16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

7.0 Byggingarstjórar og iðnmeistarar<br />

7.01 Samantekt<br />

Kafli þessi um byggingarstjóra og iðnmeistara tengist ákvæðum byggingarreglugerðar,<br />

að mestu grein 31 til og með 47. grein.<br />

Ekki kemur fram annað í þessum kafla en að alltaf sé gert ráð fyrir að<br />

byggingarstjórar séu skráðir á verk. Fyrir hendi eru ákveðnar meginstefnur<br />

varðandi það hvaða meistara byggingarfulltrúar gera kröfur um að séu skráðir á<br />

einstök verk. Ekki er hægt að tala þar um fullt samræmi milli embætta en nokkuð<br />

sterka samsvörun. Skiptar skoðanir eru á meðal byggingarfulltrúa um það hvort<br />

þeir vilji breyta því kerfi byggingarstjóra og iðnmeistara sem nú er við lýði. Hluti<br />

þeirra vill engar breytingar, aðrir vilja ýmist sjá meiri eða minni afskipti<br />

byggingarfulltrúa af starfsemi iðnmeistara.<br />

Ákvæði byggingarreglugerðar um staðfestingu verkloka, sbr. byggingarreglugerð<br />

gr. 35.2, er almennt ekki virt nema því aðeins að lokaúttekt verks fari fram. Lítill<br />

hluti byggingarfulltrúa kveðst alltaf ganga eftir því að þetta ákvæði sé virt.<br />

Byggingarfulltrúar eru ekki sammála um hvort auka þurfi úrræði byggingarreglugerðar<br />

vegna brota byggingarstjóra. Þeir eru þó sammála um að úrræðum<br />

byggingarreglugerðar sé yfirleitt ekki beitt, þrátt fyrir að oft sé ástæða til.<br />

Talsverðum hluta þeirra finnst jákvætt ef hægt væri að koma á einfaldari úrræðum<br />

vegna brota, t.d. byggðu upp á punktakerfi svipuðu og gagnvart umferðarlagabrotum.<br />

Margir telja að frekari formlegheit eða festa sé æskileg í ýmsum samskiptum<br />

byggingarfulltrúa við byggingarstjóra og iðnmeistara. Samræmdar verklagsreglur<br />

og/eða leiðbeiningar um slík samskipti væru til bóta. Nokkur hluti vill sjá heimild<br />

til að hafa afgreiðslur vegna smáverka einfaldari. Þá ýmist þannig að<br />

byggingarstjóri einn sé þar skráður á verk hjá byggingarfulltrúa eða að meistara sé<br />

heimilt að sjá um verk án byggingarstjórans.<br />

Meirihluti byggingarfulltrúa kannast við að upp komi vandamál vegna<br />

byggingarstjóra. Nokkuð er um að byggingarstjórar láti hjá líða að kalla<br />

byggingarfulltrúa til úttektar. Eitthvað er einnig um að þeir sem þó kalla<br />

byggingarfulltrúa til úttekta séu síðan ekki viðstaddir úttektina sjálfir.<br />

Kvartað er yfir því að hluti byggingarstjóra sinni eftirliti ekki nægjanlega, vikið sé<br />

frá uppdráttum, byggingarstjórinn standi sig ekki nægjanlega vel við að tryggja að<br />

réttir uppdrættir séu á byggingarstað og talað er um „byggingarstjóra í fjarvinnslu“<br />

þ.e. þá sem taka að sér byggingarstjórn en eru staðsettir í öðrum landshluta og<br />

koma aldrei á byggingarstað. Þá er talið alvarlegt vandamál hversu algengt sé að<br />

byggingarstjórar afli ekki upplýsinga um eiginleika eða vottun þeirrar vöru sem<br />

þeir nota til mannvirkjagerðar.<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!