16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8.0 Úttektir<br />

8.01 Samantekt<br />

Efni þessa kafla tengist þeim þáttum byggingarreglugerðar er varða úttektir. Þá að<br />

mestu grein 48 til og með grein 55. Eins og jafnan var gert er könnuð framkvæmd<br />

og eftirfylgni vegna ákvæða reglugerðarinnar auk þess sem álits byggingarfulltrúa<br />

er leitað.<br />

Almennt sjá embættin sjálf um allar áfanga-, loka- og stöðuúttektir. Verktakar eru<br />

ráðnir í einhverjum mæli en hlutur þeirra er óverulegur. Ekki eru allir verkþættir<br />

sem tilgreindir eru í 48. grein byggingarreglugerðar alltaf teknir út. Frágangur ystu<br />

klæðninga er síst tekinn út en oftast eru teknir út verkþættir er varða eldvarnir.<br />

Hvað varðar könnun efnisgæða virðist fremur sjaldgæft að þau séu könnuð við<br />

úttekt. Einungis um þriðjungur byggingarfulltrúa kvaðst stundum kanna efnisgæði<br />

en aðrir kanna þau ekki.<br />

Álagsprófunar jarðvegsfyllingar er ekki krafist nema hjá einstaka embættum.<br />

Þrýstiprófunar lagnakerfa er ekki krafist hjá öllum embættum, þar sem um 30%<br />

setja aldrei fram þá kröfu.<br />

Nokkur meirihluti byggingarfulltrúa veitir iðnmeisturum og byggingarstjórum að<br />

einhverju marki heimild til úttektar á eigin verkum. Traust ríkir milli þessara aðila<br />

því að rúmur helmingur þeirra byggingarfulltrúa, sem veitir slíka heimild, krefst<br />

ekki skriflegrar staðfestingar á framgangi eiginúttekta.<br />

Nokkur meirihluti byggingarfulltrúa grípur til ráðstafana kalli byggingarstjóri ekki<br />

til úttektar, aðrir gera ekkert komi slíkt fyrir. Sé gripið til ráðstafana eru<br />

viðbrögðin oftast þannig að rætt er við byggingarstjóra um málið. Dæmi þekkist<br />

þó um áminningu skv. 212. gr. byggingarreglugerðar. Einnig hefur komið fyrir að<br />

verk væri gegnumlýst eða rifið að hluta. Talið er að byggingarfulltrúa vanti<br />

heppileg úrræði kalli byggingarstjóri ekki til úttekta, þar meðtaldar eru lokaúttektir.<br />

Hluti byggingarfulltrúa vill fjölgun úttekta. Þá helst milli fokheldis- og<br />

lokaúttektar. Þannig fram fari sérstök úttekt brunahólfana. Einnig telja þeir þörf á<br />

að úttektir á rakavarnarlögum og einangrun séu ávallt framkvæmdar.<br />

Hluti vill auka gæðagát við úttektir, hafa verklagsreglur, þannig að byggingarfulltrúar<br />

verði betur samstiga í athöfnum sínum. Einnig sé mikilvægt að gæðakerfi<br />

sé fyrir hendi hjá meisturum og byggingarstjórum þannig að þeir yfirfari ávallt verk<br />

sín áður en kallað er eftir úttekt byggingarfulltrúa.<br />

Hluti byggingarfulltrúa vill hafa þann sveigjanleika í úttektarkerfinu að hægt sé að<br />

semja við byggingarstjóra um úttektir vegna hvers einstaks verks. Þá þannig að<br />

heimilt sé að fjölga eða fækka úttektum byggingarfulltrúa frá því sem<br />

byggingarreglugerð, 48. grein, gerir ráð fyrir.<br />

Kvartað er yfir eftirfarandi þáttum vegna byggingarstjóra: Oft kemur fyrir að<br />

teikningar eru ekki á byggingarstað við úttekt. Gögn um efniseiginleika<br />

byggingarvöru liggja yfirleitt ekki fyrir. Byggingarstjóri mætir ekki til úttektar.<br />

Oft er vikið frá uppdráttum. Kallað er of seint til úttektar, stundum eftir að byrjað<br />

er að steypa. Stundum er kallað of snemma til úttektar, þá áður en verki er lokið.<br />

Sumir byggingarstjórar sinna ekki hlutverki sínu, koma aldrei á byggingarstað.<br />

Síðan var nefnt að almennt er misbrestur á því að kallað sé til lokaúttektar.<br />

91

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!