29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

eru á þeim báðum í miðju, til norðvesturs. Hlaðan er suðaustan við fjárhúsin. Bæði eru fjárhúsin um 3x4 m að<br />

innanmáli með um 1 m breiðan garða í miðju. Samkvæmt heimildarmanni var annað fjárhúsið flutt norðaustan<br />

af túninu og bætt við það sem fyrir var. Hlaðan er um 8x2 m að<br />

innanmáli og snýr suðvestur-norðaustur. Hún nær aðeins út fyrir<br />

syðra fjárhúsið og dregst eilítið inn (til suðurs) við það nyrðra þannig<br />

að hún er ekki nákvæmlega beint aftan við húsin heldur myndast<br />

kantar við hana, út að sunnan og inn að norðan (sjá teikningu). Í<br />

innskotinu að norðan er afar grösugt og grænt svæði og gæti það<br />

tengst eldri byggingu eða annarri nýtingu. Hæstar eru hleðslur í<br />

tóftinni um 1,6 m en húsið er hlaðið úr torfi og grjóti og garðar eru<br />

hlaðnir úr grjóti. Veggir eru mest um 2 m breiðir en yfirleitt 1-1,5 m<br />

breiðir. Húsið er fremur stæðilegt en veggir eru þó sums staðar farnir<br />

að halla og sveigjast og hrunið hefur úr þeim á nokkrum stöðum.<br />

Hleðslur eru úr steinum og hellum. Framan við nyrðra fjárhúsið er<br />

græn þúfa (líkt og sú sem er framan við hesthústóft 003). Hún gæti<br />

verið tengd húsinu t.d. að útmokstur hafi verið settur þarna. Ari<br />

Sigurjónsson, heimildamaður gat þess að heygarður og kofi hefu<br />

verið á sama stað áður en húsið var byggt en engar leifar þess sjást nú<br />

enda á hlaðan að hafa verið byggð ofan á þeim.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-208:003 – Hesthústóftin, horft til<br />

vestnorðvesturs.<br />

ÍS-208:002<br />

ÍS-208:003 Hesthústeigur tóft hesthús 655<br />

Í örnefnaskrá segir:" Upp með Bæjarlæknum, heitir Fremstiteigur<br />

og fram af honum Landamerkjateigur, en Hesthústeigur á milli<br />

þeirra." Hesthústóft er um 150 m suðsuðvestur af bæjarhól 001,<br />

fast austan við garðlag 012. Húsið er merkt inn á túnakort frá því<br />

um 1920 og dregur teigurinn nafn sitt af hesthúsinu.<br />

Tóftin er í sléttu, en smáþýfðu, óslegnu túni. Umhverfið er gróið<br />

grasi og fast austan og sunnan við tóftina er klettahjalli.<br />

Tóftin er um 6,5x5 m að utanmáli og er tvískipt. Hún snýr<br />

norðvestur-suðaustur og er gengið inn í hana að norðvestanverðu,<br />

nær syðri langhlið. Norðvestar er hólf sem er um 2x1,5 m að<br />

innanmáli og<br />

snýr norðaustur-<br />

ÍS-208:003<br />

suðvestur, suðvestan við það er um 1 m breiður, 70 cm hár<br />

milliveggur. Suðvestan við hann er annað hólf, um 2,5x1,5 m<br />

að innanmáli og snýr það einnig norðaustur-suðvestur. Það er<br />

líklegast hlaða. Veggir standa hæst um 1,3 m og breiðastir eru<br />

þeir um 1,5 m. Húsið er hlaðið úr torfi og grjóti og eru enn<br />

nokkurt timbur í rústinni sem virðast hafa verið í þakinu.<br />

Hleðslur eru víða sjáanlegar í veggjum, sérstaklega að innan<br />

og á nyrðri langhlið, þeirri sem snýr heim að bæ. Veggir eru<br />

farnir að aflagast og hrynja víða. Rúmlega 1 m út frá dyrunum<br />

er græn þúfa um 2x2 m að stærð, hún gæti tengst húsinu, t.d.<br />

verið eftir útmokstur eða þess háttar.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar); Ö-Hálshús, 1.<br />

291

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!