16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8.05 Álagsprófanir<br />

Vegna álagsprófana var lögð eftirfarandi spurning fyrir byggingarfulltrúa:<br />

Hefur þú beitt heimildarákvæði greinar 9.12 um álagsprófanir vegna<br />

burðarþols eða virkniprófun lagnakerfa, þá hvenær eða við hvaða<br />

aðstæður?<br />

Hvað álagsprófanir varðar þá tengdust svör byggingarfulltrúa að mestu<br />

þjöppuprófi á fyllingum og þrýstiprófun lagnakerfa. Hvort tveggja á nær<br />

alltaf við um nýbyggingar. Eitt dæmi kom þó fram um álagsprófun vegna<br />

athugunar á burðarþoli eldri byggingar.<br />

Krafan um burðarþolsprófun þjappaðrar fyllingar er algengust<br />

suðvestanlands, enda er aðgengi að slíkum prófunum auðveldast þar.<br />

• Ekki er að sjá að almennt samræmi sé milli þeirra krafna sem gerðar eru<br />

til þjöppunar fyllinga. Sumir byggingarfulltrúar krefjast prófunar á<br />

öllum þjöppuðum fyllingum. Aðrir eru með skilmála sem geta tengst<br />

ýmsum þáttum s.s. þykkt fyllingar, stærð húss, jafnvel því á hvers vegum<br />

húsið er byggt, t.d. er talað um að þjöppunar sé alltaf krafist vegna<br />

byggingar húsa í opinberri eigu. Síðan er þriðji hópurinn sem gerir ekki<br />

slíka kröfu.<br />

• Betra samræmi virðist milli þeirra hvað varðar þrýstiprófun lagnakerfa.<br />

Þar sem oftast er gerð krafa um að lagnir séu þrýstiprófaðar við úttekt<br />

lagnakerfa. Það kom því nokkuð á óvart að ekki sést annað á svörum en<br />

að nálægt 30% byggingarfulltrúa virðist ekki alltaf gera kröfu um að<br />

lagnakerfi nýbygginga séu þrýstiprófuð.<br />

8.06 Lokaúttekt/ stöðuúttekt<br />

Samkvæmt upplýsingum frá byggingarfulltrúum styðjast 76% þeirra við<br />

gátlista eða starfa að lokaúttekt samkvæmt ákveðnum fyrir fram gerðum<br />

verklagsreglum. Um 18% segjast ekki styðjast við slík gögn og 6% tóku<br />

ekki afstöðu eða svöruðu ekki spurningunni.<br />

Allir byggingarfulltrúar afhenda byggingarstjórum skriflega staðfestingu á<br />

því að lokaúttekt eða stöðuúttekt hafi farið fram.<br />

Ef byggingarfulltrúar gera athugasemd um ólokin verk við loka- eða<br />

stöðuúttekt, kveðast um 94% þeirra afhenda byggingarstjóra slíkar<br />

athugasemdir skriflega.<br />

96<br />

„Byggingarfulltrúa er<br />

heimilt á kostnað<br />

byggjanda að krefjast<br />

álagsprófunar á<br />

mannvirki til<br />

staðfestingar<br />

burðarþoli og<br />

virkniprófunar<br />

lagnakerfa. ...“<br />

(Bygg.reglug. gr. 9.12)<br />

„Þegar smíði húss<br />

er að fullu lokið skal<br />

byggingarstjóri eða<br />

byggjandi óska eftir<br />

lokaúttekt. Einnig<br />

geta þeir, sem<br />

hönnuðir og<br />

byggingarstjóri<br />

keyptu<br />

ábyrgðartryggingu<br />

hjá, krafist<br />

lokaúttektar. ...“<br />

(Bygg.reglug. gr. 53.1)

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!