16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

9.07 Hverju þarf að breyta varðandi starfsaðstöðu?<br />

Byggingarfulltrúar voru spurðir hvort þeir teldu þörf breytinga á starfsaðstöðu<br />

byggingarfulltrúa. Spurningin var svohljóðandi:<br />

Hvað vildir þú helst sjá breytast varðandi starfsaðstöðu byggingarfulltrúa?<br />

Megininntak þeirra svara sem komu eru svohljóðandi:<br />

Leiðbeiningar/ túlkun ákvæða/ upplýsingagjöf<br />

• „Gefnar séu út leiðbeiningar með byggingarreglugerðinni. Þá er bæði átt við<br />

túlkun og tæknilegar leiðbeiningar. Vantar verklagsreglur um<br />

stjórnsýsluaðgerðir sérstaklega til nýrra starfsmanna.“<br />

• „Að gerð sé grein fyrir samræmdri túlkun allra heimildarákvæða. Hugsanlega<br />

að gefin yrði út gæðahandbók og leiðbeiningar sem hver byggingarfulltrúi gæti<br />

síðan aðlagað sínu embætti. Það þarf að vera fyrir hendi samræmd afstaða<br />

byggingarfulltrúa varðandi túlkun á reglugerðinni og hvernig sé tekið á málum.<br />

Samræmingin er sérstaklega mikilvæg fyrir minni embættin, það gefur þeim<br />

aukinn styrk að hægt sé að vísa til þess að allir starfi á sama hátt.“<br />

• „Byggingarfulltrúar fái almennt betri aðgang að lögfræðiaðstoð. Það vantar<br />

leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi stjórnsýslumál og lögfræðisvið. Sérstaklega<br />

er mikilvægt að vakin sé meiri athygli á breytingum á reglugerð þegar þær eru<br />

gerðar. Einnig að upplýst sé betur um breytingar á stöðlum og lögum er varða<br />

starfsemina og áhrif þessara breytinga á markaðinn.“<br />

Aðgerðir til að bæta undirbúning<br />

• „Vil sjá aðgerðir sem stuðla að betri undirbúningi verka og því að ákvæði<br />

reglugerðarinnar séu betur virt. Hönnuðum sé t.d. gert að hanna hluti sem þeir<br />

vanrækja í dag, eins og t.d. að taka ákveðnari afstöðu varðandi hljóðvistarmál.“<br />

Ýmsir þættir<br />

• „Skilja þarf á milli pólitíkur og tækni, starfsemi rekin á tæknilegum grunni á<br />

ekki að vera háð pólitískri skoðun.“<br />

• „Heppilegt er að embættin séu þannig skipuð að þar sé annars vegar<br />

byggingarfulltrúi og hins vegar skipulagsfulltrúi. Sami maðurinn sinni þannig<br />

ekki báðum þessum störfum. Þeir deili hins vegar sömu skrifstofu. Þetta gefur<br />

báðum stuðning, sérstaklega þegar um er að ræða víðáttumikil eins manns<br />

embætti.“<br />

• „Vil sjá samræmt skráningarkerfi fyrir byggingarsögu og yfir öll gögn hverrar<br />

byggingar, ef til vill sem hluta landsskrár fasteigna.“<br />

113

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!