29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

austast. Hlaðan er mun grónari en fjárhúsið. Hólf C er ógreinilegt á köflum og er líklegast eldra hús en A.<br />

Mögulega gæti verið um aðhald að ræða en ekki fjárhús, en ekki verður skorið úr um það, enginn garði sést hins<br />

vegar í tóftinni. Hólf C er um 7x2,7 að innanmáli. Aðeins sést í grjóthleðslur á stöku stað. Hólf D er um 2x1,5 m<br />

að innanmáli. Það er jafn gróið og hólf B og C. Gengið er á mili þess og C að því er virðist á sameiginlegum<br />

vegg norðarlega. Lægðin E er um 2x2,5 m að stærð og um 70 cm djúp þar sem mest er. Hún er algróin og ekki<br />

sést móta fyrir hleðslum í henni. Líklegt er að hún tengist fjárhúsinu þar sem mögulegt er að op sé á milli hennar<br />

og C.<br />

Hættumat: hætta, vegna rofs<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 5; RE, 11.<br />

ÍS-205:018 heimild um kálgarð 6556.407N 2229.851V<br />

Inn á túnakort frá því um 1920 er merktur kálgarður við norðausturhorn bæjarhúss 001B, á milli þess og Gamla<br />

húss 001A.<br />

Þar sem kálgarðurinn var er nú fornleifauppgröftur á bæjarhólnum.<br />

Engin ummerki um kálgarðinn sjást lengur. Kálgarðurinn var með öllu horfinn þegar fornleifarannsóknir hófust<br />

á bæjarhólnum 2006 og hefur að öllum horfið þegar bæjarhóllinn var sléttaður á seinni hluta 20. aldar. Vegna<br />

fornleifauppgraftarins er ljóst að engar leifar eru eftir af garðinum.<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

ÍS-205:019 þúst útihús 6556.441N 2229.842V<br />

Þúst er um 65 m norður af bæ 001, í jaðri sléttaðs túns austan fjóss<br />

029, fast sunnan við skurð sem bæjarlækurinn rennur í.<br />

Þústin er í sléttuðu, slegnu túni rétt við áðurnefndan skurð.<br />

Þústin er um 4x3 m að utanmáli, snýr austur-vestur og um 0,5 m<br />

há. Skurður var tekinn í<br />

þústina sumarið 2009 og<br />

sýndi hann að undir sverði<br />

ÍS-205:019 – Þúst, horft í suðsuðvestur.<br />

leynist<br />

mannvirki.<br />

Mannvirkið er undir Heklu<br />

1693 gjóskulaginu, en litur<br />

torfsins bendir til þess að<br />

byggingin sé frá miðöldum<br />

eða síðmiðöldum.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Vatnsfjörður- framvinduskýrsla 2009: FS449-03099, bls. 63-64.<br />

ÍS-205:019<br />

ÍS-205:020 Vatnsfjarðarkot heimild um bústað<br />

Heimildir eru um hjáleigu frá Vatnsfirði, Vatnsfjarðarkot, en staðsetning þess er ekki þekkt. Í Jarðatali Johnsens<br />

frá 1847 segir að árið 1805 hafi Vatnsfjarðarkot verið talið sem hjáleiga undir Vatnsfirði. Í manntali 1801 eru<br />

hjón með tvö börn, gömul ekkja og þjónustukona (tienestepige) sögð til heimilis í Vatnsfjarðarkoti. Í manntali<br />

1845 er ekki minnst á Vatnsfjarðarkot og virðast engar heimildir um búsetu þar eftir það. 1805 er<br />

vatnsfjarðarkot talið sem hjáleiga með jörðinni (JJ). Ólafía Salvarsdóttir þekkti ekki til örnefnanna Kothústún<br />

eða Kothús (sjá 039), en velti því fyrir sér hvort þau væru til komin vegna þess að Vatnsfjarðarkot hefði verið á<br />

því svæði á túninu, en hún gat út frá öðrum örnefnum ákvarðað gróflega staðsetningu Kothússtúns, sem passar<br />

við staðsetningu fjárhúsanna Kothúsa (039). Vegna örnefnanna, Kothús, Kothústún og Vatnsfjarðarkot, er vert<br />

að velta upp þeirri spurningu hvort það geti verið að Kothúsin 039 hafi áður fyrr til heyrt Vatnsfjarðarkoti en<br />

síðan, þegar það fór í eyði, verið tekin í notkun af Vatnsfirði. Ekkert er vitað um þetta í raun, en vert er að hafa<br />

þennan möguleika á bak við eyrað. Það gæti þá verið að leifar Vatnsfjarðarkots leyndust einhversstaðar í<br />

norðurhorni túnsins ef þetta reyndist rétt.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:JJ bls. 200-201; Manntal 1801, bls. 334; Manntal 1845.<br />

246

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!