16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.0 Hönnunargögn<br />

6.01 Samantekt<br />

Kafli þessi um hönnunargögn tengist ákvæðum byggingarreglugerðar um hönnuði<br />

og hönnunargögn, þ.e. grein 15 til og með grein 24. Eins og í öðrum köflum er<br />

annars vegar könnuð framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar en hins vegar leitað<br />

álits byggingarfulltrúa. Stutt samantekt á efni kaflans er birt hér að neðan:<br />

Almennt virðast embætti byggingarfulltrúa ganga sjálf úr skugga um að<br />

hönnunargögn uppfylli settar kröfur. Eitthvað er þó um að verktakar sjái um slík<br />

störf eða hjá u.þ.b. helmingi embætta. Hlutur verktaka af heildarumfangi er þó<br />

óverulegur. Nokkuð virðist misjafnt hvort alltaf sé gengið eftir því að öll ákvæði<br />

byggingarreglugerðar séu uppfyllt s.s. að alltaf sé tilgreindur staðall í<br />

efnislýsingum uppdrátta, að skrár yfir útreikninga séu afhentar, áritun<br />

samræmishönnuðar sé fyrir hendi o.fl. Sumum byggingarfulltrúum finnst margir<br />

þessara þátta skipta litlu máli en öðrum finnst þeir skipta meira máli. Einnig vísar<br />

hluti byggingarfulltrúa til þess að allir uppdrættir séu alfarið á ábyrgð hönnuða.<br />

Það sé hönnuðarins að tryggja að allt sé rétt gert og öll ákvæði uppfyllt.<br />

Byggingarfulltrúar hafa mismunandi skoðun á því hvernig ber að standa að verki<br />

þegar gengið er úr skugga um að hönnunargögn séu í samræmi við lög og<br />

reglugerðir. Svo virðist sem þrjú nokkuð misvísandi sjónarmið séu algengust hvað<br />

það varðar.<br />

Allir byggingarfulltrúar fara alltaf yfir alla aðaluppdrætti. Gera má ráð fyrir að í<br />

allt að 20-25% tilvika sé ekki farið yfir séruppdrætti. Kannað var hve hátt hlutfall<br />

aðaluppdrátta er almennt samþykkt af hálfu byggingarfulltrúa eftir fyrstu yfirferð.<br />

Könnunin er ekki nákvæm þar sem hún byggir á huglægu mati byggingarfulltrúans.<br />

Marktæk niðurstaða er þó sú að of algengt sé að byggingarfulltrúar verði að hafna<br />

að samþykkja hönnunargögn vegna ófullnægjandi vinnu löggiltra hönnuða.<br />

Svör byggingarfulltrúa um gæði hönnunargagna verða vart skilin á annan hátt en<br />

þann að gæði þeirra séu nokkuð misjöfn. Mikill hluti hönnuða skilar að jafnaði<br />

fullnægjandi gögnum. Síðan er annar hópur sem að öllu jöfnu skilar lakari<br />

gögnum.<br />

Það skapar visst vandamál að hluti hönnuða skili ekki fullnægjandi gögnum.<br />

Byggingarfulltrúar kvarta yfir því að talsverðu af tíma þeirra sé varið í<br />

prófarkalestur á gögnum óvandaðra hönnuða. Talið er að skilgreiningu vanti á<br />

lámarksgæðum hönnunargagna, ásamt viðurlögum sem hægt sé að beita gagnvart<br />

þeim hönnuðum sem skila ófullnægjandi gögnum. Síendurtekin yfirferð á<br />

hönnunargögnum sömu hönnuða er vart hægt að telja eðlileg vinnubrögð.<br />

Þekkt er að einhverjir hönnuðir reyni að beita þrýstingi sé ekki fallist á gögn þeirra<br />

óbreytt. Það er vandamál hjá sumum byggingarfulltrúum að hönnunargögnum er<br />

skilað seint og illa. Aðrir hafa tekið upp skilgreinda tímafresti sem hönnuðum er<br />

gert að virða. Þeir sem slíkt hafa gert telja það leysa vandamálið, þar sem ábyrgð á<br />

að skil séu innan tímamarka er þá byggjandans og/eða hönnuðarins.<br />

Meirihluti byggingarfulltrúa vill ekki líta þannig á að upp komi almennt alvarleg<br />

vandamál í samskiptum við hönnuði en telur að samskiptin séu almennt góð, þótt<br />

viðurkennt sé að annað geti átt við um samskipti við einstaka menn.<br />

45

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!