29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÍS-205:011 Nónvarða varða eyktamark 6556.215N 2230.141V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Upp af<br />

mýrinni gengur Nónlág, sem fyrr er nefnd og grjótvarða<br />

er þar á holti einu kölluð Nónvarða“. Nónvarða er um<br />

420 m suðvestur af bæjarhól 001 og sést af<br />

bæjarstæðinu bera við himinn austan við Nónlág.<br />

Varðan er á klettaholti sem gróið er grasi og lyngi. Til<br />

norðvesturs frá henni er fremur bratt niður en til<br />

suðausturs er meira aflíðandi.<br />

Varðan er um 1,3x1 m að grunnfleti. Í henni eru fremur<br />

stórir steinar með smærri steinum inn á milli. Í<br />

vörðunni má greina þrjú umför af hleðslu. Varðan er<br />

nú rúmlega 1 m á hæð en vegna þess hve mikið grjót er<br />

í kringum hana er líklegt að talsvert hafi hrunið úr<br />

henni. Frá Nónvörðu sést vel heim að bæ.<br />

ÍS-205:011 – Nónvarða, Vatnsfjörður í bakgrunni,<br />

horft í norðaustur.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 4<br />

ÍS-205:012 Grettisvarða varða óþekkt 6556.484N 2230.280V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir:<br />

„Upp af túninu og næst því er Torfahjalli, þá<br />

Mjóihjalli og upp af honum Grettishjalli og<br />

Grettisvarða. Munnmæli segja að Grettir<br />

Ásmundarson hafi hlaðið vörðuna, þegar hann<br />

var um stund með Þorbjörgu digru, eftir að hún<br />

bjargaði honum úr snöru bændanna við<br />

Selvatnið, eins og segir í sögu hans. Varðan<br />

stendur á sléttri hallandi klömp, fremst á<br />

hjallabrúninni. Er hún allmikil ummáls og hátt í<br />

4 alnir á hæð, en hol að innan fyrir ofan miðju.<br />

Víða í hleðslunni eru mjög stórir steinar, en þó<br />

hvergi svo að með ólíkindum sé“. Í<br />

Fornleifaskráningu Ragnars Edvardssonar frá<br />

2003 segir: „Varðan stendur í hjalla í VNV átt<br />

frá bæjarstæðinu og sést hún vel frá bænum.<br />

Fyrir ofan bæjarstæðið eru klettahjallar sem<br />

liggja í norður/suður átt eftir<br />

ÍS-205:012 – Grettisvarða, horft í austur.<br />

Vatnsfjarðarnesinu. Varðan er hlaðin úr grjóti og eru mjög stórir steinar í henni“. Árið 1709 segir Jón Eyjólfsson<br />

Grettisvörðuna vera tvær mannhæðir en þó mjög hrunin og á herforingjaráðskorti frá byrjun 20. aldar er hún<br />

merkt mun sunnar en sú varða sem nú stendur og ber nafnið Grettisvarða. Varðan er um 360 m norðvestur af<br />

bæjarhól 001, uppi á hjöllunum fyrir ofan bæinn, á Grettishjalla. Grettisvarða er á skrá yfir friðlýstar fornminjar<br />

og hefur verið það frá því 1929.<br />

Varðan er fremst á klettahjalla. Austan við hana er bratt klettabelti niður, en ofar (vestar) er grjóthjalli, dálítið<br />

gróinn, sem hallar örlítið upp í mót að næsta klettabelti. Mikið er um grjót og stórar jarðfastar klappir (hvalbök)<br />

á hjallanum.<br />

Grettisvarðan er gríðarstór, um 2,5 m í þvermál og er hún kringlótt en grunnflöturinn eilítið kantaður. Varðan er<br />

mjög há, næstum í 3 m. Í vörðunni er meðalstórt og stórt grjót. Sérstakt er að stóra grjótið er að finna alls staðar<br />

í vörðunni, ofarlega sem neðarlega. Varðan er hol að innan frá toppi og aðeins niður, tilgangur gatsins er óljós.<br />

Varðan er gróin fléttum. Ekki er ljóst í hvaða tilgangi varðan var hlaðin.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Ö-Vatnsfjörður (ÞG) bls. 4; RE, 10-11; JE bls. 236; Friðlýsingaskrá, bls. 28.<br />

ÍS-205:013 Bræðravörður varða óþekkt 6556.145N 2230.419V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar segir: „Fremst á Grettishjalla, rétt við gönguveginn [002], eru vörður<br />

tvær, nefndar Bræðravörður, en önnur þeirra er nú nýlega hrunin. Vörður þessar voru hlaðnar í tíð sr. Þórarins<br />

Kristjánssonar, af Jóni nokkrum Þórðarsyni, kallaður var dýralæknir. Hlóð hann þær upp úr tveimur gömlum<br />

dysum, er þar voru fyrir“. Vörðurnar eru tvær, sú sem framar (austar) er á hjallanum verður hér nefnd varða A<br />

og sú sem innar er varða B. Varða A er um 650 m suðvestur af bæjarhól 001. Varða B er um 20 m vestur af<br />

vörðu A.<br />

243

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!