16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.03 Að ganga úr skugga um réttmæti hönnunargagna<br />

Byggingarreglugerð, grein 9.4, gerir ráð fyrir að byggingarfulltrúi<br />

„gangi úr skugga“ um að hönnunargögn séu í samræmi við lög og<br />

reglugerðir. Ekki er nánar tilgreint hvernig beri að standa að því og<br />

ekki er vitað til að byggingarreglugerð eða önnur stjórnsýslugögn<br />

tilgreini sérstaklega hversu víðtæk yfirferð er innifalin í orðunum; „að<br />

ganga úr skugga um“.<br />

Til að upplýsa um með hvaða hugarfari byggingarfulltrúar yfirfara<br />

hönnunargögn var lögð fyrir þá eftirfarandi spurning:<br />

Hefur þú þá skoðun að byggingarfulltrúar eigi að fara ítarlega yfir<br />

hvern einstakan uppdrátt, eða telur þú eðlilegt að vísað sé til ábyrgðar<br />

hönnuðar – það sé þeirra að tryggja fullnægjandi vinnubrögð. Hver er<br />

afstaða þíns embættis og hvernig er hún „praktiseruð“ hvað þetta<br />

varðar?<br />

Hér eru sýnd fáein svör sem talin eru gefa nokkuð lýsandi yfirlit<br />

yfir þau svör sem bárust:<br />

Nákvæm yfirferð<br />

• „Miðað við reynslu þarf að fara ítarlega yfir uppdrætti, þeir eru<br />

mjög mismunandi. Ábyrgðin er samt sem áður alltaf hönnuðarins.“<br />

• „Farið er nákvæmlega yfir alla uppdrætti vegna þess að reynslan<br />

sýnir að það sé nauðsynlegt. Við núverandi aðstæður er hönnuðum<br />

ekki treystandi til að ganga frá hönnunargögnum á fullnægjandi<br />

hátt, þá er miðað við reynslu undanfarinna missera.“<br />

• „Hlutverk byggingarfulltrúa er að líta til þess að hönnunargögn séu í<br />

samræmi við lög og reglugerðir. Vísað er þar til ákvæða<br />

byggingarlaga og reglugerðar. Tel að byggingarfulltrúi eigi að geta<br />

haft áhrif á ákvarðanatöku hönnuðar og geti leitað til óháðra aðila til<br />

að fá staðfest álit sitt og túlkun. Skoða þarf eðli bygginga með tilliti<br />

til yfirferðar og eftirlits. Það er oft þörf á að fara vandlega yfir<br />

teikningar og kanna ítarlega hvað og hvernig hönnuðir skrá<br />

upplýsingar á teikningar. Það getur líka verið þörf á að líta til þeirra<br />

forsendna sem þeir byggja hönnun sína á t.d. varðandi burðarþol.“<br />

Leitað augljósra vankanta<br />

• „Hönnuðir bera fulla ábyrgð og það er þeirra að tryggja réttmæti<br />

hönnunargagna. Þeir eru löggiltir til sinna starfa því verður að gera<br />

þá kröfu til þeirra sem sérfræðinga að hlutir séu í þokkalegu lagi.<br />

Byggingarfulltrúans er að fylgjast með að hlutir séu gerðir eftir<br />

lögum og reglum, hlutverk hans er framar öðru að skoða hvort um<br />

sé að ræða einhverja augljósa vankanta.“<br />

47<br />

„Byggingarfulltrúi<br />

er<br />

framkvæmdastjóri<br />

byggingarnefndar.<br />

Hann gengur úr<br />

skugga um að<br />

aðaluppdrættir séu í<br />

samræmi við<br />

gildandi skipulag,<br />

lög og reglugerðir.<br />

...“<br />

„Byggingarfulltrúi<br />

ákveður í samræmi<br />

við reglugerð þessa<br />

hvaða<br />

hönnunargögn<br />

skulu lögð fram<br />

vegna<br />

byggingarleyfis.<br />

Hann gengur úr<br />

skugga um að þau<br />

séu í samræmi við<br />

þær reglur er gilda<br />

um viðkomandi<br />

byggingu eða<br />

mannvirki og áritar<br />

uppdrætti um<br />

samþykkt á þeim.<br />

...“<br />

(Bygg.regl. gr.9.3 og 9.4)<br />

„Byggingarfulltrúum<br />

er heimilt, að fengnu<br />

samþykki<br />

sveitarstjórnar, að<br />

fela prófhönnuði eða<br />

faggiltri<br />

skoðunarstofu<br />

skoðun og samþykki<br />

séruppdrátta.“<br />

(Bygg.regl. gr. 9.13)

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!