29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

klappir. Svæðið er gróið grasi og eru, auk<br />

Selvíkurlækjarins, tveir lækjarfarvegir<br />

(næst 023A) sem eru uppþornaðir<br />

lækjarfarvegir eða fyllast í miklum<br />

vatnsveðrum. Frá Selvík er gott útsýni út<br />

á Djúpið.<br />

Tóftasvæðið er langt og mjótt, um<br />

110x20 m og snýr vestsuðvesturaustnorðaustur.<br />

Tóftirnar í<br />

tóftaþyrpingunni eru þrjár (B, C og D)<br />

auk einnar greinilegrar þústar (A) og<br />

gróið svæði (E) þar sem mannvistarleifar<br />

gætu leynst undir sverði. A er þúst, um<br />

7x6 m að stærð. Þústin snýr norðaustursuðvestur.<br />

Hún er um 2 m suðaustan við fjöru og<br />

fast norðan og norðaustan við<br />

lækjarfarveg. Þústin er of ógreinileg til<br />

ÍS-204:023 – Rústir B og C í Selvík, horft til norðurs.<br />

að hægt sé að greina innri lögun. Þessi<br />

þúst er sú eina af tóftunum sem er innan<br />

lands Vatnsfjarðar, allar hinar eru í landi Skálavíkur, þ.e. suðvestan Selvíkurlækjar. Tóft C er um 40 m<br />

suðsuðvestur af þúst A. Tóftir B og C eru stærstu og greinilegustu tóftirnar í víkinni. Þær eru næstum samfastar<br />

og ná yfir um 13x12 m svæði. Þær snúa norðnorðvestur-suðsuðaustur og eru báðar ferkantaðar. Tóft B er<br />

greinilegri en C og er hún einföld, um 5x6 m að utanmáli en um 2,5x3,5 m að innanmáli. Veggir eru mest um<br />

1,2 m breiðir (án hruns) og veggjahæð er mest um 1 m en yfirleitt lægri. Op er til norðurs við austurvegg, mjög<br />

mjótt. Fyrir aftan (suðsuðaustan) tóftina eru tveir steinar, sem gætu hafa tengst tóftinni. Neðan (norðvestan) við<br />

hana er um 4x5 m stórt svæði sem er nokkuð þýft og hefur að öllum líkindum að geyma einhverskonar mannvist<br />

eða mannvirkaleifar. Það svæði tengir tóftir B og C saman. Norðnorðaustan við tóft B er tóft C og eru bara 2 m<br />

á milli norðurhorns B og suðurhorns C. Tóft C er ferköntuð, um 5,5x5 m að utanmáli og snýr norðvestursuðaustur,<br />

en hólfaskipting er óljósari en í B. Tóftin skiptist í tvö hólf. Austanmegin er hólf sem er um 1,5x1,5<br />

m að stærð, mjög þýft og fullt af grónu hruni. Norðvestast í tóftinni er langt og mjótt hólf, sem er 3x1 m að<br />

stærð en mjókkar þegar innar dregur, líklega vegna hruns. Op er á því vesturs. Þessi tóft er verr farin af hruni en<br />

tóft B og líklegt að hún hafi upphaflega skipst í fleiri hólf sem nú hafa horfið í hrun. Grjóthrun er í báðum<br />

tóftum, þó meira í B, og hafa þær líklega að mestu verið hlaðnar úr grjóti. Nokkrum metrum austan við tóftirnar<br />

rennur Sellækurinn, ágætlega vatnsmikill. Tóftirnar eru vel grónar grasi og þýfðar að innan. Tóft B snýr austurvestur<br />

en tóft C norðnorðvestur-suðsuðaustur. Tóft D er um 30 m vestur af tóft C. Tóftin er ferhyrnd og snýr<br />

norðnorðvestur-suðsuðaustur. Hún er um 3x4 m að utanmáli en um 2x1 m að innanmáli. Veggir eru um 1 m á<br />

þykkt og mesta hæð þeirra er um 1 m. Op er á tóftinni til austurs, tæplega 1 m á breidd. Grjóthleðslur sjást víða í<br />

veggjum. Óljósar leifar, mögulega garðbrot er sunnan við tóftina. Það liggur um 2 m út frá tóftinni til suðurs en<br />

beygir þar til vesturs og rennur saman við umhverfið. Mögulega hefur áþekkt mannvirki legið til austurs en það<br />

er nú alveg ógreinanlegt. Vestan og norðvestan við tóftina er lítil fjara, með klettum og þar ofan á er steinn sem<br />

stendur upp á rönd og gnæfir yfir<br />

svæðið. Mögulegt er að steinninn<br />

hafi verið reistur við í ákveðnum<br />

tilgangi en ekkert er nú hægt að<br />

segja um mögulegt hlutverk hans.<br />

Svæði D er lítill og ræktarlegur,<br />

grænn blettur þar sem<br />

mannvistarleifar kunna að leynast<br />

undir sverði. Stærð blettarins er<br />

ógreinileg en hann er um 4-5 m í<br />

þvermál og er örlítið hærri en<br />

landslagið í kring, mest um 15-20<br />

cm.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:JÁM VII., 215.<br />

ÍS-205:023<br />

248

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!