29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

SAMANTEKT<br />

Garðar Guðmundsson<br />

Fornleifastofnun Íslands<br />

Árið <strong>2010</strong> vas áttunda ár rannsókna í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp (mynd 1). Þær eru liður í<br />

samstarfi nokkurra aðila sem standa að félaginu Vestfirðir á miðöldum. Markmið félagsins<br />

er að stuðla að nýjum rannsóknum á sögu og menningu Vestfjarða á miðöldum. Félagið<br />

stendur m.a. fyrir ráðstefnuhaldi, útgáfu á fræðiritum og fræðsluefni og umfangsmiklum<br />

fornleifarannsóknum.<br />

Að rannsóknunum í Vatnsfirði sem hófust árið 2003, standa Fornleifastofnun Íslands<br />

ses, Vestfirðir á miðöldum, Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði, Háskóli Íslands,<br />

Atvinnuþróunarfélag Vestfirðinga, Byggðasafn Vestfjarða, Súðavíkurhreppur,<br />

Oslóarháskóli, North Atlantic Biocultural Organization (NABO), International Polar Year<br />

Program (IPY), Northern Science and Education Centre, City University of New York<br />

(CUNY), Laval háskóli í Quebeck í Kanada og Háskólinn í Aberdeen. Að rannsóknum<br />

hafa líka komið vísindamenn frá Háskólunum í Durham, Stirling, Southampton og Exeter,<br />

á Bretlandi auk UCLA, Kaliforníu, USA.<br />

Sumarið 2005 barst verkefninu góður liðsauki því Fornleifaskólinn, sem<br />

Fornleifastofnun og NABO höfðu starfrækt í Mývatnssveit frá 1997–2004 flutti sig um set,<br />

kom sér upp bækistöð í Reykjanesi og varð þátttakandi í rannsóknunum við Ísafjarðardjúp.<br />

Verkefnið hefur hlotið styrki m.a. frá Alþingi, Fornleifasjóði og Carnegie Trust, Skotlandi<br />

(Carnigie Trust for the Universities of Scotland).<br />

Presthjónin í Vatnsfirði, séra Baldur Vilhelmsson og Ólafía Salvarsdóttir, hafa sýnt<br />

aðstandendum verkefnisins ómetanlegan velvilja og aðstoð. Kann Fornleifastofnun þeim<br />

bestu þakkir fyrir. Ennfremur er Guðbrandi Baldurssyni í Vatnsfirði, starfsmönnum<br />

Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði, Biskupsstofu,<br />

Súðavíkurhreppi, Háskólsetri Vestfjarða og eigendum og starfsmönnum Hótels Reykjaness<br />

þakkað gott samstarf.<br />

Yfirlit og saga rannsókna í Vatnsfirði<br />

Fyrsti áfangi fornleifarannsókna fólst í því að taka saman yfirlit yfir fornleifar á<br />

Vestfjörðum og stöðu rannsókna í þeim tilgangi að meta hvaða minjaflokka og staði væri<br />

heppilegast að hefja rannsóknir á. Hefur samantektin verið birt í Ársriti Sögufélags<br />

Ísfirðinga 1 , en meðal markverðustu minjastaða er Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp, enda er<br />

hann með helstu sögustöðum héraðsins. Var því ákveðið að leggja sérstaka áherslu á<br />

athuganir þar. Andrea S. Harðardóttir sagnfræðingur hefur tekið saman sögulegt yfirlit og<br />

safnað helstu heimildum um Vatnsfjörð og búsetu þar. 2 Ragnar Edvardsson<br />

fornleifafræðingur gerði sérstaka fornleifaskrá yfir Vatnsfjörð og fann 52 fornleifar á<br />

jörðinni. Fékkst þar ágæt samantekt um minjar í Vatnsfirði. 3 Ragnar stjórnaði jafnframt<br />

1 Adolf Friðriksson (2003). „Fornleifar á Vestfjörðum.” Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 43: 43-51.<br />

2 Andrea S. Harðardóttir (2003). „Vatnsfjörður við Djúp.“ Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Rannsóknir<br />

sumarið 2003. Adolf Friðriksson and Torfi H. Tulinius. Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands. FS213-03092:<br />

10-14.<br />

3 Ragnar Edvardsson (2003). „Fornleifaskráning í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sumarið 2003.“ Vatnsfjörður<br />

við Ísafjarðardjúp. Rannsóknir sumarið 2003….s. 15-29.<br />

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!