16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1.03 Uppbygging skýrslu<br />

Skýrslan er þannig upp byggð að heildarniðurstöður hennar eru birtar hér í upphafi<br />

eða þegar að loknum þessum inngangi. Þá tekur við kafli sem nefndur er „Yfirlit“<br />

og ætlað er að gefa yfirlit yfir helstu efnisþætti skýrslunnar. Að því loknu taka við<br />

kaflar þar sem gerð er grein fyrir spurningum og svörum vegna könnunarinnar.<br />

Reynt var að hafa kaflaskiptingu þannig að kaflar skýrslunnar fylgi samsvarandi<br />

efnisröðun í byggingarreglugerð.<br />

Til nánari skýringar, þá er þetta gert á þann veg að t.d. er 4. kafli skýrslunnar látinn<br />

fjalla eingöngu um efni sem tengist 6. grein til og með 11. grein byggingarreglugerðar.<br />

Kaflinn þar á eftir fjallar um byggingarleyfi. Umfjöllun um<br />

byggingarleyfi tengist 12.-14. grein byggingarreglugerðar. Síðan eiga aðrir kaflar<br />

svipaða samsvörun s.s. hönnunargögn, byggingarstjóri og iðnmeistari og úttektir<br />

o.s.frv. Síðustu þrír kaflarnir; Stjórnsýsluaðgerðir, Vottanir og Byggingargallar<br />

víkja reyndar frá þessari meginreglu þar sem þeir hver um sig fjalla um afmarkaðra<br />

efni. Í upphafi hvers kafla er samantekt og síðan niðurstaða í lok hvers kafla.<br />

Eðli spurninga getur verið mismunandi. Þær tengjast oft beint ákveðnum greinum<br />

byggingarreglugerðar og geta t.d. varðað það hvort tiltekið ákvæði sé uppfyllt.<br />

Dæmi um það er þessi beina spurning: „Er byggingarleyfi alltaf skriflegt?“.<br />

Spurningar geta líka verið tengdar einstaka athöfnum sem þarf að framkvæma eigi<br />

ákvæði reglugerðar að vera uppfyllt. Þar má nefna dæmi um spurningar í greinum<br />

6.03 og 6.04 sem báðar tengjast yfirferð hönnunargagna. Í fyrri spurningunni er<br />

leitað eftir því með hvaða hugarfari byggingarfulltrúinn fer yfir hönnunargögn.<br />

Með síðari spurningunni er síðan leitað eftir því hvort hann framkvæmir þessa<br />

athöfn alltaf á þennan ákveðna hátt.<br />

Einnig er um að ræða beinar spurningar til byggingarfulltrúa. Þar er álits leitað.<br />

Það getur varðað samskipti, starfsaðstöðu, hvort breytinga sé þörf o.s.frv. Þessum<br />

spurningum fylgir yfirleitt ekki umfjöllun af hálfu skýrsluhöfundar. Þar er oftast<br />

aðeins gerð grein fyrir svörum við spurningunni. Í þessu sambandi verður að koma<br />

fram að skýrsluhöfundur skráði svör eftir munnlegri framsögn. Eðlilega er þar því<br />

alltaf um að ræða megininntak, eins og spyrill skildi byggingarfulltrúann. Einnig<br />

var stundum unnið frekar úr þessum svörum þannig að samhljóða svör eru í<br />

einhverjum tilvikum sameinuð í eitt. Auk þess kemur fyrir að svör eru stytt.<br />

Ábyrgð á því að þar sé rétt farið með mál er eðlilega skýrsluhöfundar.<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!