16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

9.06 Hverju þarf helst að breyta í byggingarreglugerð?<br />

Kannað var meðal byggingarfulltrúa hvaða þættir það væru í byggingarreglugerð<br />

sem þeir helst vildu sjá breytt. Spurningin sem lögð var fyrir þá var þessi:<br />

Hvað vildir þú helst sjá breytast í byggingarreglugerðinni?<br />

Megininntak svara:<br />

Faglegur ritstjóri<br />

• „Tel mikilvægt þegar reglugerðin er gefin út að yfir henni sé faglegur ritstjóri,<br />

hugsanlega þó tveir, annar varðandi lögfræðilega þætti og hinn varðandi<br />

tæknilega þætti. Þeir starfi síðan áfram eftir að reglugerðin hefur verið gefin út<br />

og sjái um allar þær breytingar sem kunna að vera gerðar á reglugerðinni í<br />

framtíðinni. Einnig þarf að vera skilgreint að reglugerðinni sé ekki breytt nema<br />

með einhverju fyrir fram ákveðnu árabili.“<br />

Notendavænt<br />

• „Reglugerðin mætti vera skýrari, ítarlegri og aðgengilegri fyrir almennan<br />

notanda, bent er á í því sambandi hvernig danska byggingarreglugerðin er fram<br />

sett. Heimildarákvæði þurfa að vera nánar skilgreind og lýst hvernig, hvenær<br />

og hvar á að beita þeim.“<br />

• „Framsetning á tækniatriðum er ekki nægilega hnitmiðuð, t.d. varðandi íbúðir<br />

þá þarf að leita í fleiri köflum. Einnig ætti allt það sem fram þarf að koma á<br />

aðaluppdrætti að birtast á sama stað en ekki í mörgum mismunandi köflum.<br />

Það sem tengist eða fer saman þarf að vera á svipuðum stað eða að skýr tilvísun<br />

sé á milli.“<br />

• „Það þarf ekki að breyta miklu í byggingarreglugerðinni. Það væri heppilegt að<br />

koma henni þannig fyrir tölvutækt að hún virki sem gagnagrunnur þannig að<br />

hægt sé að nota leitarorð og finna samhangandi atriði. Í slíkri framsetningu<br />

þyrfti hún að vera staðsett miðlægt á Netinu.“<br />

Ýmsir þættir<br />

• „Styrkja þarf ákvæðin varðandi úrræði byggingarfulltrúa.“<br />

• „Tel að byggingarreglugerð eigi að vera sett fram á þann hátt sem gert er í dag á<br />

meðan ekki eru til fullnægjandi staðlar og leiðbeiningarskjöl því að ef<br />

tæknilegar skilgreiningar eru ekki í reglugerðinni verða þær að vera til annars<br />

staðar hér innanlands. En því miður eru nánast engin slík tæknigögn til<br />

hérlendis sem lýst geta eða leiðbeint varðandi frágang og þess háttar mál.“<br />

Minni háttar mannvirki<br />

• „Það þyrfti sérstök ákvæði eða smáhýsareglugerð gagnvart minni byggingum.<br />

Þar ættu að vera vægari kröfur, t.d. fyrir sumarbústaði, einbýli, parhús og<br />

raðhús, sérstaklega gagnvart eftirliti og hönnunargögnum. Einnig mættu minni<br />

landbúnaðarbyggingar falla undir þennan þátt. Reglur gagnvart byggingum<br />

undir 10 fermetrum þarf að setja fram þar sem ekki er krafist fullkominna<br />

aðalteikningar löggiltra hönnuða heldur bara afstöðu myndar, veigaminni<br />

teikninga eða jafnvel bæklings. Átt er við að í raun sé skilgreint sérstaklega<br />

fyrir hvaða tegundir af mannvirkjum þarf alvöru byggingarleyfi.“<br />

112

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!