16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

starfi gagnvart vissum þáttum á samræmdan hátt. Gagnvart öðrum þáttum getur<br />

verið um að ræða að fyrir hendi séu ríkjandi ákveðin meginsjónarmið. Í stöku<br />

tilviki geta slík sjónarmið verið fleiri en tvö. Nokkuð misjöfn upplifun eða skoðun<br />

byggingarfulltrúa gagnvart ýmsum spurningum, t.d. vegna hönnunargagna og<br />

úttekta, er talin benda til nokkurs skoðanamunar hvað varðar túlkun á reglum.<br />

2.03 Úrræði stjórnvaldsins<br />

Skipulags- og byggingarlög og byggingarreglugerð gera ráð fyrir að<br />

byggingarfulltrúar beiti úrræðum sé brotið gegn ákvæðum laga og reglugerðar.<br />

Nokkur meirihluti byggingarfulltrúa telur þau ákvæði sem eru fyrir hendi<br />

fullnægjandi. Aðrir eru andstæðrar skoðunar og telja þörf einfaldari úrræða, þá<br />

sérstaklega gagnvart brotum hönnuða og byggingarstjóra, enda er ekki að sjá að<br />

úrræðum sé nokkuð beitt að ráði þrátt fyrir að talsvert sé bent á brot þessara stétta.<br />

Það álit kom reyndar fram hjá nokkrum þeirra sem telja úrræðin vera fullnægjandi,<br />

að þau séu yfirleitt þung í vöfum og kannski full seinvirk.<br />

Það er mat meirihluta stéttarinnar að heppilegt sé að skoða hvort punktakerfi,<br />

svipað og beitt er gagnvart umferðarlagabrotum, gæti hentað vegna brota<br />

byggingarstjóra og hönnuða, enda er oft um að ræða brot sem geta talist minni<br />

háttar en þau hugsanlega ítrekuð.<br />

2.04 Skýrleiki og festa<br />

Í skýrslunni koma fram hjá byggingarfulltrúum fjölmargir þættir sem bæði eru til<br />

þess fallnir að bæta starfsskilyrði og auka skilvirkni byggingareftirlitsins. Þessir<br />

þættir eru þess eðlis að skýrsluhöfundur hefur kosið að lýsa þeim þannig að það sé<br />

talin þörf aukins skýrleika og festu í eftirlitinu.<br />

Talið er mikilvægt að vinnureglur embættanna séu samræmdar þannig að<br />

starfshættir þeirra allra séu eins svo og túlkanir laga og reglugerða. Hluti<br />

byggingarfulltrúa bendir í því sambandi á þörf samræmdra leiðbeininga,<br />

verklagsreglna og gátlista fyrir embættin. Hugsanlega má orða þetta þannig að það<br />

þurfi gæðahandbækur fyrir embættin.<br />

Það að aðferðafræði og vinnureglur embætta séu skýrar, þær skráðar og gerðar<br />

öllum ljósar, skapar að sjálfsögðu aukinn skýrleika bæði innan eftirlitsins sjálfs og<br />

einnig gagnvart viðskiptavinum. Öllum er þá gert ljóst hvers er vænst og hver<br />

viðbrögð eftirlitsins verða sé ekki staðið undir væntingum. Að embættin öll starfi<br />

eftir sömu verklagsreglum, sem ein samstæð heild, skapar þá festu innan eftirlitsins<br />

sjálfs sem skýrsluhöfundur vitnar til hér að framan.<br />

Bent var á vandamál tengd hluta hönnuða. Í því sambandi var talin þörf á að<br />

skilgreina nánar lágmarksgæði hönnunargagna og skýra frekar ábyrgð hönnuða á<br />

því að gögn sem berast byggingarfulltrúum uppfylli slíkar kröfur. Einnig þurfa<br />

viðbrögð, sem gripið er til berist ófullnægjandi gögn, að vera skýr og samræmd.<br />

Tengt þessu er einnig að þörf er talin á að skýra nánar hvað fólgið sé í yfirferð<br />

hönnunargagna af hálfu byggingarfulltrúa. Þar virðast ríkja nokkur sjónarmið.<br />

Allt þetta tengist að sjálfsögðu auknum skýrleika samskipta, að hönnuðum sé gert<br />

að fullu ljóst hvers sé vænst.<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!