29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

hjallur norðvestan við fjós. Við vesturenda fjóssins er einnig einskonar pallur eða upphækkun í horninu á milli<br />

vesturveggjar fjóss og suðurveggjar steyptu<br />

viðbyggingarinnar. Grjót virðist vera í köntum og gætu þetta<br />

verið leifar mannvirkis tengdu bæjarhúsunum. Mjór stígur er<br />

á milli íbúðarhúss og fjóss en áður voru húsin samföst.<br />

Fjósið er um 16x6 m að utanmáli og veggir standa allt að 1,6<br />

m háir. Ofan á þeim er bárujárn og þar ofan á þak. Þegar<br />

skráningin var gerð var húsið lokað og innanmál því ekki<br />

tekin. Íbúðarhúsið er um 11x6,5 m að grunnfleti, hjallur um<br />

4x3 m og steypt viðbygging um 3x4 m. Í horninu á milli<br />

íbúðarhúss og fjóss að sunnanverðu var áður hlaðið hús sem<br />

var hlóðaeldhús og þar var einnig aðstaða fyrir<br />

húsmennskufólk. Það hefur nú verið rifið og sléttað yfir<br />

þannig að ekki sést móta fyrir því. Utan í bæjarhólnum,<br />

ÍS-207:001 – Fjósið, hluti íbúðarhússins lengst<br />

til hægri, horft til norðurs.<br />

austan til er brunnhús (sjá 010).<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-207:002 tóft reykhús 6555.106N 2230.538V<br />

Reykhús sem er að hruni komið er um 75 m suðvestur af<br />

bæjarhól 001, austan við slóða sem liggur inn að Neðra-<br />

Selvatni. Húsið er innan túns en utan þeirrar girðingar sem<br />

nú er á svæðinu.<br />

Húsið er á sléttri grasflöt rétt austan við jeppaslóða sem<br />

liggur inn að Neðra-Selvatni, en hann var lagður ofan í<br />

gamla reiðveginn inn í Vatnsfjarðarsel (008, hefur ekki<br />

verið skráð á vettvangi). Umhverfi hússins er gróið grasi.<br />

Húsið stendur enn að hluta og var reykhús. Bárujárn hefur<br />

verið rifið af þaki en timburgrind þaksins stendur ennþá.<br />

Húsið er um 4x6 m að utanmáli og um 4x2 að innanmáli<br />

þar sem mest er.<br />

Húsið snýr<br />

ÍS-207:002 – Reykhúsið, horft til suðsuðvesturs. norðaustursuðvestur<br />

og<br />

hefur verið gengið inn í það austarlega á norðausturvegg, en sú hlið<br />

er mjög illa farin. Veggir eru rúmlega 1 m þykkir þar sem mest er og<br />

standa hleðslur ágætlega, þó farið sé að sjá á þeim á stöku stað.<br />

Hleðslur eru mest 1,2 m háar en bárujárn hefur verið sett upp á rönd<br />

ofan á hleðsluna til að hafa veggina hærri. Greinilegt er á innviðum<br />

hússins og lyktinni af því að um reykhús að ræða. Veggir eru hlaðnir<br />

úr torfi og grjóti.<br />

Hættumat: hætta, vegna framkvæmda<br />

ÍS-207:002<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-207:003 Steinahús tóft fjárhús 6555.148N 2230.576V<br />

Gamalt fjárhús, nefnt Steinahús, er um 65 m norðvestur af<br />

bæjarhól 001. Húsið er merkt inn á túnakort frá því um<br />

1920.<br />

Húsið er á sléttu, grasigrónu svæði innan túns, á örlitlum<br />

hól. Vestur af húsinu er girðing og fyrir utan hana er<br />

gamalt tún sem gróið hefur upp og hlaupið í þúfur.<br />

Húsið er enn undir þaki og er notað sem geymsla. Það er<br />

um 15 m langt og um 6 m breitt utanfrá. Innri mál voru<br />

ekki tekin vegna þess að húsið er í notkun. Hæstar eru<br />

grjóthleðslur um 1,5 m en á þeim er bárujárnsþak á<br />

timburgrind. Dyr eru á húsinu á suðausturhorni<br />

(austurvegg), til suðausturs. Húsið snýr norðaustursuðvestur.<br />

Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti og virðast<br />

vera rúmlega 1 m þykkir. Bárujárn er á báðum<br />

ÍS-207:003 – Steinahús, horft til norðvesturs.<br />

285

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!