29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

tóbakspípum, ofnum og prjónuðum efnispjötlum og viðargripum.<br />

Í raun er lítið vitað um byggingargerð og endurbyggingar torfbæjar á Vestfjörðum.<br />

Norðanlands, þar sem loftslag er þurrara og kaldara en sunnanlands, var þumalputtaregla að<br />

veggi þyrfti að endubyggja á um 100 ára fresti. Á Suðurlandi var endurbyggingartíminn<br />

hins vegar 60 árr enda rignir þar meira og veggir fúnuðu því hraðar. 6 Sennilega hafa<br />

vestfirsku veggirnir verið skyldari þeim norðlensku og samkvæmt rannsóknum í Vatnsfirði<br />

virðast traustir veggir hafa, með góðu viðhaldi, geta orðið nokkur hundruð ára gamlir.<br />

Þar sem uppgreftir bæjarhóla eru langtímaverkefni voru Vatnsfjarðarverkefninu<br />

reistar nokkrar áfangavörður á leið aftur í tímann. Fyrsti áfangi miðar að rannsóknum á<br />

yngstu bæjarleifunum, þeim frá 19.-20. öld. Næsti áfangi sem beinist að minjum frá 17.-18.<br />

öld er nú hafinn. Vel hefur gengið að fylgja markmiðum og mun vinna við rannsóknina<br />

halda ótrauð áfram.<br />

Landslagsrannsóknum var enn framhaldið í Vatnsfirði og nágrenni Skráðar voru<br />

fornleifar innnantúns á bæjum í Vatnsfjarðardal, það er í Vatnsfirði, Vatnsfjarðarseli,<br />

Miðhúsum, Hálshúsum og Sveinhúsum. Fornleifarnar eru fjölbreyttar, bæði hvað varðar<br />

gerð og aldur. Skráðar voru minjar allt frá víkingaöld fram á 20. öld, eyðibýli og selstöður<br />

langt inni í landi og hjallar og verbúðir við sjávarsíðuna. Fornleifarnar voru í mjög<br />

misjöfnu ásigkomulagi, sumum er ógnað m.a. vegna ábúðar og uppblásturs á meðan aðrar<br />

standa grónar á fáförnum stöðum þar sem fátt virðist geta orðið þeim að tjóni.<br />

Landslagsrannsóknir og fornleifaskráning veita ýmsar upplýsingar t.d. um tengsl milli<br />

bæja, samband við höfuðból og landnýtingu s.s. torfskurð og beitiland. Áfram voru tekin<br />

viðtöl við staðkunnuga og eru þau gulls ígildi.<br />

Vatnsfjörður vex sem ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna. Í uppgraftarlok var<br />

haldinn fundur í Vatnsfirði og í Reykjanesi um samvinnu ýmisa aðila um Vatnsfjörð. Á<br />

þeim fundi var ákveðið að boða til vinnuþings í Heydal og var það haldið á haustnóttum.<br />

Þingið sátu ýmsir aðilar t.d. úr ferðaþjónustu, sveitastjórnum, en einnig velunnarar<br />

staðarins og fræðimenn og voru möguleikar staðarins skilgreindir. Upp úr því var sett<br />

saman Inndjúpsnefnd og hefur sú nefnd þingað reglulega og á döfunni er að slá saman<br />

hinum árlegu “opnu dögum“ í Vatnsfirði við Inndjúpsdaga með ýmsum viðburðum.<br />

Sem fyrr var fornleifaskólinn starfræktur og hann sóttu 11 nemendur að þessu sinni.<br />

Verklega kennsla fór fram á uppgraftarsvæðinu í Vatnsfirði en einnig er kennd<br />

fornleifaskráning og uppmæling minja. Á kvöldin og um helgar voru fyrirlestrar, kennsla í<br />

úrvinnslu uppgraftargagna auk verkefnavinnu. Einnig var farið í vettvangsferðir með<br />

hópinn víða um Vestfirði með svipuðu sniði og undanfarin ár.<br />

Eins og venja er orðin var haldinn opinn dagur í Vatnsfirði sumarið <strong>2010</strong> og sótti<br />

fjöldi manns staðinn heim og hefur gestagangur vaxið ár frá ári.<br />

Um verkefnið<br />

Verkefni sem þetta er ekki einangrað fyrirbrigði, styrkur þess liggur í því að vera<br />

þverfaglegt rannsóknarverkefni. Stefnt er að því að rannsóknir á höfuðbólinu Vatnsfirði við<br />

Ísafjarðardjúp verði notaðar til að draga fram hinar afdrifaríku breytingar sem hafa orðið á<br />

félags- og hagkerfi Vestfjarðakjálkans sem og á menningu landsvæðisins í ljósi náttúru- og<br />

menningarlandslags sem hefur verið í sífelldri þróun. Með fornleifauppgreftri, landsháttaog<br />

umhverfisrannsóknum í samvinnu fornleifafræðinga, sagnfræðinga og<br />

umhverfisfræðinga er ekki einungis unnt að auka verulega þekkingu okkar á umhverfis- og<br />

menningararfi og gagnvirkni manns og náttúru á Vestfjörðum heldur einnig skapa<br />

6 Orri Vésteinsson (<strong>2010</strong>). ´On Farm Mounds´. Archaeologica Islandica 8:13-40, hér, 21.<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!