29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ÍS-205:037 – Tóftin fyrir miðri mynd,<br />

víkingaaldarsvæðið uppi í vinstra horninu,<br />

bæjarhúsið uppi í hægra horninu, horft í<br />

austsuðaustur.<br />

m austur af tóft 034.<br />

Tóftin er á lítilli hæð vestan lækjar (skurðar), neðan<br />

(austan) við háan hól, þann sem tóft 037 er á. Norðan við<br />

tóftina er bratti niður að lækjarsprænu sem liggur úr lítilli<br />

mýri fyrir ofan. Umhverfis er gróið grasi og eltingu.<br />

Tóftin er ógreinileg og sést helst vegna þess hvernig<br />

eltingin vex og markar gróðurinn því útlínur hennar.<br />

Tóftin virðist vera um 10x5 m að stærð, en aðeins mjórri,<br />

eða um 4 m breið, til vesturs. Tóftin snýr austsuðausturvestnorðvestur.<br />

Ekki er hægt að greina hólfaskiptingu í<br />

tóftinni og ekkert op er greinilegt. Veggjahæð er mest um<br />

0,7 m. Sunnan við<br />

tóftina, um 5-10 m<br />

frá, er dálítið<br />

lægðardrag sem í<br />

vex arfi.<br />

Vestsuðvestan við<br />

það er lítill grænn<br />

hóll sem er utan í hólnum sem tóft 037 er á. Þessi hóll gæti tengst tóftinni<br />

á einhvern hátt, verið haugur af einhverju tagi eða þess háttar.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:RE, 14.<br />

ÍS-205:038 Hrútakofinn heimild um hesthús 6556.451N 2229.940V<br />

Í Fornleifaskráningu Ragnars Edvardssonar frá 2003 segir:<br />

„Á túnakorti er teiknað útihús í u.þ.b. 80 metra fjarlægð frá<br />

bæjarhól [001]. Sléttað tún“. Húsið sem merkt er inn á<br />

túnakortið frá því um 1920 var þar sem nú er hóll í sléttuðu<br />

túninu um 95 m norður af bæjarhól 001 og um 55 m<br />

norðaustur af tóft 034.<br />

Hóllinn er í óslegnum túni, mjög grónu. Sunnan og<br />

suðvestan við hann er örlítil mýri og lækur sem rennur um<br />

hana. Hóllinn er gróinn grasi og eltingu.<br />

Hesthús stóðu á þessum hól samkvæmt bæjarteikningu frá<br />

1913. Samkvæmt Ólafíu Salvarsdóttur, heimildamanni, var<br />

húsið orðið að reykkofa þegar hún hóf búskap 1956. Engin<br />

merki sjást lengur um byggingu á hólnum og hafa leifar<br />

reykkofans verið sléttaðar algjörlega út. Tryggvi<br />

Þorsteinsson kallar húsið Hrútakofann, en segir að þar hafi<br />

hrútar aldrei verið geymdir því engin hlaða var við húsið,<br />

hins vega hafi það verið notað sem reykhús. Neðan vð hólinn, utan í honum að suðaustanverðu, er lítill hóll þar<br />

sem mögulega leynist mannvirki tengd hesthúsinu, e.t.v. e.k. haugur. Litli hóllinn er um 5-10 m í þvermál.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar); Bæjarteikning 1913; RE, 14; Tryggvi Þorsteinsson, 2006, bls. 36-7.<br />

ÍS-205:039 Kothús heimild um fjárhús 6556.573N 2229.887V<br />

Í Fornleifaskráningu Ragnars Edvardssonar frá 2003 segir: „Á<br />

túnakorti eru teiknuð tvö útihús [sjá einnig 040] nyrst í túninu<br />

alveg við túngarð [032]. Þessi er sú vestri. Allt túnið hefur<br />

verið sléttað og sléttað hefur verið yfir báðar rústirnar“. Í<br />

örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Út af<br />

Andrésarflötum er Kothústún, en niður frá þeim er svo nefnd<br />

Nýjaslétta“. Í örnefnaskrá Ásgeirs Svanbergssonar segir: „Yzt<br />

á Vatnsfjarðartúni heitir Kothúsvöllur. Fjárhús sem þar voru,<br />

hétu Kothús“. Tryggvi Þorsteinsson segir svipaða sögu: „Yst á<br />

túninu voru Kothúsin, tvö aðskilin hús með sameiginlegri<br />

hlöðu“. Engin ummerki sjást um húsið sem merkt er inn á<br />

túnakort frá því um 1920 en það hefur verið um 300 m norðan<br />

við bæjarhól 001, í norðurhorni túngarðsins.<br />

Svæðið er slétt en óslegið tún, vaxið grasi, eltingu og<br />

ÍS-205:037<br />

ÍS-205:038 – Hóllinn sem hesthúsið stóð, horft til<br />

norðurs.<br />

ÍS-205:039 – Upphækkunin þar sem húsin<br />

hafa mögulega staðið.<br />

256

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!