29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

grjótholti á breiðum hjalla. Varða E er stæðilegri en vörðubrotin norðaustan hennar, en hún er um 140 m<br />

suðvestan vörðubrots D. Hún er um 1x1,3 m að stærð og sjást um sjö umför af hleðslu í henni. Varðan er um 1<br />

m á hæð og er gróin fléttum. Varðan stendur á grjótholti þar sem mikið er af hellum. Gatan er greinileg þegar<br />

upp er komið alveg að landamerkjum Vantsfjarðar og Skálavíkur. Þar er farið að sjá yfir í Mjóafjörð en þó ekki<br />

að Skálavík. Gatan er á heildina litið yfirleitt ógreinileg en verður greinilegri þegar vestar dregur og gróður fer<br />

að aukast. Þar sem hún er greinileg er hún eins og sæmileg kindagata. Leiðin er um 2,3 km löng innan<br />

Vatnsfjarðarlands.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 2.<br />

ÍS-205:003 gata leið 6555.735N 2231.199V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir:<br />

„Gönguvegur [002] er yfir nesið beinustu leið<br />

frá Vatnsfirði yfir til Skálavíkur. Er þar slóði<br />

og nokkur gömul vörðubrot, en þó illfært með<br />

hesta, enda eingöngu notaður af gangandi<br />

fólki. Reiðvegurinn er allmiklu framar.“<br />

Reiðvegurinn erum 350 m suðvestar<br />

(innar/framar) en gönguvegur 002. Rétt innan<br />

við landamerki Skálavíkur er stæðileg varða<br />

og er reiðvegurinn þar rétt við.<br />

Reiðvegurinn liggur í gegnum gróin svæði,<br />

holt og smá mýrar. Á nokkrum stöðum liggur<br />

hann í grjóti en það er aldrei langur spotti i<br />

einu.<br />

Reiðvegurinn frá Vatnsfirði að Skálavík er<br />

ÍS-205:003 – Hluti reiðvegarins, núverandi þjóðvegur efst á<br />

myndinni, horft í austur.<br />

239<br />

mjög greinilegur. Víða er hann djúpur<br />

skorningur, eða allt að 40 cm á dýpt. Yfirleitt<br />

er gatan einbreið en þegar nálgast fer<br />

Vatnsfjörð er víða tvær samsíða rásir og er<br />

önnur líklega eldri en hefur verið orðin svo djúp að hún hefur verið farin að safna í sig vatni og þess vegna hefur<br />

götunni verið hliðrað örlítið. Gatan virðist einnig hafa hafa blásið upp á köflum, sérstaklega efst á hálsinum og<br />

myndast þá moldarflög með smágrjóti, allt upp í 3 m breið. Ef gatan er gengin frá merkjum Skálavíkur og<br />

Vatnsfjarðar, til norðausturs í átt að Vatnsfirði, er uppi á hálsinum gengið fram á rás með steinum í. Svo virðist<br />

sem hellur hafi verið settar ofan í, og jafnvel að hluta ofan á, rás sem nær í gegnum götuna (B). Mest er rásin um<br />

80 cm breið og um 3 m löng. Rásin er á svæði þar sem gatan virðist hafa blásið upp og gæti hún hafa gegnt<br />

hlutverki ræsis til þess að halda veginum þurrum á þessum stað. Líklegast er því um einhverskonar vegabót að<br />

ræða. Um 280 m austnorðaustur af rásinni er upphleðsla á götunni (C-D). Hún er um 20 m löng og liggur yfir<br />

litla mýri. Upphleðslan er mest um 3 m breið og um 1,2 m há<br />

upp frá jörðu. Um 300 m austar er vörðubrot, E. Það er á stórum<br />

steini, nálægt reiðveginum og hefur það líklegast verið til þess<br />

að leiða fólk af götunni að mannvirki sem er nú tóftir 064.<br />

Vörðubrotið er um 0,6 m hátt en að meðtöldum steininum sem<br />

það stendur á nær það 1,2 m hæð. Þrjú umför hleðslu sjást í<br />

vörðunni og er hún vel grjóin fléttum. Grunnflötur hleðslunnar<br />

er um 1x1,7 m. Eitthvað getur hafa hrunið úr vörðunni, en þó<br />

ekki mikið. Um 70 m austnorðaustan við vörðubrotið er hleðsla<br />

(F) á götunni yfir læk. Þar hafa stórar hellur verið lagðar yfir<br />

litla læljarsprænu sem sker veginn. Um 370 m norðnorðaustan<br />

við hleðslu F er önnur upphleðsla á götunni (G-H). Hún er<br />

umfangsmeiri en sú fyrri (C-D), eða um 3 m breið, 50 m löng og<br />

um 1,2 m há. Þegar farið er að nálgast Vatnsfjarðarbæinn mikið<br />

eða um 350 m suðsuðaustan hans, er vörðubrot (I). Það er um 1<br />

m í þvermál og um 80 cm hátt. Varðan stendur á litlum<br />

grjótbletti í annars grónu sléttlendi. Um fimm umför af hleðslu<br />

sjást í vörðunni og er hún hlaðin úr hellum og smágrýti. Varðan<br />

er vel gróin fléttum og frá henni sést vel til bæjar enda ekki langt<br />

í stóran skurð sem er við suðurenda núverandi túna, suðvestur af<br />

bænum. Gatan hverfur sunnan megin við áðurnefndan skurð en<br />

sést aftur um 30 m norðaustan við hann. Þar liggur hún í stefnu<br />

ÍS-205:003 – Reiðvegurinn yfir þá<br />

upphleðslu á veginum sem nær er Vatnsfirði<br />

(G-H), horft til austnorðausturs.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!