16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

9.08 Niðurstöður<br />

Byggingarfulltrúar hafa almennt aðgang að lögfræðiaðstoð þurfi þeir að beita<br />

úrræðum sem byggingarreglugerð gerir ráð fyrir að beitt sé vegna brota. Sé þessi<br />

kafli skoðaður í samhengi við það sem áður hefur komið fram í skýrslunni verður<br />

þó að telja að fremur lítið reyni á þessa aðstoð hvað varðar þessar einstöku aðgerðir<br />

þar sem vart verða dregnar aðrar ályktanir en þær að úrræðum gagnvart brotum sé<br />

lítið beitt.<br />

Yfirgnæfandi meirihluti stéttarinnar telur þörf á verklagsreglum sem fjalla um<br />

hvernig beita á þvingunarúrræðum. Í því sambandi er einnig talin þörf á að<br />

skilgreina brot byggingarstjóra og hönnuða nánar, t.d. tilskilin lágmarksgæði<br />

hönnunargagna.<br />

Í raun kemur þar aftur fram það sama og áður, að þörf sé stefnumótunar um<br />

hvernig heppilegast sé að embættin taki á algengustu brotum hönnuða og<br />

byggingarstjóra, enda telur hluti byggingarfulltrúa sig ekki sinna eðlilegri yfirferð<br />

yfir gögn einstakra hönnuða heldur sé þar um prófarkalestur að ræða. Eins hefur<br />

áður verið bent á ýmsa aðfinnsluverða þætti gagnvart byggingarstjórum.<br />

Telja verður að byggingarfulltrúar gefi ekki annað til kynna en að þeir séu<br />

þokkalega sáttir við byggingarreglugerðina eins og hún er í dag. Þeir vilja þó<br />

sumir að hún verði á vissan hátt notendavænni og framsetningin hnitmiðaðri.<br />

Varðandi breytingar á byggingarreglugerð er talið æskilegt að meiri festu gæti<br />

gagnvart því hvenær henni er breytt og hvernig breytingarnar eru kynntar.<br />

Einhver hluti byggingarfulltrúa telur æskilegt að hægt sé að taka á málum eftir<br />

mikilvægi þannig að afgreiðsla smáverka verði einfaldari en afgreiðsla flóknari<br />

mála. Talin er þörf á samræmdri túlkun helstu heimildarákvæða, þá hugsanlega<br />

sem hluta af gæðahandbók eða almennum leiðbeiningum.<br />

Eins og kemur fram í þessari skýrslu er nokkuð um að byggingarfulltrúar geri<br />

athugasemdir vegna hönnunargagna. Þær athugasemdir tengjast að öllu jöfnu því<br />

að hönnunargögnin uppfylla ekki kröfur byggingarreglugerðar.<br />

114

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!