16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

7.04 Breyting á hlutverki/störfum byggingarstjóra/ iðnmeistara<br />

Kannað var hvort byggingarfulltrúar væru almennt ánægðir með það kerfi<br />

iðnmeistara og byggingarstjóra sem er við lýði í dag. Lögð var fyrir þá eftirfarandi<br />

spurning í því sambandi:<br />

Telur þú að eitthvað varðandi starfsemi eða hlutverk byggingarstjóra og<br />

iðnmeistara þurfi að breytast frá því sem er í dag? Ef svo er þá hvað helst?<br />

Ekki kom fram neinn afgerandi áhugi á því að breyta kerfinu sem slíku en<br />

ábendingar komu fram um einstaka þætti þess komu fram. Þær eru í meginatriðum<br />

þessar:<br />

Ábyrgð á vali iðnmeistara<br />

• „Byggingarstjóri og húseigandi eiga sjálfir að bera alla ábyrgð á því að<br />

iðnmeistarar séu til staðar svo og á öllum ábyrgðartryggingarmálum. Það á ekki<br />

að vera hlutverki byggingarfulltrúa að ganga úr skugga um að þessir aðilar séu<br />

tryggðir.“<br />

• „Það er ekki eðlilegt að byggingarfulltrúi geri kröfur um að iðnmeistarar skrifi<br />

sig á verk en hafi síðan enga vitneskju um það hvort meistararnir sjái um verkið<br />

því að öll samskipti vegna verksins eru við byggingarstjórann.“<br />

• „Kerfið í góðu lagi. En það mætti sleppa því að vera með iðnmeistara eða þá að<br />

láta ábyrgðina á því að þeir séu til staðar vera alfarið byggingarstjórans.“<br />

Auka ábyrgð iðnmeistara<br />

• „Byggingarstjórinn er látinn bera of mikla ábyrgð núna. Það þyrfti að auka<br />

ábyrgð meistaranna, t.d. með því að iðnmeistari þurfi að staðfesta skriflega að<br />

hann hafi yfirfarið verk áður en hann fól byggingarstjóra að kalla til úttektar á<br />

því. Byggingarstjóri ætti síðan að afhenda byggingarfulltrúa þessa yfirlýsingu<br />

meistarans við úttekt.“<br />

Takmörkun umsvifa byggingarstjóra<br />

• „Byggingarstjóra á ekki að vera heimilt að taka að sér verk í öðrum landshlutum<br />

en þeim þar sem hann starfar. Annars getur hann ekki fylgst með byggingunni.<br />

Þeir eiga ekki heldur að fá heimild til að veita öðrum umboð til að vera við<br />

úttekt fyrir sína hönd. Ekki nema í sérstökum undantekningartilvikum.“<br />

• „Mætti setja reglur um málafjölda sem byggingarstjórum er heimilt að sjá um.“<br />

Einföldum vegna smáverka<br />

• „Það mætti breyta kerfinu þannig að ekki séu gerðar kröfur um alla meistara á<br />

smáverk. Byggingarstjóri gæti þar borið heildarábyrgð.“<br />

• „Það ætti aðeins að skilgreina kröfur um byggingarstjóra á stærri verk. Á<br />

smærri verkum á ekki að þurfa byggingarstjóra. Þar á iðnmeistarinn að bera<br />

sjálfur sína ábyrgð.“<br />

• „Byggingarstjórum verði ekki gert skylt að vera viðstaddir allar úttektir. Í<br />

dreifðum embættum á að leyfa iðnmeisturum að vera einum viðstaddir úttektir.“<br />

Ekki breyta neinu<br />

• „Það á ekki að breyta þessu kerfi. Það er heppilegt að það sé óbreytt. Einnig<br />

það að byggingarstjóri geti jafnframt verið iðnmeistari.“<br />

83

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!