29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Vatnið kemur úr litlu lækjarsprænunni sem liggur í gegn, eða a.m.k. frá húsinu til suðsuðausturs. Lágar dyr eru á<br />

húsinu og er það að hluta grafið inn í bæjarhólinn. Hleðslur sjást vel við inngang en eru grónari annars staðar.<br />

Bárujárn, torf og hellur eru á þakinu. Tröppur úr hellum liggja frá efri brún bæjarhóls við íbúðarhúsið og niður<br />

að brunnhúsinu. Erfitt var með vatn á jörðinni alla tíð og var þessi brunnur eina vatnsból hennar. Vatnið var<br />

borið úr brunninum og upp í íbúðarhús í fötum.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-207:011 tóft hesthús 6555.162N 2230.680V<br />

Hesthústóft er um 80 m norðvestur af Steinahúsi 003.<br />

Tóftin er af hesthúsi sem byggt var eftir 1954 og telst því<br />

ekki til fornleifa í skilningi laganna. Hins vegar er hún<br />

skráð hér vegna þess að húsið var byggt í gamalli<br />

byggingarhefð og úr hefðbundnu efni.<br />

Tóftin er í útjaðri túnsins á sléttum bletti, grónum grasi.<br />

Austur af tóftinni er halli niður í túninu og vestan við hana<br />

eru endimörk túnsins<br />

og lítið, grýtt holti,<br />

gróið lyngi.<br />

Tóftin er um 4x5 m að<br />

utanmáli og um 2x2,5<br />

m að innanmáli.<br />

ÍS-207:011 – Hesthústóftin, horft til norðvesturs. Tóftin snýr<br />

norðaustur-suðvestur.<br />

Veggir eru mest um 1,5 m þykkir og um 1,1 m á hæð og eru hlaðnir úr<br />

grjóti. Á stöku stað sést í grjóthleðslurnar en annars staðar er gróið yfir<br />

þær. Tóftin var hesthús en var að öllum líkindum notuð sem bú barna eftir<br />

að húsið féll úr notkun sem slíkt. Op er á tóftinni til suðausturs, um 1 m<br />

ÍS-207:011<br />

breitt.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-207:012 heimild um heygryfja 6555.127N 2230.487V<br />

Heygryfja var rétt sunnan við bæjarhúsin á bæjarhól 001 í girðingarhorni, rétt suður af suðurhorni fjóss.<br />

Á svæðinu er lítill hóll sem líklegast hefur myndast við sléttun bæjarhólsins og er brekka niður af honum til<br />

suðurs. Til norðurs er sléttur bæjarhóllinn með bæjarhúsum, og tún.<br />

Gryfjan sést ekki lengur enda var fyllt upp í hana og hún gróin upp.<br />

Hættumat: engin hætta<br />

ÍS-207:013 garðlag túngarður 6555.078N 2230.565V<br />

Túngarður er merktur inn á túnakort og hefu hannr girt af túnin í<br />

Miðhúsum. Leifar hans sjást nærri því allan hringinn í kringum túnið, þó<br />

hann sé óljós á köflum.<br />

Garðurinn liggur á sléttu graslendi, blautum svæðum, um holtabrekku og<br />

holt. Allt er svæðið gróið nema í kringum heimreiðina að Miðhúsum þar er<br />

svolítið sár eftir vegagerðina.<br />

Garðurinn, eins og hann sést nú (<strong>2010</strong>) er lítið annað en undirhleðsla undir<br />

girðingu. Hann er mest um 1 m breiður og 1 m hár (til suðausturs) en<br />

annars er hann yfirleitt um 0,5 m á breidd og aðeins eitt umfar af hleðslu,<br />

enda lítið annað en röð af steinum. Að neðan við bæinn (suðaustur) er hann<br />

þó aðeins viðameiri. Garðurinn er úr grjóti og sums staðar er gróið yfir<br />

hann og annars staðar er hann sokkinn. Hann er ógreinilegastur<br />

vestnorðvestast, en þó er enn hægt að rekja hann. Garðurinn er samtals um<br />

910 m á lengd og hefur markað af túnstæði sem er um 210x215 m að stærð<br />

og er op á honum á tveimur stöðum, þar sem komið er inn í túnið frá<br />

ÍS-207:013- Hluti túngarðsins við<br />

suðaustanvert túnið, horft til<br />

suðurs.<br />

þjóðveginum (norður) og þar sem slóði liggur niður að Neðra-Selvatni<br />

(suðvestur).<br />

Hættumat: hætta, vegna framkvæmda<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar).<br />

287

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!