16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

7.11 Niðurstöður<br />

Í kaflanum sem hér er fjallað um kemur fram að hluti byggingarstjóra gerir sér ekki<br />

grein fyrir ábyrgð sinni og hlutverki. Jafnvel hjá þeim byggingarfulltrúum sem<br />

könnuðust ekki við nein vandamál í samskiptum við byggingarstjóra kom samt<br />

fram að „kannski vantar meiri fræðslu um ábyrgð þeirra og störf“. Eðlilegt er því<br />

að líta svo á að þörf sé á að fræða byggingarstjóra frekar um þá ábyrgð sem þeir<br />

bera og um þau störf sem þeim ber að sinna.<br />

Brot byggingarstjóra eru fjölbreytt og virðast nokkuð tíð hjá hluta stéttarinnar.<br />

Ætla má að með aukinni fræðslu megi bæta ástandið en einnig þurfa úrræði við<br />

brotum að vera skýr og þeim beitt á samræmdan hátt.<br />

Spurðir um úrræði telur nokkur meirihluti byggingarfulltrúa að fullnægjandi úrræði<br />

vegna brota séu fyrir hendi. Aðrir eru því ekki sammála og telja frekari úrræði<br />

vanta. Þá skýrari, fljótvirkari og einfaldari úrræði. Hvorugur hópurinn virðist beita<br />

úrræðum að neinu ráði þó svo að báðir hópar viðurkenni að reglur séu brotnar. Því<br />

virðist sem nokkuð ráðaleysi sé ríkjandi í þessum málum.<br />

Greinilega er þörf á frekari umræðu eða stefnumótun um meðhöndlun brota gegn<br />

ákvæðum byggingarreglugerðarinnar, sérstaklega hvernig á þessum brotum skuli<br />

tekið. Þar virðist hugmynd um punktakerfi svipað og vegna umferðarlagabrota<br />

eiga talsverðan hljómgrunn meðal stéttarinnar, enda er oft um að ræða smærri brot<br />

sem gjarnan eru ítrekuð. Þar gæti eiginleiki punktakerfisins til uppsöfnunar hentað.<br />

Þrátt fyrir að mikill hluti umfjöllunar hér sé um úrræði og brot skiptir eðlilega<br />

meginmáli að byggingarfulltrúar bregðist allir á sama hátt við öllum málum sem<br />

upp koma. Misvísandi túlkun embætta er til þess fallin að rugla markaðinn. Því er<br />

tekið undir álit byggingarfulltrúa sem fram kom hér að framan.<br />

Svo vitnað sé í ummælin: „Verklagsreglur þarf til að samræma aðgerðir, þannig<br />

að allir byggingarfulltrúar afgreiði mál eins“.<br />

89

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!