16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

• „Almennt vantar handbækur og leiðbeiningar fyrir byggingarfulltrúa. Útgáfa<br />

gæðahandbókar og verklagsreglna fyrir byggingarfulltrúa kæmu að mjög miklu<br />

gagni.“<br />

• „Byggingarfulltrúar missa bakland ef byggingarnefndir eru lagðar niður<br />

sérstaklega á það við um smærri embættin, með aðeins einum starfsmanni.“<br />

• „Byggingarfulltrúar þurfa auðveldari aðgang að stjórnvöldum varðandi túlkun<br />

laga, reglugerða og staðla“.<br />

• „Sum embætti eru hugsanlega orðin of stór, þ.e. orðin of víðfeðm fyrir einn<br />

mann til að sinna.“<br />

Auk tilvitnana hér að framan kom fram að talið var að fjölga þyrfti starfsmönnum<br />

einhverra embætta. Einnig að aðgengi að starfsmönnum væri oft fullmikið, það<br />

væri sjaldan hlé. Ábendingar komu fram um þörf fyrir betra skráningarkerfi.<br />

Einhver hluti vill þar sjá samræmt kerfi fyrir öll embættin.<br />

4.05 Samskipti<br />

Fyrirspurnin um samskipti í þessu tilviki á aðeins við um samskipti við skipulags-<br />

og byggingarnefndir svo og við sveitarstjórnir. – Það er nánast samhljóða mat allra<br />

byggingarfulltrúa að samskipti við byggingarnefnd og/eða skipulagsnefnd séu góð.<br />

Þau gangi yfirleitt vel og menn séu samstiga.<br />

Sumir hverjir viðurkenna þó að fyrir komi að sveitarstjórnir vilji ganga fulllangt í<br />

sinni afgreiðslu. Það var orðað eitthvað í þessa veru:<br />

• „Samskipti mjög góð en pólitískar nefndir hafa ekki alltaf skilning á því að<br />

byggingarfulltrúa beri að fara eftir lögum og reglugerðum.“<br />

• „Samskiptin eru mjög góð en stundum eru gerðar athugasemdir frá pólitísku<br />

sjónarmiði. Þannig að stundum er um að ræða mismunandi túlkun pólitíkur og<br />

tæknimennsku.“<br />

Spurðir um utanaðkomandi þrýsting svara nánast allir neitandi að um alvarleg atvik<br />

í þá veru sé að ræða. Hafi þrýstingur komið fram leysist þau mál alltaf með því að<br />

byggingarfulltrúi skýri sjónarmið sitt, geri grein fyrir málinu með tilvísun til þeirra<br />

laga og reglugerða sem honum ber að starfa eftir.<br />

Eitthvað virðist samt vera um að reynt sé að ýta á að afgreiðslu umsókna um<br />

byggingarleyfi eða útgáfu þess sé flýtt. Dæmi eru einnig um að einstaka hönnuðir<br />

hafi reynt að fá athugasemdum byggingarfulltrúa hnekkt og leitað í þeim tilgangi til<br />

sveitarstjórnarmanna. Meðal annars var sendur tölvupóstur og kvartað vegna<br />

athugasemda sem byggingarfulltrúi hafði gert við hönnunargögn sem hönnuðurinn<br />

hafði lagt inn til samþykktar. Byggingarfulltrúi taldi gögnin ófullnægjandi. Einnig<br />

komu fram dæmi um að reynt hefði verið að hafa áhrif á byggingarfulltrúa þegar<br />

hann krafðist vottunar eininga-/stálgrindarhúsa í samræmi við ákvæði 120. greinar<br />

byggingarreglugerðar. Reynt var þar að fá byggingarfulltrúa til að falla frá þessari<br />

kröfu.<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!