29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Vatnsfirði. Nokkrum metrum austan við tóftina, er fjara. Hún er smágrýtt en víkin við hana (Bólvík) er<br />

greinilega mjög grunn og nokkuð er um stóra steina í henni hér og hvar.<br />

Tóftin er sporöskjulaga og nokkuð fornleg. Tóftin er um 14x8,5 að utanmáli, um 11x4,5 m að innanmáli og snýr<br />

norðnorðvestur-suðsuðaustur. Tóftin er opin í annan endann, til suðsuðausturs. Tóftin er alveg gróin nema á<br />

örfáum stöðum glittir í steina, sérstaklega að suðaustan. Líklega hefur hún þó verið hlaðin úr grjóti. Veggjahæð<br />

tóftarinnar er mest um 0,7 m en þó yfirleitt lægri. Breidd veggja er mest um 3 m að norðnorðvestanverðu en<br />

veggir eru annars um 2 m breiðir. Vegna staðsetningarinnar, þ.e. fast við sjóinn, er helst að giska á að tóftin sé<br />

naust. Tóftin er gróin grasi og lyngi. Leiðin á milli Vatnsfjarðar og Reykjafjarðar 065 liggur fast við tóftina að<br />

vestan og austan.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:RE, 16.<br />

ÍS-205:053 heimild um mógrafir 6556.312N 2229.913V<br />

Ólafía Salvarsdóttir, heimildamaður, man eftir mógröfum suðvestan við túnið eins og það er á túnakorti, en hún<br />

gat ekki gefið nákvæmari staðsetningu en það, en þær hafa gróflega verið um 180-220 m suðvestur af bæjarhól<br />

001.<br />

Á svæðinu eru nú að mestu leyti sléttuð tún og órækt vestan við þau.<br />

Grafirnar voru sýnilegar í upphafi búskapartíðar Ólafíu (1956) en í hennar tíð var svæðið ræst fram og þurrkað<br />

og nú eru sléttuð tún þar. Grafirnar eru því þornaðar og grónar upp og engin merki þeirra sjást lengur.<br />

Hættumat: hætta, vegna ábúðar<br />

ÍS-205:054 Sveinaflöt sögustaður 6556.425N 2229.773V<br />

Jóhann Hjaltason segir í Árbók Ferðafélags Íslands 1949: „Í<br />

túninu er örnefnið Sveinaflöt. Segja munnmæli, að þar hafi<br />

hinir fornu Vatnsfjarðarsveinar þreytt fang og leiki“.<br />

Sveinaflöt er stór flöt norðvestan við núverandi íbúðarhús,<br />

austur og norðaustur af bæjarhól 001.<br />

Flötin er nú (<strong>2010</strong>) sléttað, slegið tún, og á því stendur<br />

núverandi íbúðarhús Vatnsfjarðarjarðarinnar og lítið steypt<br />

hús vestur af því. Halli er af túninu niður að sjó enda<br />

umhverfið byggt upp á gömlum sjávar/malarkömbum.<br />

Engar minjar eru á sléttunni enda ekki mikilla mannvistaleifa<br />

að vænta.<br />

Hættumat: hætta, vegna ábúðar<br />

Heimildir:JH, bls. 94.<br />

ÍS-205:054 – Sveinaflöt, íbúðarhúsið efst á<br />

myndinni, horft til suðsuðausturs.<br />

ÍS-205:055 heimild um óþekkt 6556.408N 2229.841V<br />

Jóhann Hjaltason segir 1949 í Árbók Ferðafélags Íslands: „Á<br />

fyrstu árum séra Stefáns Stephensens í Vatnsfirði, laust eftir<br />

1880, var gamli bærinn [001] rifinn grafið fyrir undirstöðum<br />

nýrra bæjarhúsa. Komu menn þá niður á allmiklar grjóthleðslur,<br />

er lágu í átt til kirkjugarðsins [026] og kirkjunnar [025], sem þá<br />

stóð í kirkjugarðinum. Uppeldissonur séra Stefáns, Þorkell<br />

Guðmundsson, fyrrum bóndi í Þúfum, segir menn hafa talið<br />

hleðslur þessar leifar af fornum jarðgöngum milli bæjar og<br />

kirkju“. Fornleifarnar eru að miklu leyti á, eða frekar í, gamla<br />

bæjarhólnum 001 þar sem nú (<strong>2010</strong>) fer fram<br />

fornleifauppgröftur. Bæjarhóllinn nær allt að því alveg að<br />

ÍS-205:055 – Horft til suðurs á svæðið þar<br />

sem meint göng hafa verið, kjallari Gamla<br />

húss 001ofan til.<br />

kirkjugarðinum 026. Ef um göng á milli kirkju 025 og bæjar<br />

001 er að ræða hafa þau náð um 30 m leið.<br />

Grafið var fyrir kjallara í áðurnefndum nýjum bæjarhúsum, sem<br />

nú eru nefnd Gamla hús, um 15 m norður af þáverandi ytri<br />

mörkum kirkjugarðs. Engar leifar sjást nú af þeim hleðslum sem<br />

komu upp við framkvæmdirnar um 1880 enda standa leifar hússins enn. Kenningin um göng milli bæjar og<br />

kirkjugarð var styrkt frekar þegar grjót kom upp við stækkun og hleðslu kirkjugarðs á seinni hluta 20. aldar.<br />

Kjallarinn er svo að segja í sömu stefnu frá kirkjugarði og sá hluti kirkjugarðsins þar sem hleðslur komu upp.<br />

Grjótið gæti í báðum tilfellum tilheyrt sama mannvirki, s.s. göngum á milli kirkju og bæjar.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:JH, bls. 94-95.<br />

263

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!