29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

„Jörðin var ein af kirkjujörðunum frá Vatnsfirði, lítil jörð, ...“ (PP, bls. 63).<br />

Jörðin fór í eyði 1964 en ábúendur höfðu þó sumardvöl í allavega eitt sumar til viðbótar.<br />

Túnastærð 2,47 ha, húsagrunnar 368 m2, matjurtagarðar 472 m2.<br />

„... Rýr til slægna en gott útbeitarkot og hæg til aðdrátta. ... Talið var að á tímabili hefðu verið dálítil búdrýgindi<br />

af beitutekju á skeri, er liggur undir jörðina, sakmmt undan landi á svonefndri Laufskálaeyri, skammt frá<br />

landamerkjunum milli Reykjarfjarðar og Sveinshúsa á austanverðu Sveinshúsnesi“ (PP, bls. 63).<br />

ÍS-206:001 Sveinhús bæjarhóll bústaður 6555.683N 2228.296V<br />

Bæjarhóllinn í Sveinhúsum er suðaustarlega í túni, skammt undan Bæjarhjalla. Ábúð í Sveinhúsum var hætt árið<br />

1964 en ábúendur höfðu þó sumardvöl allavega eitt sumar í viðbót í Sveinhúsum.<br />

Bæjarhóllinn er í sléttu, óslegnu túni. Sunnan og austan hans er tún og Bæjarhjalli upp af því. Skammt vestan<br />

við bæjarhólinn rennur lítil lækjarspræna í gegnum túnið frá suðri til vesturs og norðan til við hann eru tún.<br />

Umhverfið er grasi gróið.<br />

Bæjarhóllinn sjálfur er í raun ekki mjög greinilegur og fellur saman við landslagið að sunnan. Hóllinn er á að<br />

giska um 35x30 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Bæjarhúsin og kálgarðurinn framan við bæ þekja<br />

stærstan hluta hans. Bæjarhóllinn er ekki hár, mest um 2 m á hæð. Bæjarhúsin snúa norðaustur-suðvestur og<br />

standa enn nokkuð vel. Íbúðarhúsið (V), sem er með trégöflum og bárujárnsþaki, er enn standandi undir þaki þó<br />

það sé farið að skekkjast og að innan sé það orðið mjög illa farið. Íbúðarhúsið er um 3x9 m að stærð mælt<br />

utanfrá og miðað við trégaflana, ekki torfvegina, og snýr norðvestur-suðaustur. Sunnan við það er afgirtur<br />

garður (VIII) með rabarbara og trjám, um 9x9 m að stærð við suðurhorn hússins, og skemma (VI) vestan við<br />

hann, upp við húsið, um 3x2,5 m að innanmáli, sem gengið er inn í að norðvestan. Samtals eru bæjarhúsin (fyrir<br />

utan afgirta kálgarðinn) um 22x10 m að utanmáli. Suðvestan við skemmuna, fast við hana, var áður hjallur (VII)<br />

samkvæmt Rafni Kristjánssyni og gömlum ljósmyndum (frá 1963) en öll ummerki um hann eru nú horfin.<br />

274

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!