29.01.2015 Views

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

VSF 2010 Report - Nabo

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

(001A), norðausturhorn yngra íbúðarhúss (001B) og efstu (yngstu) lög torfhúsa (001). Hvort búið sé að grafa<br />

upp eitt eða fleiri hús af torfhúsunum er ekki hægt að segja vegna þess að íslenski torfbærinn var aldrei ein<br />

samtíða bygging og herbergi og veggir geta haft mismunandi líftíma þannig að ekki er hægt að álykta um „hve<br />

mörg hús“ sé búið að grafa upp, fyrir utan Gamla hús, heldur einungis hægt að segja að búið sé að grafa yngstu<br />

lög torfhúsanna í heild sinni. Ragnar Edvardsson skráir í fornleifaskráningu sinni árið 2003 Gamla hús 001B<br />

sem sérstakt hús, útihús 205-027. Í skráningu hans segir: „Á túnakorti er teiknað hús austan megin í<br />

bæjarhólnum við kálgarð [018] sem var á milli bæjarhúss og þessa húss. Í 70 metra fjarlægð í vnv frá núverandi<br />

íbúðarhúsi. Í túnjaðri. Öll hús sem áður stóðu á bæjarhól og í túni hafa verið rifin og sléttað yfir“. Húsið var á<br />

þeim tíma sem túnakortið er teiknað notað sem einskonar úti hús, en vegna þess að upphaflegt hlutverk þess var<br />

íbúðarhús er það skráð hér með öðrum íbúðarhúsum á bæjarhólnum en ekki sem sérstakt hús. Gamla hús stóð<br />

um 20 m norðan við kirkjugarðinn eins og hann er í dag. Hættumat: engin hætta<br />

Heimildir:Túnakort (ártal vantar); RE, 9; JE, bls. 236-236; Framvinduskýrslur - Vatnsfjörður: FS 356-03096<br />

(2006), bls. 60-61, FS449-03099 (2009); Tryggvi Þorsteinsson, 2006, bls.34-42; kirkjan.is.<br />

ÍS-205:002 Gönguvegur gata leið 6555.930N 2231.263V<br />

Í örnefnaskrá Þorkels Guðmundssonar<br />

segir: „Gönguvegur er yfir nesið<br />

beinustu leið frá Vatnsfirði yfir til<br />

Skálavíkur. Er þar slóði og nokkur<br />

gömul vörðubrot, en þó illfært með<br />

hesta, enda eingöngu notaður af<br />

gangandi fólki. Reiðvegurinn er<br />

allmiklu framar“. Fornleifaskráning<br />

Ragnars Edvardssonar 2003: „Farið er<br />

svo til beint í suður frá kirkjugarðinum.<br />

Sunnan garðsins var gamli vegslóðinn<br />

að bænum. Síðan er farið beint í norður<br />

og svo vestur yfir hæðina til<br />

Skálavíkur. Mýri fyrir neðan hæðina<br />

Vatnsfjarðarmegin en eftir því sem ofar<br />

dregur breytist landslagið í klappir og<br />

kletta“. Farið er upp Nónlág miðað við<br />

lýsingu Ólavíu Salvarsdóttir í<br />

Vatnsfirði (þó hún þekkti ekki örnefnið<br />

ÍS-205:002 – Hluti af gönguleiðinni, vörðubrot B ofan við miðju,<br />

Nónlág), og svo upp og vestur yfir<br />

horft í austur.<br />

hálsinn, þó ekki þar sem hæst er heldur<br />

innan (suðsuðvestan) við það.<br />

Leiðin liggur yfir hjalla, grýtt holt og lyngivaxnar breiður. Þó nokkur upphækkun er fyrst upp frá Vatnsfirði, en<br />

sléttara þegar ofar dregur. Leiðin er grýtt á köflum en gróður eykst þegar ofar dregur.<br />

Gatan er nokkuð óljós eða alveg horfin fyrsta spölinn upp frá Vatnsfirði. Vestan við Bræðravörður 013 verður<br />

leiðin hins vegar greinilegri og hægt er að fylgja henni þaðan með hjálp vörðubrota. Vörðubrotin sem sjást eru<br />

fjögur og eru á um 300 m löngum kafla, vestarlega á leiðinni. Vestasta greinilega vörðubrotið (002B) er um 920<br />

m suðvestur af bæjarhól 001. Vörðubrotið er hlaðið upp á lága, en stóra grjótklöpp og er þrjú til fjögur umför að<br />

hæð, en ekki vel hlaðið. Eitthvað getur hafa hrunið úr því en þó virðist það ekki mikið. Frá neðri brún<br />

grjótklappar og upp á efri brún vörðubrotsins er rúmlega 1 m. Grunnflötur vörðubrotsins er um 1,5 x 1,2 m að<br />

meðtöldum hluta grjótklapparinnar. Ekki sést til bæjar frá þessu vörðubroti. Það er staðsett á breiðum hjalla þar<br />

sem mikið er um grjót og er umhverfið lyngivaxið.<br />

Hjallinn er frekar sléttur, en þó smáhæðóttur. Næsta<br />

vörðubrot (002C) er um 60 m vestur af vörðubroti<br />

B. Það er um 0,3 m á hæð og í raun fremur hrúga en<br />

hleðsla. Þrjú umför af hleðslu eru sjáanleg í því en<br />

þó gætu þau hafa verið fleiri en eru þá nú yfirgróin.<br />

Vörðubrotið er um 1x1 að stærð. Meðalstórir steinar<br />

eru í því og er það gróin fléttum eins og hin<br />

vörðubrotin. Umhverfið í kring er gróið lyngi. Um<br />

100 m suðvestur af vörðubroti C er vörðubrot D.<br />

Það er líkt og vörðubrot C, fremur grjóthrúga en<br />

hleðsla. Það er um 1x1,2 m að stærð og um 0,7 m<br />

ÍS-205:002 – Varða E við gönguleiðina, horft í vestur.<br />

að hæð. Það er hlaðið úr meðalstórum steinum sem<br />

grónir eru fléttum. Vörðubrotið er á lítt grónu, lágu<br />

238

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!