16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Formáli<br />

Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 fer umhverfisráðherra með<br />

yfirstjórn byggingarmála en ráðherra til aðstoðar er <strong>Skipulagsstofnun</strong>. Frá árinu<br />

2002 hefur við gerð frumvarpa til skipulagslaga annars vegar og mannvirkjalaga<br />

hins vegar verið reiknað með því að byggingarmál verði færð frá <strong>Skipulagsstofnun</strong><br />

til nýrrar Byggingarstofnunar sem að stofni til væri nú starfandi Brunamálastofnun.<br />

Vegna verulegrar aukningar afgreiðslu skipulagsmála hjá <strong>Skipulagsstofnun</strong> frá<br />

gildistöku skipulags- og byggingarlaganna 1. janúar 1998 og vegna þess að<br />

byggingarmálin voru á leið frá stofnuninni dró stofnunin, frá árinu 2004, verulega<br />

úr áherslum á byggingarmál. Þar sem dráttur varð á að frumvörpin yrðu að lögum<br />

skapaðist ákveðið óvissuástand þar sem byggingarfulltrúar, hönnuðir og aðrir þeir<br />

sem koma að byggingarmálum áttu erfitt með að átta sig á því hvert þeir gætu<br />

snúið sér varðandi ráðleggingar. Verkaskipting milli umhverfisráðuneytis,<br />

<strong>Skipulagsstofnun</strong>ar, Brunamálastofnunar og annarra stofnana var í framkvæmd<br />

orðin nokkuð óljós.<br />

<strong>Skipulagsstofnun</strong> tók málið upp á samráðsfundi stofnunarinnar og<br />

umhverfisráðuneytisins í október 2006. Vorið 2007 náðist samstaða um það á milli<br />

umhverfisráðuneytisins, <strong>Skipulagsstofnun</strong>ar og Brunamálastofnunar að gert yrði<br />

átak í byggingarmálunum. Ákveðið var gera könnun á stöðu byggingareftirlits í<br />

landinu í samráði við félag byggingarfulltrúa og vinna í framhaldi af því að gerð<br />

leiðbeininga til að stuðla að samræmingu vinnubragða byggingarfulltrúa við<br />

afgreiðslu og eftirlit.<br />

Ákveðið var að auglýsa eftir starfsmanni sem myndi sinna þessu verkefni. Þar sem<br />

<strong>Skipulagsstofnun</strong> hafði ekki fjármagn í verkefnið var ákveðið að Brunamálastofnun<br />

myndi greiða nýjum starfsmanni laun og gert ráð fyrir að hann hefði vinnuaðstöðu<br />

á <strong>Skipulagsstofnun</strong> þar til hann flyttist yfir til Byggingarstofnunar með nýjum<br />

mannvirkjalögum.<br />

Benedikt Jónsson, verkfræðingur var ráðinn til starfans og hefur honum tekist í<br />

samráði við félag byggingarfulltrúa að safna mikilvægum upplýsingum um<br />

framkvæmd byggingareftirlitsins og störf og starfsaðstöðu byggingarfulltrúa.<br />

Niðurstöður Benedikts eru birtar í þessari skýrslu ásamt hugmyndum um hvernig<br />

bregðast megi við og bæta úr því betur mætti fara.<br />

Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!