16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

9.04 Eru úrræði fullnægjandi?<br />

Nokkuð eru skiptar skoðanir meðal byggingarfulltrúa á því hvort þau úrræði sem<br />

byggingarreglugerð heimilar að beitt sé gagnvart brotum séu fullnægjandi.<br />

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir þá vegna þessa:<br />

„Hafa byggingarfulltrúar fullnægjandi úrræði til að tryggja að ákvæðum<br />

byggingarreglugerðar sé framfylgt?“<br />

• Um 26% byggingarfulltrúa telja úrræðin ekki fullnægjandi.<br />

• Um 59% telja nægjanleg úrræði fyrir hendi í reglugerðinni en bæta yfirleitt við<br />

athugasemd um að þeim sé lítið beitt.<br />

• Um 15% svöruðu ekki.<br />

Eins og kemur fram hér að ofan telur meirihluti byggingarfulltrúa að nægileg<br />

úrræði séu fyrir hendi í byggingarreglugerð. Einnig kemur þar fram að þrátt fyrir<br />

að úrræði séu fyrir hendi þá sé þeim ekki beitt.<br />

Nánara álit er síðan birt hér að neðan. Samkvæmt því er það ekki skortur á<br />

úrræðum sem er vandamálið, fremur skortur á vilja til að beita þeim. Því breyti<br />

það litlu að fjölga úrræðum sem er síðan aldrei beitt.<br />

Megininntak svara:<br />

Skortur á vilja<br />

• „Ýmis ákvæði byggingarreglugerðarinnar eru nánast óvirk vegna skorts á<br />

pólitískum vilja til að framfylgja þeim.“<br />

• „Úrræðin eru flest fyrir hendi en í einhverjum tilvikum gætu embættin þurft<br />

meiri styrk til að framfylgja þeim. Sé sveitarstjórn ekki samstiga<br />

byggingarfulltrúa getur verið vandamál að framfylgja einstökum ákvæðum<br />

reglugerðarinnar.“<br />

• „Það væri jákvætt ef tæknileg störf, t.d. byggingareftirlit, væru tekin út úr<br />

pólitískum afskiptum byggingarnefnda.“<br />

Verklagsreglur/ leiðbeiningar<br />

• „Úrræði til að framfylgja ákvæðum byggingarreglugerðar eru fyrir hendi. Þau<br />

eru seinvirk og hugsanlega óljós. Eðlilegt er að fyrir hendi séu verklagsreglur<br />

varðandi það hvernig þeim sé best beitt.“<br />

• „Marka þarf betur og samræma, t.d. með leiðbeiningum, hvaða úrræði<br />

byggingarfulltrúar hafa og hvernig þeim er best beitt.“<br />

Frekari úrræði<br />

• „Það vantar viðurlög og úrræði kalli byggingarstjóri ekki til áfangaúttekta og<br />

lokaúttekta.“<br />

• „Það vantar t.d. sektarákvæði inn í reglugerð sem gætu virkað fælandi gegn<br />

óleyfisframkvæmdum, ítrekuðum og gerðum af ásetningi.“<br />

110

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!