29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

itahöfuð, en það er hæð hennar, að þau gengu sum út fyrir kirkjugarðinn norður á túnið. Upp á henni voru þrír<br />

vindhanar og virku fram undan, en þær stóru kapellur á kórbaki yfir próföstunum og legsteinar gamlir víða um<br />

garðinn. Nú fékk séra Hjalti Þorsteinsson leyfi á alþingi að stytta kirkju um 5 álnir, en lækka um 1 1/2 alin. Sá<br />

nýi viður var í stóru stofu innlagður. Hann sýndi mér hann, og sagði danska gefið hafa 14 stöpla, og kaupmann<br />

þar fimmtíu borð; voru þessir harla grannir hjá hinum. Svo er nú og komið annað smíði á þá kirkju, sem von er<br />

og má þó allvænt hús vera, en ei til líka við hitt fyrra“. Jóhann Hjaltason segir 1949: „Kirkjan í Vatnsfirði, sem<br />

nú er, er lítil steinkirkja. Stendur hún á lágum hól, skammt fyrir suðvestan og ofan kirkjugarðinn. Fátt er þar<br />

fornra kirkjugripa, því að þeir eru nú flestir komnir í Þjóðminjasafnið“. Í Fornleifaskráningu Ragnars<br />

Edvardssonar frá 2003 segir: „Suðvestur af núverandi íbúðarhúsi í u.þ.b. 30 metra fjarlægð er hringlaga<br />

kirkjugarður hlaðinn úr grjóti. Suðvestan hans er timburkirkja [í raun steinsteypt kirkja] sem byggð var árið<br />

1913. Samkvæmt heimildamanni var eldri kirkja í miðjum kirkjugarðinum“ og seinna í sömu<br />

fornleifaskráningu: „Suðvestur af núverandi íbúðarhúsi í u.þ.b. 30 metra fjarlægð er hringlaga kirkjugarður<br />

hlaðinn úr grjóti. Gert var við grjóthleðsluna fyrir u.þ.b. áratug. Garðurinn er alveg hringlaga og er þvermál hans<br />

52 metrar“. Af ofantöldum heimildum er ljóst að gamla kirkjan, sú sem stóð fyrir 1912, stóð ekki á sama stað og<br />

kirkjan stendur í dag. Núverandi kirkja, 025, er<br />

steinsteypt og var byggð á árunum 1911-12.<br />

Gamla kirkjan var þá rifin og var viðunum úr<br />

henni ekki hent heldur voru þeir nýttir til<br />

bygginga, m.a. til að byggja íbúðarhús á bænum<br />

Keldu í Mjóafirði, hús sem stendur enn í dag.<br />

Allt bendir til þess að gamla kirkjan hafi staðið<br />

inni í kirkjugarðinum eins og hann er núna.<br />

Kirkjugarðurinn er á milli núverandi íbúðarhúss<br />

og kirkju 025, um 50 m vestur af íbúðarhúsinu<br />

og um 20 m norðaustur af kirkjunni, fast sunnan<br />

við bæjarhól 001. Nákvæm staðsetning gömlu<br />

kirkjunnar innan kirkjugarðsins er ekki þekkt en<br />

Ólafía Salvarsdóttir taldi að hún hlyti að hafa<br />

verið norðan til í kirkjugarðinum eins og hann<br />

er nú (<strong>2010</strong>). Ólafía benti á að þegar teknar voru<br />

ÍS-205:026 – Kirkjugarðurinn, hluti af því svæði sem ekki<br />

var rutt út við endurbætur sést til vinstri, horft í<br />

suðsuðaustur.<br />

grafir á þessu svæði fyrir nokkrum árum kom<br />

upp mikið af hleðslugrjóti. Á þessum stað eru<br />

hærri þúfur en annars staðar í garðinum og er<br />

það einnig vísbending um staðsetningu<br />

kirkjunnar. Ef þessi staðsetning er rétt virðist það hafa verið svo að kirkjan hafi upphaflega staðið rétt norðan<br />

við kirkjugarðinn en þegar hann var stækkaður á seinni tímum (sjá frekari umfjöllun neðar) hafi hún færst inn í<br />

garðinn.<br />

Sunnan og austan við kirkjuarðinn eru sléttuð tún, vestan við hann er brekka og órækt og norðan við hann er<br />

gamli bæjarhóllinn þar sem nú (<strong>2010</strong>) fara fram fornleifarannsóknir. Í miðjum garðinum er ljósastaur og víða í<br />

honum, þó sérstaklega næst ytri mörkum hans, eru krossar og legsteinar.<br />

Kirkjugarðurinn er í dag hringlaga, en þannig er hann einnig á túnakorti frá því um 1920, og tæpir 50 m í<br />

þvermál. Þrjú bygginarstig kirkjugarða virðast vera greinanleg í kirkjugarðinum. Það yngsta tilheyrir<br />

framkvæmdum sem unnar voru í lok 20. aldar þegar grafið var meðfram kirkjugarðinum, en hann var áður í<br />

jafnri hæð við túnið að vestanverðu en örlítið hærri en það að austanverðu. Við þær framkvæmdir var túnið<br />

lækkað, þannig að nú stendur kirkjugarðurinn um 1,3 m upp úr túninu, og hlaðin var grjóthleðsla, jafn há<br />

kirkjugarðinum, meðfram kanti hans. Áður en ráðist var í þessar framkvæmdir var kirkjugarðurinn afgirtur (sjá<br />

m.a. mynd frá 1985 í ljósmyndabókinni Gluggasteini bls. 169 og aðra frá 1972 í sömu bók á bls. 167).<br />

Bygginarstigið í miðið er líklega stækkun sem var gerð af sr. Stefáni Stephansen rétt fyrir aldamótin 1900 þar<br />

sem hann felldi hlaðinn garð sem afmarkað hafði elsta byggingarstig garðsins og stækkaði kirkjugarðinn við það<br />

í allar áttir að því er virðist. Elsta bygginarstigið er sá garður sem afmarkaður var með þeirri hleðslu. Þessi elsti<br />

hluti garðsins er nokkuð greinilegur og er lægri en stækkanirnar tvær. Innst í þessum garði er lægri flöt, um 35<br />

m í þvermál, sem að öllum líkindum er elsti greinanlegi hluti kirkjugarðsins í Vatnsfirði. Samanlagt er garðurinn<br />

nú (<strong>2010</strong>) því um 49 m í þvermál en stækkanirnar virðast hafa verið um 3 m allan hringinn í annað skiptið og<br />

um 4 m allan hringinn í hitt skiptið, samtals um 14 m í þvermál. Flestir legsteinanna í kirkjugarðinum eru út við<br />

jaðra hans, ofan á stækkununum, en fáir legsteinar eru inni í miðjum garðinum þótt víða sjáist móta fyrir gröfum<br />

þar. Engin greinileg ummerki sjást í kirkjugarðinum um það hvar gamla kirkjan stóð en líklegast er að hún hafi<br />

staðið norðan til í garðinum en þar er jarðvegurinn hærri á kafla og getur það verið vísbending um staðsetningu<br />

gömlu kirkjunnar. Annað sem styður þá staðsetningu er það að þegar framkvæmdirnar við kirkjugarðinn í lok<br />

20. aldar fóru fram kom upp gríðarlegt magn af grjóti á þessum slóðum, við norðurhluta varðsins, svo mikið að<br />

framkvæmdum var hætt. Þá var eftir um 11 m langur bútur meðfram norðurhlið kirkjugarðsins sem ekki hafði<br />

250

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!