16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.15 Niðurstöður<br />

Eins og fram kemur fjallar kafli þessi að mestu um starfsaðstöðu, skráningar og<br />

varðveislu gagna. Embættin sem fjallað er um eru mjög misstór bæði hvað varðar<br />

umsvif og landfræðilega víðáttu. Starfsmenn eru allt frá því að vera einn í<br />

hlutastarfi í það að vera á þriðja tug í fullu starfi þar sem flest er. Eðlilega verður<br />

því að gera ráð fyrir að eitthvað sé staðið mismunandi að verki hjá embættunum,<br />

enda fæst ekki annað séð við lestur þessa kafla en að einhver munur sé á<br />

afgreiðslum þeirra og starfsemi hvað varðar þá þætti sem hér er fjallað um.<br />

Það er eðlileg krafa þeirra sem viðskipti eiga við þessi embætti að þeir fái<br />

sambærilega afgreiðslu og sömu túlkun laga og reglugerðar hjá öllum embættum,<br />

óháð staðsetningu og stærð embættanna. Aukin samræming á starfsemi<br />

embættanna er því mikilvæg.<br />

Fram kemur hjá hluta byggingarfulltrúa að þeir telja þörf aukinnar samræmingar á<br />

störfum, enda eru almennt vel samræmd vinnubrögð og samræmd túlkun ákvæða<br />

Skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar mikilvæg leið til þess að<br />

bæta og jafna aðstöðu allra embætta.<br />

Eftirfarandi þættir, sem komu fram í viðtölum við byggingarfulltrúa vegna þessarar<br />

könnunar, eru allir taldir til þess fallnir að samræma vinnubrögð og styrkja<br />

starfsaðstöðu embætta:<br />

Aukinn bakstuðning þarf frá stjórnvöldum t.d. þannig að fyrir hendi séu ákveðnir<br />

tengiliðir í stjórnsýslustofnunum. Þá bæði hjá stjórnsýslu byggingarmála og öðrum<br />

stofnunum sem byggingarfulltrúar þurfa að hafa samskipti við s.s. Vinnueftirliti,<br />

Umhverfisstofnun o.fl.<br />

Mikilvægt er að skýrar leiðbeiningar og verklagsreglur séu fyrir hendi. Þær geti<br />

hugsanlega verið í formi handbókar þar sem fram koma almennar leiðbeiningar og<br />

túlkun á reglum. Heppilegt væri að hafa gátlista, einnig væri æskilegt að fyrir<br />

hendi væri uppsetning allra helstu eyðublaða.<br />

Talið er æskilegt að haldið sé námskeið um lögfræðilega þætti, t.d. stjórnsýslumál.<br />

Hluti byggingarfulltrúa vill aukna samvinnu um skráningu og varðveislu gagna, t.d.<br />

með samræmdum gagnagrunni. Rétt er að taka fram að skiptar skoðanir eru um<br />

þetta atriði þar sem mörg embætti eru nú þegar með öflug skráningarkerfi. Hins<br />

vegar væri óneitanlega heppilegt, sérstaklega fyrir minni embætti, að aðgangur<br />

væri fyrir hendi að slíku samræmdu kerfi.<br />

Mikilvægt er einnig að fyrir hendi séu einfaldari úrræði vegna brota eða vanefnda,<br />

sérstaklega vegna hönnuða og byggingarstjóra, þar sem þeim úrræðum sem fyrir<br />

hendi eru í dag er lítið beitt, enda telja margir byggingarfulltrúar að þau henti ekki<br />

vegna algengustu brota þessara aðila.<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!