16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

kröfur um úttektir til að tryggja að úttekt fari ávallt fram á öllum þáttum sem varða<br />

aðgengi, öryggismál, orkusparnað og hollustu eða heilsu fólks. Því þarf<br />

hugsanlega að fjölga úttektum milli fokheldisstigs og lokaúttektar, sérstaklega þó á<br />

frágangi vegna brunavarna. Hugsanlega einnig vegna frágangs er varðar<br />

orkusparnað, hljóðvist og hollustu.<br />

Nauðsynlegt er að taka alvarlega á vottunarmálum sé fyrirhugað að ganga eftir því<br />

að krafa laga og reglugerða um vottanir byggingarvöru sé virt. Gagnvart þeim<br />

málum þurfa allir þátttakendur framar öðru aukna fræðslu og samræma þarf<br />

afstöðu byggingareftirlitsins. Þar er mikilvægt, sem fyrsta skref, að tryggja að<br />

efniskröfum sé ávallt rétt lýst á uppdráttum.<br />

Hluti af starfsemi embætta byggingarfulltrúa er þess eðlis að hún verður að teljast<br />

skoðunarstarfsemi. Fyrir hendi er íslenskur staðall sem setur fram reglur vegna<br />

slíkrar starfsemi. Eðlilegt er að stefnt sé að því að skoðunarþátturinn í starfsemi<br />

byggingareftirlitsins uppfylli þann staðal.<br />

Fleiri þættir koma vissulega til greina. Í öllum köflum skýrslunnar koma fram<br />

athugasemdir byggingarfulltrúa vegna vandamála eða pirrings. Af þeirra hálfu<br />

fylgir slíku að jafnaði ábending um lausn, gjarnan lausn sem er til þess er fallin að<br />

auka skýrleika og festu í starfsemi embættanna. Eins og búast má við eru menn þó<br />

ekki alltaf sammála, hvorki um lausnir né hvað telst vera vandamál. Vegna<br />

málefna er varða stefnumótunarvinnu er því, auk ábendinga sem fram koma hér að<br />

ofan, bent á skýrsluna sem slíka.<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!