29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

erfitt að greina lag hennar. Austan við hólinn er sléttað og slegið tún en vestan við hann er órækt. Túngarður<br />

032 liggur utan í hólnum að vestan.<br />

Tóftin er greinileg að því leyti að augljóst er að á hólnum hefur staðið hús en<br />

lag þess og innri skipan er á köflum mjög óljóst sérstaklega að sunnanverðu.<br />

Tóftin virðist vera um 9x8 m að utanmáli og um 5x4 m að innanmáli. Hún<br />

snýr norðnorðaustur-suðsuðvestur. Hæð veggja er um 80 cm þar sem mest er,<br />

en þó yfirleitt lægri. Tvær stórar þúfur eru framarlega (norðarlega) fyrir<br />

miðju innan í húsinu. Sú nyrðri er hærri og stærri, allt að 1,3 m há og um 2x2<br />

m að grunnfleti. Lægri þúfan er minni eða um 1,1 m há og um 1x1,5 að<br />

grunnfleti. Mögulegt er að þúfurnar séu leifar af hruni. Ekkert op er<br />

greinanlegt á tóftinni sem virðist hlaðin úr torfi þó ekki sé óhugsandi að<br />

grjóthleðslur leynist undir gróðrinum. Aftan (sunnan) við tóftina er þúst, allt<br />

að 2 m útfrá tóftinni, sem gæti tilheyrt henni eða verið leifar eldar<br />

byggingarstigs, og þar er mögulega hleðslugrjót í sverði. Sjálfur hóllinn sem<br />

tóftin er á er um 4 m hár og er án efa að talsverður leyti uppsöfnuð<br />

mannvistarlög. Húsið skemmdist mikið í óveðri árið 1936 og var aldrei<br />

notað eftirð það heldur jafnað við jörðu. Eftir að húsið var rifið var gerður<br />

kálgarður á staðnum og hefur það mögulega aflagað það litla sem eftir getur<br />

ÍS-205:031<br />

hafa verið af tóftinni. Ef húsið dregur nafn sitt af því að þar hafi verið hafðar<br />

geitur er næsta víst að það nafn sé nokkuð gamalt þar sem hvorki heimildir<br />

né heimildamenn minnast á að þar hafi verið hafðar geitur.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar); RE, 14; Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 3-4; Tryggvi Þorsteinsson, 2006, bls. 41.<br />

ÍS-205:032 garðlag túngarður 6556.342N 2229.930V<br />

Í Fornleifaskráningu Ragnars Edvardssonar frá 2003 segir:<br />

„Á túnakorti er teiknaður túngarður sem umlykur svo til<br />

allt bæjarstæðið fyrir utan túnið sjávarmegin. Túngarðurinn<br />

er að mestu leyti horfinn fyrir utan nokkra staði vestan og<br />

norðan megin og svo við sjóinn. Túngarðurinn er<br />

grjóthlaðinn“. Túngarðurinn umlykur stóran hluta þess túns<br />

sem merkt er sem tún á túnakorti og er víðast vel<br />

greinilegur, þó sérstaklega til vesturs og norðurs.<br />

Túngarðurinn liggur í grasi grónum hólum upp af (vestur<br />

og norður) af sléttuðum túnum. Síðan áfram í grónu<br />

landslagi og mýrum. Þegar komið er fyrir túnendann<br />

norðanmegin og að austanverðu liggur garðurinn í þýfi og<br />

litlum mýrum fram undir íbúðarhúsið þar sem hann<br />

hverfur.<br />

ÍS-205:032 – Túngarðurinn norðan<br />

túns, horft í suðaustur.<br />

Túngarðurinn er<br />

mjög<br />

ÍS-205:032 – Túngarðurinn ofan túns, horft í<br />

norðaustur.<br />

greinilegur á köflum í kringum túnið, sérstaklega að vestan og<br />

norðan. Um 1920 hefur hann markað af tún sem var um 470x250 m<br />

að stærð og snéri nálega norður-suður. Túnið er nú (<strong>2010</strong>) stærra en<br />

það var þegar túnakortið var teiknað, en það hefur verið stækkað til<br />

suðurs. Að suðaustan er túngarðurinn horfinn en á öðrum stöðum má<br />

rekja hann. Túnið hefur að mestu verið sléttað og er það enn slegið<br />

að miklu leyti og aðeins órækt í því nema nyrst og vestast.<br />

Túngarðurinn er víða gróinn grasi og eltingu og er gróðurfar á<br />

honum ljósara en umhverfið þannig að hann er vel greinanlegur. Stór<br />

skurður hefur verið grafinn í gegnum túngarð að suðvestanverðu þar<br />

sem bæjarlækurinn rennur nú (<strong>2010</strong>). Að vestsuðvestanverðu eru tvö<br />

vik í garðinn, annað mjótt þar sem gönguleið 002 virðist liggja í gegn<br />

og annað þar sem fjárhús 035 voru. Þar sést grjót í garðinum. Þegar<br />

norðar dregur er lítil vantsrás meðfram garðinum vestanvið. Þar er<br />

einnig eyða í garðinum, um 20 m löng. Norðan við mýri, um 220 m<br />

frá bæ verður garðurinn aftur greinilegur og markar þar af<br />

norðurenda túnsins og hluta af austurhliðinni. Um 175 m frá<br />

norðausturhorni hverfur garðurinn aftur á mýrlendu, þýfðu svæði..<br />

Hann birtist aftur um 45 m sunnar en sést þá bara á um 19 m löngum<br />

253

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!