29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÍS206:032 heimild um kálgarð<br />

Um 60 m suðsuðaustan við bæ 001, uppi á Bæjarhjalla, um 4 m vestan túngarðs 013, er uppgróinn kálgarður<br />

021, um 30 m suðvestur af honum var samkvæmt túnakorti annar stærri kálgarður, en til hans sést ekki.<br />

Greinilegt er að kálgarðar þessir (021 og 032), sem merktir eru inn á túnakort utan túns, eru ekki nákvæmlega<br />

staðsettir á túnakortinu og er því ekki hægt að ákvarða staðsetningu þessa kálgarðs, þó hinn (021) hafi fundist,<br />

með neinni nákvæmni.<br />

Kálgarðurinn var uppi á fyrsta hjalla fyrir ofan bæ, Bæjarhjalla. Þar sem túngarðurinn (013) er ekki merktur inn<br />

á túnakortið eins og hann er í dag er erfitt að segja hvort kálgarðurinn sé í dag innan eða utan túngarðs.<br />

Umhverfið uppi á Bæjarhjalla er að mestu lyngivaxið. Klettabelti Bæjarhjallans er nokkuð bratt en aflíðandi<br />

brekka er upp að næsta hjalla suðaustan við Bæjarhjallann.<br />

Kálgarðurinn var samkvæmt túnakorti mun stærri en kálgarður 021. Engin merki um kálgarð voru á þeim<br />

slóðum sem hann á að hafa verið á samkvæmt túnakorti. Líklega er hann löngu fallinn úr notkun og upp gróinn.<br />

Hleðslur í kringum kálgarða 021 og 025 voru mjög litlar og lágar og ef það hefur verið hefð í Sveinhúsum að<br />

hlaða ekki hærri garða en svo í kringum kálgarðana þarf ekki mikið til þess að það grói yfir hleðslurnar og þær<br />

hverfi.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-207<br />

Miðhús<br />

1383: Testamentisbréf Einars Eiríkssonar: „Ek Einar Eiriksson gerir sua fellt testamentum sem her seger.<br />

kiosandi líkam minum legstad at kirkiu heilaghs Olafs j Watzfirde. gefande þar til jord aa Haalshusum. ok j<br />

Waagum. Miþhusum ok Eyre halfua j Miouafirdi“ (DI. XII, bls. 25).<br />

1460: „nefndr einar eireksson gaf j sitt testamentum kirkiune j uatznfirde þessar jardir er suo heita halshus ok<br />

uogar ok midhus ok halfa eyre j miofafirde er liggia i vatnzfiardar kirkiusokn“ (DI. V, bls. 208).<br />

1507: Björn Þorleifsson fær af sínum parti Stepháni biskupi í Skálholti í vald alla bóndaeignina í heimalandinu í<br />

Vatnsfirði og hálfa Borgarey, ... . „Enn aullum audrum peningum kyrum og ohrærdum. voru þessar stadarins<br />

jarder aa nefndar kirkiunni til æfinligrar eignar. fyrst sueinshus. midhus. halshus. þufna land. halfa skalauik. eyri<br />

j miofafirdi. giorfudalur j isafirdi. [hest land] „ (DI. VIII, bls. 141).<br />

1710: Beneficium Vatnsfjörður. Jarðardýrleiki 12 hdr. „Þessi jörð hefur í eyði legið næstu 8 ár og so stundum<br />

áður“ (JÁM VII, bls. 217).<br />

1710: „Engjar öngvar nema í svarðleysu brokflóum. Túnið er fordjarfað af lángvarandi órækt, hart og snögt og<br />

kann því valla að ræktast. Vatnsból bregðst bæði sumar og vetur“ (JÁM VII, bls. 217).<br />

Túnastærð 1,88 ha, húsagrunnar 397 □m.<br />

1847: Eign Vatnsfjarðarkirkju, 12 hdr. (JJ, bls. 201); „A.M., en eigi jb. 1760, segir hér frá dýrleika og leigumála.<br />

Sýslumaður einn telur dýrleikann aðeins 9 h.“ (JJ, bls. 201).<br />

„Þessa jörð höfðu til afnota presturinn í Vatnsfirði og Halldór hreppstjóri í Skálavík, og heyjuðu þar sumar hvert<br />

og höfðu þar jafnan lömb sín á fóðrum að vetri. Allt að einu var jafnan þar húsfólk á jörðinni“ (PP, bls. 61).<br />

Jörðin fór í eyði 1994.<br />

1935: „Bærinn stendur nokkuð hátt, á grýttum og gróðurlitlum hjalla, þar sem túnstæði er bæði illt og lítið, en<br />

engjar eru miklar og allgóðar, bæði frammi í dalnum og uppi á hálsinum.Sakir slægnanna notuðu<br />

Vatnsfjarðaprestar jörðina lengi með staðnum, enda upphaflega hjáleiga þaðan og byggð af Vatnsfjarðarlandi“<br />

(Ö-Miðhús, bls. 1).<br />

283

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!