16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8.14 Niðurstöður<br />

Almennt virðist sem 70-80% byggingarfulltrúa geri alltaf kröfu um að verkþættir<br />

sem tengjast burðarþoli séu teknir út. Hvað varðar verkþætti tengda eldvörnum<br />

virðist tíðni úttekta ívið meiri eða um 82%. Síst eru teknar út klæðningar veggja og<br />

þaka þar sem einungis 21% byggingarfulltrúa segist alltaf taka þá verkþætti út.<br />

Samkvæmt þessu má því ætla að talsverður meirihluti starfi á svipaðan hátt, a.m.k.<br />

hvað varðar burðarþol og eldvarnir. Það sama á að sjálfsögðu við um þau 79% sem<br />

ekki taka út klæðningar. Ekki er samt að sjá að alltaf fari fram úttektir á öllum<br />

þeim verkþáttum sem tilgreindir eru í 48. grein byggingarreglugerðar.<br />

Nokkur meirihluti veitir byggingarstjórum heimild til eiginúttekta. Traust virðist<br />

ríkja af hálfu byggingarfulltrúa gagnvart þessum aðilum, því að um 55% þeirra<br />

segjast ekki krefjast skriflegrar staðfestingar á framgangi slíkra úttekta.<br />

Fram kemur í þessum kafla og víðar að umtalsverður hluti byggingarfulltrúa telur<br />

hegðun viss hluta byggingarstjóra vart ásættanlega. Lítið virðist samt gert í því að<br />

beita þeim úrræðum sem byggingarreglugerð heimilar að sé beitt vegna brota.<br />

Nánast virðist sem nokkurt ráðaleysi ríki í meðferð slíkra mála, enda eru<br />

byggingarfulltrúar ekki sammála um það hvort úrræði byggingarreglugerðar vegna<br />

brota séu fullnægjandi. Það hlýtur að benda til þess að þörf sé á að endurskoða<br />

úrræðin ef þeir sem eiga að beita þeim gera það almennt ekki þegar þess er þörf.<br />

Embættin virðast skiptast í tvo hópa varðandi álit á virkni úrræða. Annar hópurinn<br />

telur úrræðin fullnægjandi – samt er ekki að sjá að þeim sé beitt að ráði. Hinn<br />

hópurinn telur þau ófullnægjandi og beitir þeim því væntanlega ekki af þeim<br />

sökum.<br />

Litið er svo á að byggingarfulltrúar telji mikilvægt að byggingarstjórar kalli til<br />

úttekta. Samt virðast viðbrögð eða aðgerðir eftirlitsins oftast fremur veigalitlar<br />

þegar það bregst. Hvað varðar eiginúttektir er ekki að sjá annað en að þar sé þörf<br />

aukinna festu eða formlegheita. Greinilega þarf að líta þar frekar til ákvæða<br />

byggingarreglugerðar, greinar 30.4.<br />

Það virðist því eins og eftirlitið sýni stundum fremur afslappaða afstöðu gagnvart<br />

þessum málum. Það er miður, því að slíkt er aðeins til þess fallið að rugla<br />

markaðinn og veikja trúna á tilgang eftirlitsins sjálfs.<br />

Því er brýnt að fram fari frekari stefnumótun og reynt sé að ná fram samræmdri<br />

túlkun á ákvæðum reglugerðar varðandi úttektir meðal embætta byggingarfulltrúa.<br />

Þar virðist vanta frekari formlegheit, aukinn skýrleika og meiri ákveðni í ýmis<br />

samskipti.<br />

Skýrsluhöfundur vill í lokin taka undir orð byggingarfulltrúa sem fram koma í<br />

þessum kafla: „Til að ná því fram að byggingarfulltrúar séu almennt<br />

samstiga í athöfnum sínum varðandi framkvæmd úttekta er þörf fyrir<br />

almennar samræmdar verklagsreglur,“<br />

106

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!