16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.22 Vandamál í samskiptum við hönnuði<br />

Eftirfarandi spurning um samskipti við hönnuði var lögð fyrir byggingarfulltrúa:<br />

Kemur fyrir að samskipti við hönnuði sé vandamál? Sé svo hvernig lýsirðu því sem<br />

vandamáli?<br />

• Um 50% byggingarfulltrúa telja að<br />

yfirleitt komi ekki upp umtalsverð<br />

vandamál í samskiptum við hönnuði.<br />

• Um 38% byggingarfulltrúa lýsa<br />

andstæðri skoðun.<br />

• Um 12% taka ekki afstöðu eða svara<br />

ekki spurningunni.<br />

Svörin eru af misjöfnum toga. Fjalla sum<br />

um þætti sem þegar hefur verið greint frá í<br />

þessari skýrslu en önnur eru annars eðlis.<br />

Kemur fyrir Yfirleitt ekki Svara ekki<br />

Svör eru birt hér og eins og oft er sýndur dæmigerður eða lýsandi útdráttur:<br />

Ósáttir við athugasemd<br />

• „Hönnuðir bregðast oft þannig við athugasemd byggingarfulltrúa að um sé að<br />

ræða smámál. Þeir hafi getað sent inn svona gögn hjá öðrum<br />

byggingarfulltrúum og alltaf fengið þau afgreidd þar.“<br />

• „Það kemur helst fyrir þegar þeir eru ósáttir við athugasemdir. Vilja til dæmis<br />

að athugasemdir frá byggingarfulltrúa um ófullnægjandi teikningar séu dregnar<br />

til baka. Eru oft tregir til að breyta til samræmis við gerðar athugasemdir og<br />

jafnvel tregir til að viðurkenna réttmæti athugasemda.“<br />

• „Burðarþolshönnuðir eru stundum ósáttir við athugasemdir og vilja oftast<br />

rökræða málin frekar, telja sig þá hafa gert allt rétt.“<br />

• „Hefur komið fyrir gagnvart tækniuppdráttum þar sem erfiðlega getur gengið að<br />

fá afhentar nánari skýringar og frekari deili.“<br />

Reyna þrýsting<br />

• „Komið hefur fyrir að aðalhönnuður leggur fram ófullnægjandi gögn og er<br />

ófáanlegur til að lagfæra þau almennilega. Þá er gjarnan viðkvæðið að enginn<br />

geri þessar kröfur til gagna nema ég og í sumum tilfellum er það kannski rétt.<br />

Þá myndast stundum þrýstingur frá sveitarstjórnarmönnum um að liðka til fyrir<br />

viðkomandi byggjanda.“<br />

• „Það eru dæmi um að hönnuðir hafi móðgast og sent athugasemd eða aðfinnslu<br />

til byggingarnefndar vegna þess að byggingarfulltrúi gerði athugasemdir við<br />

hönnunargögn þeirra.“<br />

• „Vandamál getur helst skapast þegar menn reyna að komast upp með að skila<br />

ófullnægjandi gögnum og reyni síðan að beita þrýstingi til að fá þau í gegn.“<br />

68<br />

Koma fyrir vandamál í samskiptum<br />

við hönnuði?<br />

38%<br />

50%<br />

12%

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!