttum<br />

og virðist geta verið gömul. Hún er hlaðin úr meðalstórum steinum<br />

og hellum og eru um átta umför eru sjáanleg í vörðunni. Hlutverk<br />

vörðunnar er óljóst.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:067 – Varðan, horft til suðurs.<br />

268

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!