29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ÍS-205:076 Selsker varða óþekkt<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Allnokkru<br />

utar en stekkurinn [016] er svonefnt Selsker. Skerið er<br />

mjög skammt undan landi og fer aldrei alveg undir sjó,<br />

enda er varða á því, sem ekki ber neitt sérstakt nafn“.<br />

Varðan sést vel frá landi og er um 1,5 km norðnorðaustur<br />

af bæjarhól 001. Líklega var varðan gerð til þess að vara<br />

sjófarendur við skerinu þegar hátt var í og það næstum á<br />

kafi.<br />

Skrásetjari komst ekki út í skerið til að taka mál eða GPS<br />

hnit af vörðunni vegna sjávarstöðu.<br />

Hættumat: hætta, vegna rofs<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 5.<br />

ÍS-205:076 – Varðan á Selskeri, horft til austurs.<br />

ÍS-205:077 varða óþekkt 6556.094N 2230.031V<br />

Há varða er rétt austan við gamla reiðveginn til Skálavíkur,<br />

003 þar, sem hann kemur ofan úr holtunum að Vatnsfirði,<br />

um 600 m suðvestur af bæjarhól 001.<br />

Varðan er á brún klettaholts. Austan og norðan við hana er<br />

bratt klettabelti og vestan og sunnan við heldur klettaholtið<br />

áfram, gróið lyngi, grasi og mosa.<br />

Varðan er mjög stæðileg og haglega hlaðin. Hún er<br />

þrístrend og er eitt horn hennar í hánorður. Allar hliðar<br />

vörðunnar eru um 1 m á breidd. Varðan er er að mestu<br />

leyti hlaðin úr hellum og er hún upp á steini. Hæð<br />

vörðunnar er um 1,7 m þar sem hæst er. Frá vörðunni sjást<br />

tvær aðrar vörður til suðurs, 078 og 079. Þessi varða er s.s.<br />

sú nyrsta af þremur vörðum á holtinu. Hlutverk varðanna<br />

þriggja er óljóst og sú staðreynd að allar eru þær mjög<br />

mismunandi að gerð (sjá 078 og 079) gerir það að verkum<br />

að ekki er auðvelt að gera sér í hugarlund að þær hafi verið<br />

byggðar til að gegna sama hlutverki, s.s. samgöngubót eða<br />

þess háttar, þó að vel sjáist á milli þeirra.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-205:077 – Varðan, Vatnsfjarðarbærinn í<br />

baksýn vinstra megin við vörðuna, horft til<br />

norðausturs.<br />

ÍS-205:078 varða óþekkt 6556.023N 2230.002V<br />

Varða er um 725 m suðvestur af bæjarhól 001, um 135 m<br />

suður af vörðu 077 á klettaholti, um 340 m vestan við<br />

ÍS-205:078 – Varðan, núverandi þjóðvegur í<br />

baksýn, horft til suðausturs.<br />

núverandi þjóðveg. Varðan er í miðju af þremur<br />

stæðilegum vörðum á holtinu.<br />

Varðan er utarlega (suðaustarlega) á klettaholti í<br />

aflíðandi halla. Holtið er grýtt en gróið lyngi í kringum<br />

vörðuna en einnig grasi þegar ofar dregur.<br />

Varðan er hlaðin í kúpul. Talsvert hefur hrunið úr henni<br />

til suðurs. Hún er hringlaga og um 2 m í þvermál. Varðan<br />

er nú um 1,4 m há. Hún er hlaðin úr hellum og flötum<br />

steinum og er gróin fléttum. Frá vörðunni eru tvær aðrar<br />

vörður sýnilegar, til suðurs 079 og norðurs 077. Brúnu<br />

postulínsstykki, líklegast ofan af símastaur, hefur verið<br />

stillt ofan á vörðuna. Hlutverk varðanna þriggja er óljóst<br />

og sú staðreynd að allar eru þær mjög mismunandi að<br />

gerð (sjá 077 og 079) gerir það að verkum að ekki er<br />

auðvelt að gera sér í hugarlund að þær hafi verið byggðar<br />

til að gegna sama hlutverki, s.s. samgöngubót eða þess háttar, þó að vel sjáist á milli þeirra.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

271

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!