16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

9.0 Stjórnvaldsaðgerðir<br />

9.01 Samantekt<br />

Mikill meirihluti byggingarfulltrúa nýtur lögfræðiaðstoðar ef beita þarf þeim<br />

úrræðum sem byggingarreglugerð heimilar að beitt sé vegna brota. Þrátt fyrir að<br />

slík aðstoð sé í mörgum tilvikum aðgengileg telja nánast allir aðspurðir þörf á<br />

leiðbeiningum eða verklagsreglum stjórnvalds vegna slíkra mála.<br />

Nokkuð eru skiptar skoðanir meðal byggingarfulltrúa um hvort þau úrræði<br />

gagnvart brotum sem fyrir hendi eru í byggingarreglugerð séu fullnægjandi. Það<br />

álit kemur oft fram að úrræði séu vissulega fyrir hendi, þau að öllum líkindum<br />

fullnægjandi, en gjarnan skorti styrk til að beita þeim. Einnig geti komið fram<br />

mismunandi álit sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa um það hvort þörf sé á að<br />

úrræðum sé beitt.<br />

Kerfið er talið af sumum mjög þungt og hægvirkt. Nær allir byggingarfulltrúar<br />

telja því mikilvægt að fyrir hendi séu verklagsreglur eða leiðbeiningar til nánari<br />

skýringa á þessum ákvæðum. Það vanti meðal annars skilgreiningu á því í hverju<br />

brot teljist vera fólgið.<br />

Varðandi byggingarreglugerð virðast byggingarfulltrúar yfirleitt sáttir. Benda þó á<br />

þörf ákveðinnar aðlögunar. Heppilegt væri t.d. að sérstök ritstjórn stýrði allri<br />

endurnýjun og breytingum. Einnig er talin þörf á að gera reglugerðina<br />

notendavænni.<br />

Fram kom það álit að mikilvægt sé að sköpuð sé aðstaða til að tryggja betri<br />

undirbúning verka. Hönnuðum sé gert að hanna það sem vanrækt er í dag eins og<br />

t.d. að taka afstöðu varðandi hljóðvistarmál.<br />

Hvað snertir almenna starfsaðstöðu er talið mjög mikilvægt að skýrar leiðbeiningar<br />

séu fyrir hendi varðandi túlkun og framkvæmd mikilvægra ákvæða. Einnig sé þörf<br />

á verklagsreglum. Jafnframt er talin þörf á leiðbeiningum um stjórnsýslumál.<br />

Heppilegt er talið að gefin væri út „gæðahandbók“ þar sem fram kæmu skýringar,<br />

leiðbeiningar og verklagsreglur.<br />

107

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!