16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

6.27 Niðurstöður<br />

Sjónarmið byggingarfulltrúa varðandi samskipti við hönnuði og meðhöndlun<br />

hönnunargagna ekki samræmt. Stundum er hægt að tala um að fyrir hendi séu<br />

ákveðnar meginlínur, þá kannski tvær eða fleiri. Sérstaklega má þar nefna eitt<br />

grundvallaratriði að menn túlka á mjög mismunandi hátt hvernig byggingarfulltrúa<br />

ber að yfirfara hönnunargögn.<br />

Því er mikilvægt að nánar sé skilgreint hvernig ber að yfirfara hönnunargögn.<br />

Hvað sé fólgið í þeirri aðgerð og hvernig sé heppilegast að standa að henni. Þá að<br />

sjálfsögðu í þeim tilgangi að tryggja að ákvæðum byggingarreglugerðar sé ávallt<br />

framfylgt og að gengið sé eftir því á samræmdan hátt.<br />

Byggingarfulltrúar sjá góð vinnubrögð á hönnunargögnum þó að viðurkennt sé að<br />

það geti hent flesta hönnuði að gera mistök. Einnig kom fram að hluti hönnuða<br />

leggur ítrekað fram ófullnægjandi gögn. Nokkrir byggingarfulltrúar orða það<br />

þannig að sá hópur noti þá sem prófarkalesara. Því má ætla að oft sé óþarflega<br />

miklu af tíma byggingarfulltrúa varið í að fjalla um einstök mál einhvers hluta<br />

löggiltra hönnuða sem ekki hafa metnað til að skila fullnægjandi verki. Gera má<br />

ráð fyrir að aðrir þeir sem þurfa að leita til embættanna geti af þessum sökum<br />

fengið lakari þjónustu en ella.<br />

Þrátt fyrir að byggingarreglugerð, gr. 211.1, tilgreini viðurlög leggi hönnuður fram<br />

hönnunargögn þar sem brotið er í bága við ákvæði Skipulags- og byggingarlaga og<br />

byggingarreglugerðar, er ekki að sjá að almennt sé tekið á þeim málum.<br />

Hluti byggingarfulltrúa telur þörf einfaldari úrræða gagnvart þessum brotum og að<br />

skortur sé á skýrari reglum um lámarksgæði framlagðra hönnunargagna. Aðrir eru<br />

öndverðrar skoðunar, telja úrræðin fullnægjandi. Þrátt fyrir að sumir telji úrræðin<br />

fullnægjandi er ekki annað að sjá en að vandamál sé fyrir hendi og úrræðum ekki<br />

beitt.<br />

Það er ljóst að þetta mál leysist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf aukna festu og<br />

frekari skýrleika í þessi ákveðnu samskipti. Hér þarf að gera kröfur byggingareftirlitsins<br />

skýrari og betur samræmdar. Einnig er nokkuð augljóst að vegna<br />

þessara sérstöku brota vantar einföld og fljótvirk úrræði. Mjög mörgum<br />

byggingarfulltrúum er þetta að sjálfsögðu ljóst eins og víða kemur fram í svörum<br />

þeirra.<br />

Vitnað er hér í nokkrar leiðir sem þeir benda á til úrbóta:<br />

„Það þarf markvissari umfjöllun um skyldur hönnuða og hönnunargögn í reglugerð<br />

og lögum. Einnig er þörf á leiðbeiningum stjórnvalds á þessu sviði, ekki aðeins<br />

fyrir byggingarfulltrúa heldur einnig fyrir hönnuði.“<br />

„Það vantar skýrari reglur um ábyrgð hönnuða á því að hönnunargögn séu<br />

fullnægjandi þegar þau eru afhent byggingaryfirvöldum. Þá með það að markmiði<br />

að komið sé í veg fyrir margfalda yfirferð byggingarfulltrúa yfir gögn einstakra<br />

hönnuða. Skilgreina þarf lámarks gæðakröfu til hönnunargagna. Einnig þarf<br />

einföld og skilvirk úrræði uppfylli framlögð gögn ekki settar gæðakröfur.“<br />

„Með góðum gátlista sem unninn væri í samvinnu byggingarfulltrúa og hönnuða<br />

mætti hugsanlega bæta ástand mála.“<br />

75

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!