29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hólfum. Samtals er tóftin 8x7 m og snýr austur-vestur.<br />

Veggir hennar eru víða um 1 m á breidd en fara upp í 1,5 m þar<br />

sem mest en hæð veggja er mest um 1,2 m. Sunnan við tóftina er<br />

mögulegt garð- eða veggjarbrot frá suðvesturhorni og um 3 m í<br />

suður. Um 7 m í suður frá húsinu er annað mögulegt garðbrot, um<br />

4 m langt og um 1 m á breidd. Þetta garðlag liggur vestur-austur.<br />

Vestan við tóftina er brekka upp að klettunum í Sjórarhjalla, en<br />

frá veggjum og um 1 m út er lægð á milli brekkunnar og<br />

veggjanna. Stærra hólfið í tóftinni er að vestanverðu, er um 5x3<br />

m að innanmáli og snýr norður-suður. Á því virðast tvö op,<br />

annars vegar vestast á suðurvegg og hins vegar nyrst á<br />

austurvegg, yfir í minna hólfið. Það er um 3x2 að innanmáli og er<br />

alveg opið til norðurs. Aftan (sunnan) við þetta hólf, við<br />

syðrihluta austurveggjar stærra hólfsins er mikið hrun. Þar virðist<br />

veggur stæra hólfsins hafa fallið niður hallann. Veggir eru eins<br />

illa farnir og eru veggir stærra hólfsins sérstaklega illa farnir nyrst<br />

á vesturvegg og syðst á austurvegg. Grjóthleðslur eru víða<br />

greinilegar innan í tóftinni en yfirleitt ekki að utan. Tóftin er<br />

hlaðin úr stóru og meðalstóru grjóti.<br />

Hættumat: stórhætta, vegna rofs<br />

Heimildir:RE, 16; Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 5.<br />

ÍS-205:016<br />

ÍS-205:017 Sauðhúshvammur tóft fjárhús 6557.671N 2229.914V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Fyrir utan<br />

Eyrina, við sjóinn er Sauðhúshvammur, en síðan Höfði<br />

og Skollaurð. Út af hvamminum, skammt frá landi er<br />

Sauðhúshólmi“. Í Fornleifaskráningu Ragnars<br />

Edvardssonar frá 2003 segir: „Farið er eftir þjóðveginum<br />

frá Vatnsfirði. Í u.þ.b. 500 metra fjarlægð frá nr. 48 er<br />

rúst af fjárhúsi, vestan þjóðvegarins. Rústin er 6 hólfa og<br />

sést greinilega grjóthlaðin jata í einu hólfinu“.<br />

Fjárhústóftirnar eru um 2,3 km norður af bæjarhól 001 og<br />

um 375 m suðsuðvestur af fjárborg 050, um 15 m vestan<br />

vegar.<br />

Tóftin er á milli vegar (austan megin við) og kletta<br />

(vestan megin við). Í kring er grasi gróið sléttlendi. Ekki<br />

er ólíklegt að uppblástur gæti ógnað austurhlið<br />

tóftarinnar þar sem svæðið á milli hennar og vegarins er<br />

að mestu uppblásið.<br />

Tóftin er um 11,5x11, 5 m að stærð. Hún er breiðari til<br />

austurs en til vesturs. Tóftin skiptist í fjögur hólf auk<br />

lægðar norðan við hana sem að öllum líkindum er<br />

einhverskonar gryfja. Syðst eru fjárhús, A, mjög<br />

greinileg. Ofan (vestan) við hana er hlaða, hólf B.<br />

ÍS-205:017 – Fjárhúsið í Sauðhúshvammi, horft í<br />

austur.<br />

ÍS-205:017<br />

Norðan við A er annað hólf, líklega annað fjárhús, C.<br />

Ofan (vestan) við C er önnur hlöðutóft, D. Norðan við C<br />

er lægð, E. Hólf A er lang greinilegast. Það er um 4x7 að<br />

innanmáli með 1 m breiðum og rúmlega 6 m löngum<br />

garða í miðjunni. Garðinn er um 70 cm hár þar sem hann<br />

er hæstur fyrir miðju. Hann er hlaðinn úr grjóti eins og<br />

veggir fjárhússins. Í hólfi A eru hleðslur greinilegar nema<br />

til norðurs þar sem mikið af veggnum hefur hrunið inn í<br />

rústina og gróið upp. Veggjahæð í tóftinni er mest í A<br />

eða um 1,5 m. Op er á suðurvegg hólfs A, austast og er<br />

það enn greinilegt þó mikið hafi hrunið ofan í það. Hólf<br />

B er um 1,5x1,5 m að innanmáli og er gengið inn í það<br />

ofan af garðanum og í gegnum vesturvegg fjárhússins.<br />

Mögulegt er að einnig hafi verið opið úr B til suðurs við<br />

245

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!